Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 16
14
FELAGSBREF
Sumir þeir, sem skrifa um bækur, eru ósparir á að lýsa hrifn-
ingu sinni á þá lund að segja, að þeir hafi ekki getað hætt lestr-
inum og lagt frá sér bókina fyrri en henni var lokið. Ekki fæ
ég skilið, að nokkur láti slíkt út úr sér um bók Geirs Kristjáns-
sonar, Stofnunina. Það þarf beinlínis viljakraft til þess að þræl-
ast í gegnum hana. Hún er svona leiðinleg, og slíkt athæfi er
erfitt að fyrirgefa rithöfundi. Sögur geta verið átakanlegar,
hneykslanlegar, gallaðar og sitt hvað fleira, en leiðinlegar mega
þær aldrei vera. Það er 'höfuðsynd. Það er margt, sem veldur
þessari ógæfu Stofnunarinnar: Ömurlegt efnisval, tilgangsleysi,
hrösul smekkvísi og tilgerðartiktúrur í stíl.
Höfundur er óvenjulega fundvís á óhugnanleg söguefni, Dverg-
urinn er t. d. ein sóðalegasta saga, sem ég hef lesið, ef sögu
skyldi kalla. Auk þess virðist höf. altekinn af lífsleiða. Það er
ekki hægt að kalla það þunglyndi eða svartsýni eingöngu; það
eru bara leiðindi, allt að því viðbjóður á lífinu og mönnunum.
Tilgangur verður ekki fundinn í sögum hans. Hann lýsir mjög
smælingjum og aumingjum, en hafi hann samúð með þeim, þá
er hún vandlega dulin. Að því leyti er hann ólíkur Halldóri
Stefánssyni og Jóni Dan. Sérstaklega er hann hugfanginn af
geðbiluðu fólki og fávitum. I sögunni Stríðið við mannkynið
er sagt frá manni, sem er haldinn ofsóknarbrjálæði og gerist
morðingi; í þættinum f grasinu er lýst áfengissjúklingi, Dverg-
urinn er vanskapningur, fáviti og sadisti; í Hráefninu eru bilaðir
nazistar á kreiki; í Stofnuninni hálfviti o. s. frv.
Inn í smásagnasafn þetta hefur slæðzt ein grein, sem virðist
vei’a þáttur úr ferðasögu. Markaðurinn, heitir hann, og mætti
ætla að slíkt viðfangsefni kæmi höfundinum til að spretta úr
spori. En ... æi-nei, ekkert getur rofið minnsta skarð í öskugrátt
þokuþykkni leiðindanna, sem hvílir yfir frásögn hans. Á mark-
aðnum eru að vísu „glaðir litir, hryggir litir, funheitir litir og
líka kaldir". Samt orka þeir ekki að setja neinn lit á frásöguna.
Höfundi eru miklu minnisstæðari húsin kringum markaðinn, sem
„loða saman öll, svo enginn veit, hvað þau eru í raun og veru
mörg. Heildarsvipur þeirra er grár eins og þau hafi fyrir löngu
skilið, að öruggasta vörnin gegn duttlungum tímans er hlut-