Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 17
KYNNING SVEITARFÉLAGA Gamli Reykhólabærinn, sem Bjami Þóröarson reisti á árunum 1873 - 1874. Þar munu hafa veríð allt að fjörutíu manns í heimili á stundum, og þótti bærínn til fyrirmyndar um stærð og rausn. Hann stóð fram yfir 1950. ,,Sex hundruð af sauðkindum sett er á hjá karlinum fimmtán gripir fjósi í flestir munu trúa því fimmtán hross með folöldum og fimmtíu manns í húsunum.” Hákon Magnússon, tengdasonur Bjarna, bjó á Reykhólum 1899 til 1920. Vel hefur hann haldið í horfinu með búskapinn, því árið 1919 segir Júlíus Sigurðsson: ,.Rœktaðir eru Reykhólar með rausn og prýði ég segi fyrir seinni lýði í sannkölluðu heimsins stríði.” Árið 1920 verða eigendaskipti á Reykhólum. Eggert Jónsson frá Nautabúi í Skagafirði kaupir jörðina af börnum Bjarna Þórðarsonar. Kunn- ugir sögðu mér, að hlunnindavísa Reykhóla hefði heillað þennan mikla hugsjóna- og at- hafnamann. Á Reykhólum sá hann fyrir sér mikla möguleika fyrir alhliða stórbýli, en m.a. vildi hann hefja hrossaræktina til vegs. Vegna hrapandi verðlags í útgerð varð Eggert að láta kaupin ganga til baka árið eftir. Ráðskona Eggerts var Steinunn Hjálmarsdóttir, en hún átti síðar eftir að koma við sögu Reykhóla. Hún og seinni maður hennar, Tómas Sigurgeirsson, fengu ábúð á hálflendu Reykhóla árið 1939 og hafa haldið heimili og ábúð þar síðan, en hann lézt á síðastliðnu ári. Á árunum 1920 til 1939 hnignaði staðnum. Kom þar margt til; afgjald jarðarinnar var mjög hátt, tíð ábúendaskipti og krepputímar. Upp- bygging varð þó á einu sviði. Árið 1929 var læknisbústaður reistur. Var það fyrsta stein- húsið á Reykhólum. Mannvirki frá eldri tíma eru nánast engin. Enn er til brunnur, sem var brunnhús, er heitir Runkahúsabrunnur. Austur- garðabrunnur er nú horfinn. En einhvern af Reykhólabrunnum vígði Guðmundur biskup Arason. ,,Par vígði hann brunn, þann er þeir migu í síðan til háðs við hann. En þó batnaði eigi að síðr en áðr við þat vatn.” Grettislaug hefur þó haldizt fram á þennan dag, reyndar vatnslaus vegna jarðhitaborunar í grennd, en mannvirki enn vel merkjanleg. Gömul naust og uppsátur fyrir báta eru á nokkr- um stöðum, m.a. í Hvalhausshólma, þar sem Grettir og fóstbræðurnir Þormóður og Þorgeir lentu með nautið. Hefur það væntanlega verið notað í jólasteik þeirra Reykjahólamanna árið 1016. Góð heimaslátrun á þeim bæ. Það var í þessari sjóferð, sem hin fleygu orð Grettis féllu: ,,Eigi skal skutrinn eftir liggja, ef allvel er róit í fyrirrúminu. ” Ríkissjóður kaupir Reykhóla Hinn 13. maí 1939 verða mikil kaflaskipti í sögu Reykhóla. Þá kaupir ríkissjóður íslands jarðirnar Reykhóla ásamt Börmum og Stagley í Flateyjarhreppi með öllum húsum og mann- virkjum, svo og landréttindum öllum, sem eignunum fylgja, ásamt kúgildum, er voru 144 ær, allt fyrir 46.000 kr. Meðal heimamanna var mikill áhugi fyrir SVEITARSTJÓRNARMÁL 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.