Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 113

Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 113
FÉLAGSBRÉP lli Fáar þjóðir munu jafn forvitnar og hnýsnar um sögu sína og íslendingar, og eru til þess ýmsar ástæður. Fyrst og fremst er það þó sennilega smæð þjóðarinnar og fámenni alla tíð, sem þessum áhuga veldur. Fámennri þjóð er löng saga dýrmætari en fjölmennri, því að sagan reisir við þá, sem látnir eru, með nokkrum hætti, og menn líta ekki aðeins til líðandi stundar og lifandi manna, heldur einnig fyrri tíma og genginna kynslóða. Fer vel, meðan þetta tvennt helzt í hendur. fslendingar standa hér að því leyti vel að vígi, að þeir eiga skráða sögu frá mörg- um öldum, en að öðru leyti eru þeir þjóða fátækastir, þegar kemur til sýnilegra og áþreifanlegra minja og mannaverka. Áhugi á því litla, sem geymt er af slíku tæi, er þó mikill og almennur, og mun doktorsritgerð Kristjáns Eldjárns, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi, styðja að þessum áhuga ekki lítið um mörg ókomin ár. Bók Kristjáns Eldjárns er auðvitað fyrst og fremst vísinda- leg rannsókn á efni því, sem hún fjallar um, og hefur höfundur hennar hlotið makleg laun síns afreks fyrir vísindanna dóm- stóli, og verður hér ekki fjölyrt um þessa bók frá því sjónarmiði. Það er ekki mörgum gefið að rita vísindabækur þannig, að þær „gangi í fjöldann", eins og það er kallað. Hjá flestum höf- undum verður annað hvort sjónarmiðið algerlega drottnandi. Það er einn ágætasti kostur þessarar bókar, að hún er, þrátt fyrir vísindalegt handbragð aðgengileg hverjum meðalgreindum al- þýðumanni, sem á annað borð hefur áhuga á sögu lands síns og arfleifð þeirri, sem okkur hefur verið skilað sýnilegri frá fyrstu öldum Islandsbyggðar. Margir munu minnast frá barnæsku staða úr nágrenni sínu, þar sem hetjur fornaldar áttu að vera heygðar og samkvæmt sögnum sitja í haugi yfir auði sínum og ágætum vopnum, aftur- gengnar, harðsnúnar og illvígar, ef nokkur gerðist svo djarfur að rjála við legstaði þeirra. Á síðari tímum hafa ýmsir þessara kumlbúa komið fram í dagsljósið úr fylgsnum jarðar, að vísu yfirlætisminni og fátæk- ari en þeir voru í hugum alþýðu manna áður fyrr, og það er uppblástur landsins og (því miður) hin tilfinningalausu og mis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.