Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 32
SAMKINING SVKlTARKKliAGA sem sérstaklega tengjast landbún- aði og landbúnaðarstörfum innan hins nýja sveitarfélags. I fyrstu land- búnaðarnefndina kýs fráfarandi hreppsnefnd Helgustaðahrepps 3 fulltrúa og bæjarstjórn 2 fulltrúa og hvor aðili varamenn fyrir sína fulltrúa. Að loknu yfirstandandi kjörtímabili kýs bæjarstjórn áfram 3 fulltrúa, en Búnaðarfélag Helgustaðahrepps 2 fulltrúa. Innan kaupstaðarins voru engar bújarðir. Með hreindýraveiðar er þannig farið, að til loka kjörtímabils 1998 skal skipta veiðileyfum milli íbúa Eskifjarðar og sveitarinnar í sö.mu hlutföllum og giltu árið 1987. Land- búnaðarnefndin úthlutar leyfunum, en eftir 1998 skal endurskoða þess- ar reglur með hliðsjón af þeirri þróun þyggðar, sem þá kann að hafa orðið í sveitarfélaginu. Loks er samkomulag um, að íbú- ar strjálbýlisins eru að svo komnu máli undanþegnir álagningu vatns- skatts og holræsagjalds og gera ekki kröfu um, að bæjarsjóður sjái um vatnsveitu og holræsalagnir að einstökum býlum. Á sama hátt sjá íbúar strjálbýlisins um sorphirðu án afskipta bæjarsjóðs. Á fundi viðræðunefndar um sam- eininguna 4. desember kom einnig fram, að endurskoða yrði reglugerð kaupstaðarins um búfjárhald miðað við hinar nýju aðstæður og að veg- urinn um sveitina yrði áfram þjóð- vegur, þrátt fyrir samruna sveitarfé- laganna. Hefur Vegagerð ríkisins staðfest skriflega þá skipan. Stefán Gunnarsson, fv. oddviti og áheyrnarfulltrúi í bæjarstjórninni, lét svo um mælt í samtali við Sveitar- stjómarmál, að til sameiningarinnar hafi verið gengið af heilum hug af beggja hálfu og að ánægja væri með þá skipan sérmála strjálbýlisins sem felst í samkomulaginu, sem hér hefur verið lýst. Að ýmsu leyti mætti búast við, að íbúarnir nytu betri þjónustu en áður. Að því er snerti snjómokstur hefði veginum út í sveitina verið betur haldið opnum það sem af er árinu, þrátt fyrir mikla Viðræðunefnd um sameiningu hreppanna við innanvert (safjarðar- djúp, svonefndra Inndjúpshreppa, var sett á stofn í byrjun þessa kjör- tímabils, haustið 1986. Er hún skip- uð tveimur fulltrúum hvers hrepps. Inndjúpshrepparnir eru fjórir, og var íbúatala þeirra hinn 1. desember sl. eins og hér segir: Ögurhreppur ................ 43 íb. Reykjarfjarðarhreppur ...... 63 íb. Nauteyrarhreppur ........... 63 íb. Snæfjallahreppur ........... 20 íb. Bæjarstjóm Eskifjarðar og fjórir af fimm hreppsnefndarmönnum Helgu- staðahrepps. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jón Ingi Einarsson, Hjalti Sigurðsson, Hrafnkell A. Jónsson, Skúli Sigurðsson, Guðmundur Þ. Svavarsson, Gísli Benediktsson, Þórhallur Þorvalds- son, bæjarfulltrúar, og Bjami Stefánsson, bæjarstjóri, Stefán Gunnarsson, fv. odd- viti og nú áheymarfulltrúi I bæjarstjóm, Sjöfn Gunnarsdóttir, Sæmundur Jónsson og Magnús Guðnason. Fimmti maður í hreppsnefnd Helgustaðahrepps, Sigur- línus Gunnarsson, komst ekki á fundinn vegna samgönguerfiðleika. Ljósmyndina tók Vilberg Guðnason, Ijósmyndari á Eski- firði. snjóa. í Helgustaðahreppi er nú búið á sjö býlum. Um það bil 20 km eru frá því býlinu, Bjargi, sem lengst á að sækja í þéttbýlið á Eskifirði. Fyrsti fundur í bæjarstjórn hins sameinaða sveitarfélags hefur nú verið haldinn. Var þá tekin meðfylgj- andi Ijósmynd af bæjarstjórninni og af fjórum af fimm hreppsnefndar- mönnum Helgustaðahrepps, en sá fimmti var veðurtepptur í Neskaup- stað og komst ekki til fundarins. Áður en fundurinn hófst, bauð bæjarstjórn fráfarandi hreppsnefnd Helgustaðahrepps til kaffidrykkju. Nefndin hefur unnið að athugun á sameiningu hreppanna, og hafa full- trúar hennar m.a. átt viðræður við starfsmenn Byggðastofnunar í Reykjavík um nokkur atriði. Engilbert Ingvarsson á Tyrðilmýri, oddviti Snæfjallahrepps, er formað- ur nefndarinnar. Hann kvað í samtali fyrirhugað af hálfu nefndarinnar að láta fram fara í aprílmánuði at- kvæðagreiðslu meðal íbúanna um sameiningu hréppanna. A Ikvæðfigre i ðs la í Djúphreppum í apríl? 26 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.