Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 48
46
FELAGSBREF
Skallagrímssonar, við orðkraft og vit hins fjöllynda víkings,
sem var
„jafnbúinn að vígnm, blóti og sumli
með bitrasta hjörinn og þyngstu svörin“.
Og engu miður ætti það við um E. B. sjálfan, sem hann kveður
um Snorra Sturluson:
„Ódýr strengur aldrei sleginn,
úð ei blandin lágri kennd“.
Kvæði sín hefur Einar alltaf smíðað úr dýrustu efniviðum
hugsunar sinnar.
Þess munu vart dæmi í bókmenntum vorum, að skáldi hafi sárar
sviðið ómennska samtíðar sinnar eða kveðið henni þungvægari
og harðari ádeilu en E. B. gerir í „Fróðárhirðinni", kvæðinu
um „langþol íslenzkrar lundar“, um vesaldóm dauðyflanna, sem
aldrei kenna andstyggðar gegn svívirðingum eða rísa gegn en-
demum og forsmán, um jarðbönd þess lýðs, sem elur aldur sinn
til þess eins, að hrindast um „horbein og mötunautssæti". Ekki
ber að fást um það, þótt mörgum kunni að þykja öfgafull lýsing
kvæðisins á nútíðarástandi íslenzku þjóðarinnar, það er ort af
eldmóði allshugargremju — og svo kveður sá einn, sem ann þjóð
sinni heitt.
Svo kveður sá einn, sem gerir háar kröfur til þjóðar sinnar,
en svo stórir eru draumar Einars Benediktssonar um íslenzka
framtíð, að ekki er kyn þótt á stundum grípi hann óþolinmæði
út af því, hve seinlega þjóðinni miðar í framsókn sinni, hve
hin fyrirheitna, nýja gullöld er lengi að renna. Hann kveður
um fegurð hins gagnlega, um hagnýting náttúruaflanna og sköp-
un auðæfa í landinu, sem verði undirstaða og aflgjafi vaxandi
þjóðþrifa og nýrrar menningar. Hann boðar endurvakning ís-
lenzks metnaðar gagnvart umheiminum, frægilega sigra Vær-
ingjans, fulltrúa íslenzkra gáfna í andlegri samkeppni þjóðanna.
En hver er afltaug þessarar óbifandi trúar E. B. á atgjörvi
og giftu þjóðar vorrar? Það er íslenzk tunga og þau ódauð-
legu verk, sem á henni hafa verið ort og rituð. Af öllu íslenzku