Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 37

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 37
FRÆÐSLUMÁL Myndin er tekin við upphaf sérkennslunámsins á Hallormsstað í maí sl. Ljósm. Vikublaðið Austri. Örvar Þór um. Tryggja verðurgæði þess, þótt fyrirkomulag þreytist og námstími lengist. Það er kjarni málsins. Við viljum ekkert annars flokks nám. Hér á Austurlandi fer nú fram fram- haldsnám 15 grunnskólakennara í sérkennslu í anda þeirrar stefnu, sem hér hefur verið lýst. Námið tekur tvö ár, en jafngildir eins vetrar námi við Kennaraháskóla (slands. Hér er um að ræða vel undirbúna samvinnu K.H.t. og fræðsluskrif- stofu Austurlands með samþykki og heimild menntamálaráðuneytis- ins. Skólinn ber faglega ábyrgð á náminu; sérkennslufulltrúi fræðslu- skrifstofunnar er forstöðumaður þess og sér um framkvæmd. Áhugi og þátttaka kennara í þessu námi staðfesta þörfina á því. Svo er örugglega í fjölmörgum öðrum námsgreinum. Ef þessi tilraun tekst vel, sem allt þendir til, er augljóst mál, að halda ber áfram á sömu braut. Ég hef orðað það svo, að hér sé um raunhæfa byggðastefnu að ræða í menntamálum. Tilraun gerð til þess að brúa bilið milli þéttbýlis og dreifbýlis og auka þannig stolt og viröingu þeirra, sem úti á lands- byggðinni starfa við allt önnur og erfiðari skilyrði en gerist í þéttbýli. ( þessum málum þurfa yfirvöld að marka ákveðna stefnu. Stórefla þarf Kennaraháskólann og gera honum kleift að sinna þessu starfi í beinni samvinnu við heimamenn. Það sama á við um framhaldsskólastigið og Háskóla Islands. Þessa starfsemi á að fjármagna með ákveðnum hundraðshluta af kennslukostnaði fræðsluumdæm- anna í dreifbýli á hverjum tíma. Vel mætti hugsa sér 1,5% - 2%. Áætlaður kennslukostnaður í grunnskólum á Austurlandi sam- kvæmt fjárlögum 1988 er kr. 200 millj. Það væri mikið hægt að gera á einu ári hér eystra fyrir 4 millj. króna. Ég hef komið þessum hugmynd- um á framfæri við yfirvöld og vænti þess, að hjólin fari að snúast. Ég lýk þessu greinarkorni með beinni tilvitnun í skýrslu O.E.C.D. um menntastefnu á (slandi, en þar segir á bls.7: ,,Það er enginn vafi á því, að framtíð þorpa og sveita mun að miklu leyti ráðast af þeirri menntun, sem skólar þar geta boðið, og sama má segja um land- ið sem heild, þ.e. að efnahagsleg framtíð þess mun ákvarðast af skólakerfinu. Skólakerfið verður að geta séð landinu fyrir fólki með tæknimenntun og aðra sérmennt- un og einnig fyrir hugmyndaríku fólki, sem er fljótt að laga sig að nýjum aðstæðum og kann að skipuleggja og stjórna. Framtíð (slands er jafnvel háðari skólum og menntastofnunum en gerist meðal annarra þjóða." SVEITARSTJÓRNARMÁL 31

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.