Félagsbréf - 01.07.1957, Page 43

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 43
FELAGSBREF 41 Það hefur oft hvarflað að mér hversu táknrænt þetta atvik er fyrir líf mitt á jörðinni: Ég hef ósjaldan leitað hér að gróðri, sem ekki þrífst í heimi okkar. Hvaða verur voru þetta, sem við amma mín höfðum samband við? — Ég veit það ekki. Verið getur, að það sem við kölluðum Huldufólk, séu manneskjur, er áður hafa lifað hér, og að við höfum séð inn í einhvern hvíldar- og undirbúningsheim þeirra, áningarstað á vegferðinni miklu, eilítið æðra stig en vort? Nokkr- ir vitrir menn, sem ég met mikils, hallast að þeirri hugmynd. En vel getur verið að þetta sé „fólk“ á öðru þróunarskeiði en okkar, aðeins hliðstæðu í tíma og á nálægri bylgjulengd? En vinkonan mín kyrrláta hefur sennilega verið af öðru sauða- húsi, — enn fjarlægari þróun? — Og fleiri verur man ég, bjart- ar, léttar, — sumar kannski hugarsmíð, og því skal þeim ekki lýst nánar að sinni. En er hægt að ímynda sér nokkuð, sem ekki verður fundið í tilverunni? Eg held það naumast. FÁGÆT HÓFSEMI Fyrir nokkrum árum fékk ég bréf frá erlendum kunningja mínum, sem var prýðilega læs á íslenzkt mál, en annars lítt kunnugur hér á landi. Hann hafði eignazt ljóðasafnið „íslands þúsund ár“ og fundið þar m. a. þrjú kvæði eftir Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. Nú bað hann mig um að benda sér á ljóðabók hans eða ljóðabækur: „Mér finnst ég vildi lesa allt, sem þessi maður hefur ort“. Ég varð að svara honum því, að ljóðabókin væri engin til og svo mætti heita, að Jón hefði ekki ort fleiri kvæði en þarna væru birt. Þegar hann skrifaði mér aftur, leyndi sér ekki, að þetta hafði orðið honum talsvert undrunarefni. En hann sagði eitthvað á þessa leið: „Ef ég hefði sjálfur borið við að yrkja, getur vel verið, að ég hefði kosið mér svipað hlutskipti, svo framarlega sem mér hefði komið það til hugar: að öll mín kvæði hefðu rúmazt á fáeinum blaðsíðum — og verið tekin í úrvalsljóð minnar eigin þjóðar. En þess háttar hófsemi er orðin fágæt á vorum stóriðjudögum". Sigurður Nordal: (Úr minningargrein um Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi í Morgunblaðinu 8. nóv. 1957).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.