Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 16
KYNNING SVEITARFÉLAGA Hjörtur Pórariasson, framkvæmdastjóri: Reykhólar- ad fomu höfuöból- nú héraösmíöstöö ,,Á frægum Reykjahólum er fegurst vestan lands á firðinum eyjanna skrúðgrœna krans...” M. Joch. Sjálfsagt og eðlilegt er að taka undir þessar ljóðlínur Matthíasar, þegar tekin er saman frá- sögn af Reykhólum síðustu áratugina. Mjög víðsýnt er frá Reykhólum. Fjallahringurinn vest- ur frá Snæfellsjökli suður um Skarðsströndina, austur til Gilsfjarðar og áfram norður og vestur nesin allt til Stálfjalls og Stigahlíða blasir við. Framundan liggja eyjarnar á firðinum. Höfuðból frá fornu fari Frá öndverðri íslands byggð hefur aðstaða, landkostir og atburðir á Reykhólum vakið athygli, en ávallt hefur jörðin haft ýmsa yfir- burði frá náttúrunnar hendi. Árið 1016 situr þar Þorgils Arason, þegar Grettir beiddist vistar. ,,Á Reykjahólum löngum bjó rausn og gleði stór þar rekkur sat, er sparði hvorki mat né bjór...” M. Joch. Einni öld síðar situr þar Ingimundur prestur Einarsson, sonarsonarsonur hans. Hélt prestur þar fræga brúðkaupsveizlu um Ólafsmessu 1119. ,,...Á Reykjahólum váru svá góðir landkostir í þenna tíma, at þar váru aldri ófrœvir akr- arnir. En þat var jafnan vani, at þar var nýtl mjöl haft til beinabótar ok ágœtis at þeiri veizlu,...”. Atburðir Sturlungaaldar snertu sögu Reykja- hóla. Tumi Sighvatsson yngri var veginn við kirkjugarðinn þar árið 1244 og er „sagður liggja þar” undir ákveðnum steini. Guðmundur ríki Arason, hinn stórláti og ófyrirleitni höfðingi, mátti þola eignaupptöku og brottrekstur af jörðinni árið 1446. Bróðir hans og mágar voru þar að verki. Búsmali hans var ekkert smáræði. Nautgripir, sauðfé, hross og svín töldu 950 hausa. Um þessa bújörð orti Eiríkur Sveinsson eftir- farandi: ,,Söl, hrognkelsi, krœklingur, hvönn, egg, reyr, dúnn, melur, kál, ber, lundi, kolviður, kofa, rjúpa, selur. ” Á síðari árum hafa fáir kunnað betur að hagnýta sér þessi miklu hlunnindi en stórbónd- inn Bjarni Þórðarson, sem bjó á Reykhólum árin 1869 til 1899. Hann reisti einnig 1873 — ’74 mjög reisulegan bæ með burstasniði úr timbri og þykkum torfveggjum. Einnig reisti hann mikil peningshús og heyhlöður við þau. í bæjarímu 1893 telur Júlíus Sigurðsson upp bústofn Bjarna: Greinarhöfundur, Hjörtur Þórarinsson, við stein Tuma Sighvatssonar á Reykhólum. 10 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.