Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.07.1957, Blaðsíða 42
40 FELAGSBREF nágrannabæjunum, og virtist það fæla huldubörnin, enda minnk- aði þá áhugi minn fyrir þeim um skeið. Þó sá ég Ingilín oft og hitti hana öðru hvoru, allt þar til við fórum frá Þverfelli, vorið 1909. Á stundum skyggninnar sá ég óglöggt eða alls ekki yfirborð míns eigin heims. Veröld Huldufólksins var talsvert frábrugðin og hiaut ég af því marga byltu, þótt ég lærði af reynslunni að þreifa fyrir mér með tánum. Lýtti það göngulag mitt í bernsku. Miklu gróðursælli var heimurinn duldi, en útlit hans er nú orðið óljóst í minni mínu. Það kom fyrir að ég ruglaði þessum tveim veröldum eilítið saman, eins og þegar ég fann bláa fífilinn: Ég var að leika mér í brattri brekku við Kaldagil, skammt fyrir ofan bæinn. Það mun hafa verið í júlí. Mér leiddist og ang- urværð ásótti mig. Þá sá ég allt í einu himinbláan fífil rétt hjá mér. Ég færði mig til hans og starði á hann hugfanginn. Angur og leiðindi voru óðar gleymd. Þetta var undurfagurt blóm, litur- inn minnti á tæran bláma dýragrassins, en karfan var alveg eins og á stórum túnfífli. Enn er mér dýrð þess ljós í minni, það vakti mér allt í senn: trega, þrá og gleði. En skyndilega fann ég til skerandi hungurs, eins og ég hefði ekki fengið mat í marga daga. Ég setti vel á mig staðinn, þar sem blái fífillinn óx, hljóp síðan inn í bæ til ömmu og bað um flatköku. Meðan hún var að smyrja kökuna tvísteig ég af óþolinmæði, svo að amma spurði hvort ég þyrfti að pissa. Ég hafði ekki tíma til að anza slíkri fjarstæðu, en beit væna glefsu af flatkökunni og þaut út með afganginn í lófanum. Andartaki síðar var ég aftur kominn á staðinn í brekkunni, hjartað í mér dansaði af eftirvæntingu, ég ætlaði að sitja hjá blóminu bláa og horfa á það allt til kvölds. En þá brá svo við, að ég gat alls ekki komið auga á fífilinn. Staðinn var ég viss um, en þarna var hvergi neitt blátt blóm. Ég leitaði lengi, í fyrstu sigurviss, en síðan dapur og loks vol- andi. Þegar ég var farinn að gráta, fann ég nærveru Ingilínar og á samri stund kom skyggnin yfir mig. Hún stóð örskammt frá mér, kæti og meðaumkun voru á hvörfum í svipnum, —■ og rétt við tærnar á henni var blái fífillinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.