Félagsbréf - 01.07.1957, Side 83

Félagsbréf - 01.07.1957, Side 83
FELAGSBREF 81 ugur okkar hreyfði sig úr stað. Við störðum galopnum augum í áttina til hússins og biðum einhvers. Hinir krakkarnir söfn- uðust hljóðir umhverfis okkur: Það var eins og við einblíndum öll á hið sama og biðum. Eftir heila eilífð kom pakkhúsmaður gangandi í áttina til okkar með aðra höndina í vasanum. Krakk- arnir viku til hliðar, og hann staðnæmdist frammi fyrir okkur Villa. „Hvað, hvað“, tautaði hann. Allt í einu hvessti hann á okkur augun og sagði: „Hver vann, hver drap mest — hver er kóngur?“ Þegar hvorugur anzaði, sögðu einhverjir úr hópnum: „Villi drap þrjátíu og eina og Elli drap þrjátíu og eina líka“. „Þá hefur hvorugur unnið“, sagði pakkhúsmaður, „hvorugur“. Hann þagnaði, hratt okkur snögglega saman — „nema þið sláizt um verðlaunin, hvæsti hann. Það var eins og varpað hefði verið sprengju. Sviðið, sem áður hafði verið einkennilega hrær- ingarlaust, umhverfðist í einni svipan og tók á sig óvænta mynd. Tvær litlar verur veltust um í ofsalegum fangbrögðum, byltust, engdust og lömdust. Ég vissi ekki hvar ég var, hver ég var, — blóðið niðaði þungt, og ég var í blóðinu, barðist við lífið fyrir lífi mínu, við risavaxinn andstæðing, einhvers staðar, einhvern tíma. Þetta var stuttur en æðisgenginn bardagi. Allt í einu féll ég á bakið og fann sársaukann fara um risavaxinn líkama minn. Fyrst sá ég tvær bláar stjörnur, og síðan augu Villa, sem horfðu á mig biðjandi, full sársauka og ótta. Ljóst hár hans var atað blóði og skít. Við gengum þegjandi hlið við hlið af vígvellinum og heim í Tombóluhúsið, heyrðum pakkhúsmanninn kalla á eftir okkur, síðan þungt fótatak í fjarska. Faðir Villa setti klemmu á enni mitt, móðir hans þvoði okkur, og loksins fylgdi Villi mér heim. „Ég kem á morgun“, hvíslaði hann og þrýsti hönd mína. „Ég ,bíð“, sagði ég. Eftir þetta kom hvorugur okkar á lóð vörugeymsluhússins. Það var eins og allt væri þar dautt fyrir okkur og við biðum þess eins að dag einn, þegar við vöknuðum og röltum út í birt- una, væri þetta gamla bákn horfið af grunni. Pakkhúsmann sá- um við sjaldan eftir þetta. Við forðuðumst hann og sama virtist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.