Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 71

Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 71
PÉLAGSBRÉP 69 Þess vegna eru ljóð hans full af hreyfingu. Hann heldur því fram, að fegurðin sé aldrei kyrrstæð, heldur lifi í hreyfingunni, sem er tjáning hennar. Fuglinn er ekki fugl fyrr en hann flýg- ur, tónverkið ekki tónverk fyrr en það er leikið, ljóðið ekki ljóð fyrr en það stekkur á lesandann og hrífur hann inn í heim þess, þar sem orð og myndir, hrynjandi og hugsun sameinast í leik- andi heild og slá mann töfrum. C. Day Lewis hefur jafnað Hopkins við Shakespeare, ekki aðeins vegna „endurnýjunar hans á orðum og táknum“, heldur og vegna hins gneistandi lífs, sem hann gæðir tákn sín: „I caugiit this morning morning’s minion, king- dom of daylight’s Dauphin, dapple-dawn-drawn Falcon, in his riding Of the rolling level underneath him steady air“. í þessari lýsingu á flugi fálkans er Hopkins á mörkum hins fjarstæða og hins frábæra — ógleymanleg sýn. Allur skáldskapur hans einkennist af þessum leiftrandi táknum, sem ber svo ört á, að lesandinn á oft fullt í fangi með að fylgja honum eftir. Hopkins var án efa frumlegasti snillingur enskrar ljóðlistar á síðustu öld, en verk hans eru fyrst og fremst „nútímaskáld- skapur“. * * * Annar Iri, sem hafði víðtæk áhrif á ljóðagerð þessarar aldar, var Wittiam Butler Yeats (1865—1939). Faðir hans var kunnur málari. Yeats hóf skáldferil sinn í London bláfátækur meðal hinna frægu og lífsþreyttu fagurkera aldamótanna, Oscars Wilde og félaga hans. Fyrstu bækur hans voru hárómantískar, fullar af tilvitnunum til írskra þjóðsagna, dularfullra rósa, villtra svana, sem svifu um þokuheima draumanna. Þetta tímabil í skáldskap Yeats hefur verið nefnt „keltneska rökkrið", enda er þar allt í mistri og mikið um bein áhrif frá eldri skáldum. Yeats ruddi eigi að síður nýjar brautir 'þá þegar: hrynjandi hans var frjálslegri og nær mæltu máli en almennt gerðist hjá samtíðarskáldunum, og hann hafði þá góðu gáfu að geta bland-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.