Félagsbréf - 01.07.1957, Side 29

Félagsbréf - 01.07.1957, Side 29
PÉLAGSBRÉP 27 Jæja, sagði afi, svo þagnaði hann eins og ekki þyrfti meira um það að ræða, málið væri svo auðskilið. En drengurinn þekkti afa sinn og beið rólegur eftir skýringunni. Og svo er pabbi þinn líka að búa til mjólk. Þá hló Hvatur, sem vonlegt var. Búa til mjólk, sagði hann, nei, afi minn, það þarf ekki að búa til mjólk, hún kemur úr kúnum. En það þarf að búa til kýrnar. Eru kýr búnar til? spurði Hvatur, úr hverju? Úr kjöti. Og á bara að taka kjötbita og búa til kú úr honum? spurði Hvatur. Eins og þegar snjókerling er búin til? Þetta voru nú meiri undrin. Nei, sagði afi með hægð, það er ekki hægt. Fyrst verður að búa til kjötið. Þess þarf ekki, sagði Hvatur, það fæst nóg af kjöti í búðun- um í Reykjavík. Ég hef séð það. Þú ert nú meira flónið, sagði afi. Nei, kjötið í búðinni, það er búið að vera kýr og getur aldeilis ekki orðið það aftur. Hins- vegar getur það kjöt orðið maður, en það er önnur saga. Nei, kjötið búum við til úr grasi. Úr grasi? sagði Hvatur, líka hangikjöt. Já, sagði afi, líka hangikjöt. Sjáðu nú til. Pabbi þinn er að plægja þýfið, og að því loknu sái ég grasfræi í flagið. Þannig búum við til gras. Svo læt ég kýrnar éta grasið og breyta því í mjólk. Lömbin fá að bíta grasið eins og þau vilja, þau stækka af því, og þannig myndast kjöt. Það er um að gera að þau borði sem mest, því þá leggja þau sig vel í haust. Ég breyti líka heil- miklu af haglendinu hérna uppi á Stapa í kjöt með því að beita það. Þarna sérðu, að það er ekki svo vitlaust hjá afa gamla að pabbi þinn sé að búa til kjöt og mjólk með vélinni að tarna. Þetta voru mikil undur, en síðla dags varð Hvatur enn fróð- ari. Þá hafði amma rakað yfir garðinn og sléttað, og afi tók lítinn poka úr hirzlu sinni og gekk út.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.