Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 88
86
PÉLAGSBRÉP
hermdi eftir lifendum og dauðum, dýrum og mönnum, körlum
og kerlingum, svo að það var ekki hægt að hugsa sér að ganga
til náða strax, þótt að baki væri samfellt 15 stunda ferðalag frá
Akureyri. Nú stakk hann upp á því, að við fylgdumst með hon-
um á grenið, sem væri þaðan ekki ýkja fjarri, í Landakotsurð
hjá Bjarnarfossi, við rætur Mælifells, fjallsins með stöðuvatni
uppi á tindinum, þar sem eins og víðar þjóðtrúin kennir, að
óskasteinn fljóti upp í skorpuna á Jónsmessunótt, og geti þeim,
sem hann grípur, hlotnazt allt, er hugur girnist.
III.
Landrover-jeppi vinar okkar stendur á bæjarhlaðinu.
Á meðan Þórður dyttar að farkostinum, sláum við upp tjald-
inu okkar innan um gamlar tóftir í Búðahrauni. Kannski þeir
dönsku eða „yfirvöldin illa dönsk á annanú hverri þúfu“ hafi
þar reynt að sálarmyrða og kúga sílífar kynslóðir, sem lifðu
undir Jökli. „Snæfellingar hafa aldrei látið undan höfðingjum",
hafði Þórður sagt, „þó eru þeir ekki kommúnistar; til þess eru
þeir of lítil þý“. En þeim þykir gaman að sumum. Minnugir eru
þeir Ásgríms Hellnaprests við Stapa, hann var líka einn af
þeim. Mér flaug í hug, að í ákveðnum skilningi hefði hann verið
eins konar Sikileyjarforingi þar á nesinu, þessi margslungni
bragðarefur í kennimannsgervi, sem var súspenderaður hvað eftir
annað fyrir bragðvísi og óknytti og lét að síðustu jarða sig í
öllum messuskrúða, heldur dýpra en aðra menn, því að hann
hafði lagt svo fyrir, að þeir skyldu ekki ná af sér hempunni, að
sér dauðum, fyrst þeim helvítunum tókst það ekki alveg, meðan
hann var lifandi. Espólín gaf honum viðurnefnið hinn illi.
Þegar við ókum um miðnættið til móts við tófurnar í urðinni
út og ofan við gamla verzlunarplássið og fjöllin í Staðarsveit-
inni, spegluðust í blásilfruðum sjónum sunnanvert við strönd-
ina, rifjaði Þórður upp söguna af viðureign þeirra Hellnaklerks
og Espólíns sýslumanns, þá er Ásgrímur reið á sýsla á förnum
vegi og sló hann með hertri nautsin í svipuskaftinu. Minni virð-
ing var ekki hægt að sýna laganna verði þeirra Snæfellinganna.