Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 28

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 28
SAMTALIÐ ,,Fyrst vindrellur, svo dísilrafstöð, en sam- veiturafmagn kom aldrei. “ Jón Finnbogson, til hægri, á tali viö ritstjórann, er fyrstu drög voru lögð að samtalinu. Ljósmyndina tók Vigfús Sigurgeirsson 24. júní 1978. vegurinn á árinu 1957 og fram að Múla árið 1958. Nokkru seinna var jeppavegur ruddur að Kvígindisfirði og út á Bæjarnes. Aðrir vegir hafa ekki verið ruddir þarna.” — Kom rafmagn í sveitina? „Fyrst voru settar upp vindrellur á hverjum bæ milli 1940 og 1950. Svo kom dísilrafstöð á fyrsta bæinn 1958 og fljótlega eftir það á hvern bæ. Þær voru dýrar í viðhaldi og rekstri. Sam- veiturafmagn kom aldrei.” — Hvert var að sækja læknishjálp? ,,Það var til Flateyjar. Þar var læknir fram yfir 1960. Síðan var iæknis vitjað að Reykhólum og loks til Patreksfjarðar.” Næstsíðasta hreppsnefnd Múlahrepps 1978 - 1982. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Einar Óskarsson, Firði, Jón Finnbogason og Skúli Kristjánsson, Skálmarnes- múla. Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson. — Hvernig var barnafræðslu háttað? ,,Farkennari kenndi á bæjunum til skiptis. Fyrst man ég eftir kennara árið 1928. Var þá sami kennari í Gufudalshreppi og í Múlahreppi, og svo var oftast. Eftir að farkennsla lagðist niður, var börnum komið fyrir á bæjum í næstu sveitum, s.s. í Gufudalssveit og á Barðaströnd.” — Á hverju byggðist búskapurinn í Múlasveit? „Búskapurinn byggðist fyrst og fremst á sauðfjárrækt. í sveitinni voru allgóðar sauðfjár- jarðir margar hverjar. Túnin voru hins vegar lítil og undirlendi til ræktunar svo takmarkað, að býlin báru ekki þann bústofn, að landbúnaður gæti þróazt. Þetta gekk, meðan sjávargagnið hélzt við. Svo voru það hlunnindin á þeim jörð- Síðasta hreppsnefnd Múlahrepps 1982 - 1986. Á myndinni eru Skúli Kristjánsson, Jón Finnbogason og Kristín Þorsteinsdóttir, Firði. Ljósm. Gunnar G. Vig- fússon. 22 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.