Félagsbréf - 01.07.1957, Side 16

Félagsbréf - 01.07.1957, Side 16
14 FELAGSBREF Sumir þeir, sem skrifa um bækur, eru ósparir á að lýsa hrifn- ingu sinni á þá lund að segja, að þeir hafi ekki getað hætt lestr- inum og lagt frá sér bókina fyrri en henni var lokið. Ekki fæ ég skilið, að nokkur láti slíkt út úr sér um bók Geirs Kristjáns- sonar, Stofnunina. Það þarf beinlínis viljakraft til þess að þræl- ast í gegnum hana. Hún er svona leiðinleg, og slíkt athæfi er erfitt að fyrirgefa rithöfundi. Sögur geta verið átakanlegar, hneykslanlegar, gallaðar og sitt hvað fleira, en leiðinlegar mega þær aldrei vera. Það er 'höfuðsynd. Það er margt, sem veldur þessari ógæfu Stofnunarinnar: Ömurlegt efnisval, tilgangsleysi, hrösul smekkvísi og tilgerðartiktúrur í stíl. Höfundur er óvenjulega fundvís á óhugnanleg söguefni, Dverg- urinn er t. d. ein sóðalegasta saga, sem ég hef lesið, ef sögu skyldi kalla. Auk þess virðist höf. altekinn af lífsleiða. Það er ekki hægt að kalla það þunglyndi eða svartsýni eingöngu; það eru bara leiðindi, allt að því viðbjóður á lífinu og mönnunum. Tilgangur verður ekki fundinn í sögum hans. Hann lýsir mjög smælingjum og aumingjum, en hafi hann samúð með þeim, þá er hún vandlega dulin. Að því leyti er hann ólíkur Halldóri Stefánssyni og Jóni Dan. Sérstaklega er hann hugfanginn af geðbiluðu fólki og fávitum. I sögunni Stríðið við mannkynið er sagt frá manni, sem er haldinn ofsóknarbrjálæði og gerist morðingi; í þættinum f grasinu er lýst áfengissjúklingi, Dverg- urinn er vanskapningur, fáviti og sadisti; í Hráefninu eru bilaðir nazistar á kreiki; í Stofnuninni hálfviti o. s. frv. Inn í smásagnasafn þetta hefur slæðzt ein grein, sem virðist vei’a þáttur úr ferðasögu. Markaðurinn, heitir hann, og mætti ætla að slíkt viðfangsefni kæmi höfundinum til að spretta úr spori. En ... æi-nei, ekkert getur rofið minnsta skarð í öskugrátt þokuþykkni leiðindanna, sem hvílir yfir frásögn hans. Á mark- aðnum eru að vísu „glaðir litir, hryggir litir, funheitir litir og líka kaldir". Samt orka þeir ekki að setja neinn lit á frásöguna. Höfundi eru miklu minnisstæðari húsin kringum markaðinn, sem „loða saman öll, svo enginn veit, hvað þau eru í raun og veru mörg. Heildarsvipur þeirra er grár eins og þau hafi fyrir löngu skilið, að öruggasta vörnin gegn duttlungum tímans er hlut-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.