Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 71
PÉLAGSBRÉP
69
Þess vegna eru ljóð hans full af hreyfingu. Hann heldur því
fram, að fegurðin sé aldrei kyrrstæð, heldur lifi í hreyfingunni,
sem er tjáning hennar. Fuglinn er ekki fugl fyrr en hann flýg-
ur, tónverkið ekki tónverk fyrr en það er leikið, ljóðið ekki ljóð
fyrr en það stekkur á lesandann og hrífur hann inn í heim þess,
þar sem orð og myndir, hrynjandi og hugsun sameinast í leik-
andi heild og slá mann töfrum.
C. Day Lewis hefur jafnað Hopkins við Shakespeare, ekki
aðeins vegna „endurnýjunar hans á orðum og táknum“, heldur
og vegna hins gneistandi lífs, sem hann gæðir tákn sín:
„I caugiit this morning morning’s minion, king-
dom of daylight’s Dauphin, dapple-dawn-drawn Falcon, in his riding
Of the rolling level underneath him steady air“.
í þessari lýsingu á flugi fálkans er Hopkins á mörkum hins
fjarstæða og hins frábæra — ógleymanleg sýn. Allur skáldskapur
hans einkennist af þessum leiftrandi táknum, sem ber svo ört
á, að lesandinn á oft fullt í fangi með að fylgja honum eftir.
Hopkins var án efa frumlegasti snillingur enskrar ljóðlistar á
síðustu öld, en verk hans eru fyrst og fremst „nútímaskáld-
skapur“.
* *
*
Annar Iri, sem hafði víðtæk áhrif á ljóðagerð þessarar aldar,
var Wittiam Butler Yeats (1865—1939). Faðir hans var kunnur
málari. Yeats hóf skáldferil sinn í London bláfátækur meðal
hinna frægu og lífsþreyttu fagurkera aldamótanna, Oscars Wilde
og félaga hans. Fyrstu bækur hans voru hárómantískar, fullar
af tilvitnunum til írskra þjóðsagna, dularfullra rósa, villtra svana,
sem svifu um þokuheima draumanna. Þetta tímabil í skáldskap
Yeats hefur verið nefnt „keltneska rökkrið", enda er þar allt
í mistri og mikið um bein áhrif frá eldri skáldum.
Yeats ruddi eigi að síður nýjar brautir 'þá þegar: hrynjandi
hans var frjálslegri og nær mæltu máli en almennt gerðist hjá
samtíðarskáldunum, og hann hafði þá góðu gáfu að geta bland-