Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 20
18
FELAGSBREF
verður þú aldrei látin svara til saka, heldur málstaðurinn
sem á þig. Og hvað sem þú kannt að ávinna verður það einnig
eign málstaðarins".
Herborg fórnar málstaðnum öllu, og Ormar þráir að gera
það sama, en getur það ekki, hefur sennilega ekki manndáð í
sér til þess: „Lífið er mér meira virði en ykkar loforð. Fórn
mín yrði stærri en fyrirheitið. Ég get ekki fórnað af því að ég
á of mikið. Og því mun mér ekkert veitast“. *
Samt er hann að berjast við að fórna á blótstalli fremur óljóss
málefnis. En fórn hans er fölsk. Hann yfirgefur að vísu heimili
foreldra sinna, en það er lítil fórn, því að heimilislífið er rotið
og innantómt og er að leysast upp. Hann fer að heiman og út
í lönd, og það er sannarlega ferð án fyrirheits; hann flækist
um, virðir fyrir sér byltingu og múgæsingafundi, án þess að
vera nógu mikill byltingarmaður til þess að skipa sér afdráttar-
laust undir hin rauðu merki. Hann veður í peningum eftir sem
áður, stráir meira að segja peningaseðlum um járnbrautarpalla
úti þar.
Stærsta fórnin virðist eiga að vera sú, er hann segir Védísi
upp með miklum hátíðleik og heimspekilegum vangaveltum. En
höfundi tekst bara ekki að sannfæra lesandann um það, að
Ormar unni Védísi neitt sérstaklega heitt, og ekki verður séð,
að þessi fórn snerti hann sérstaklega djúpt. Alvöruna og til-
finningahitann vantar, og hér gerist því aðeins harmleikur tóm-
leikans, því að Ormar er viljaslappur og tilfinningasljór sveim-
hugi, sem berst eins og rekald milli andstæðra skoðana. Hann
er útþynntur skuggi af Steini Elliða í Vefaranum. (Menn taki
eftir því, að hér kemur aðeins bróðirinn, Haukur Hilmar, í stað
fóðurbróðurins, Örnólfs, — báðir fjármálamenn og braskarar,
sem hirða upp af götu sinni unnustuna, sem söguhetjan hefur
hlaupizt á brott frá við lítinn orðstír). En samanburðurinn á
Steini Elliða og tvífara hans, Ormari Arnljóti (ætli það sé til-
viljun, að báðir ganga undir tveim nöfnum?), verður þeim síð-
ari til lítillar fremdar; það er eins og að jafna saman skagfirzk-
um stóðfola og tömdum múlasna.
Stundum minnir Ormar dálítið á Lillelord Johans Borgen,