Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 8

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 8
EFNISYFIRLIT Ar breytinga Nýbyrjað ár er sannkallað ár breytinga hjá sveitarfélögum landsins. Margrædd stað- greiðsla beinna skatta er hafin og þar með í höfn áratuga baráttumál sveitar- stjórnarmanna, sem hafa bent á það mikla vandamál, er eftirágreiðsla útsvara hefur skapað sveitarfélögum í mikilli verðbólgu eða þegar miklar sveiflur hafa orðið í launa- þróun landsmanna. Eftir þessa breytingu verða tekjur sveitarfélaga verðtryggðar að mestu, sem gjör- breytir stöðu þeirra fjárhagslega frá því sem var. Ákvörðun félagsmálaráðherra um innheimtuhluta útsvars í staðgreiðslu, 6,7%, hefur að vísu komið illa við mörg sveitar- félög, og teljum við hér mjög teflt á tæpasta vað, hvað varðar tekjur þessa árs. Þrátt fyrir nokkuð góða innheimtu sveitarsjóða á síðasta ári, er ljóst, eins og áður hefur verið bent á, að sveitarfélög verða mjög misvel búin undir þá breytingu, sem nú hefuröðlazt gildi. Alþingi er nú að fjalla um frumvarp til laga um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, og þykja mörgum sveitarstjórnarmönnum þar mörg orð falla, sem lýsa ótrúlega lítilli þekkingu á hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga. Verkaskiptingarmál hafa verið á dagskrá ríkisstjórna og sveitarstjórna síðustu tvo áratugi, og finnst nú flestum tími athafna upp runninn. í aðalatriðum eru aðilar sam- mála um þau verkefni, sem færast skulu, þótt ýmsir hópar telji hagsínum betur borgið miðað við óbreytt ástand, eins og upphlaup tónlistarskólamanna sýnir. Þessi fyrri áfangi verkefnatilfærslu er nokkur prófsteinn á þessa framkvæmd alla. Ríkið valdi í þennan áfanga verkefni, sem öll færast til sveitarfélaga, og hefur það valdið nokkurri tortryggni ýmissa sveitarstjórnarmanna. Miklar breytingar eru í vændum á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, væntan- lega í þeim dúr, sem tillögur fjárhagsnefndar stefndu að. Þessar breytingar á jöfn- unarsjóði verða að fylgja síðari áfanga verkaskipta, þar sem sjóðurinn gegnir veiga- miklu hlutverki í þeirri tilfærslu, sem framundan er, og í þeirri jöfnun á stöðu sveitar- félaga, sem að er stefnt. Nú verður samhliða hafizt handa um endurskoðun laga um tekjustofna jöfnunar- sjóðs með það að markmiði að tryggja tekjur hans til frambúðar. Bent hefur verið á, að í stað hlutdeildar í skatttekjum ríkissjóðs væri réttara að binda sjóðinn hundr- aðshluta af heildartekjum ríkissjóðs, og er það leið, sem sveitarstjórnarmenn gætu vel sætt sig við. Á þessu ári má búast við mjög auknu samstarfi sveitarfélaga um ný og aukin verk- efni, sem í sumum tilfellum mun leiða til samruna þeirra, þar sem það þykir fýsilegur kostur. Sigurgeir Sigurðsson. 2 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.