Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 39
HÚSNÆÐISMÁL Dvalarheimilið Sólvellir á Eyrarbakka. er tveggja hæða steinsteypt hús, byggt árið 1946. Á efri hæðinni var íbúð læknisins og síðar hjúkrunar- fræðings, en á neðri hæð lækna- móttaka. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið gerði það að skil- yrði, að húsnæðismál hjúkrunar- fræðings yrðu leyst, áður en það gæfi út leyfi til þess að breyta húsinu og jafnframt, að læknamóttökunni yrði fundinn framtíðarstaður. Hvort tveggja leystist farsællega, og var ný læknamóttaka eða heilsugæzlustöð tekin í notkun á síðastliðnu sumri. Læknar koma þrisvar í viku frá Sel- fossi, og hjúkrunarfræðingur er starfandi við stöðina. Sinnir hann heimaþjónustu við aldraða og ung- barnaeftirliti á Eyrarbakka og á Stokkseyri og er læknunum til aðstoðar, þegar þeir hafa viðtals- tíma. Þegar á árinu 1986 var hafizt handa við endurbætur á gamla hér- aðslæknisbústaðnum, og var húsið klætt og einangrað að utan, byggð- ur við það garðskáli, og innandyra voru reistir nýir milliveggir o. fl. Að öðru leyti heldur húsið nokkurn veg- inn upprunalegri gerð sinni. Kostn- aður við breytingar og lagfæringar, heimilistæki og þess háttar var áætl- aður í október á verðlagi þá um 5 milljónir króna, og voru þær fjár- magnaðar nær eingöngu með gjafa- fé og vinnuframlögum og framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Framkvæmdum lauk síðan í október sl., og hinn 1. nóvember 1987 var dvalarheimilið svo vígt við hátíðlega athöfn að viðstöddu miklu fjölmenni. Á dvalarheimilinu, sem ber nafnið Sólvellir, er rými fyrir 11 vistmenn í þremur tveggja manna og fimm eins manns herbergjum, og eru vistmenn þegar orðnir 9. Starfsmenn eru sex, þar af tveir í hálfu starfi. Dvalarheimil- iö er rekið sem sjálfseignarstofnun. Dvalarheimilið Sólvellir bætir úr brýnni þörf á þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu, en fram að þessu hafa þeir, sem þurft hafa á dvalar- heimilisvist að halda, að leita út fyrir byggðarlagið eftir slíku. Þá hefur það ekki síður gildi, að þessu heimili var komið. á fót fyrir frumkvæði, atorku og samstöðu íbúanna í sveitarfélaginu. Það er hætt við því, að ef beðið hefði verið eftir því, að fjárvana hreppssjóður réðist í framkvæmdir sem þessar. hefði biðin orðið löng. Sigríður Gunnarsdóttir i herbergi sínu á Sólvöllum. Magnús Karel Hannesson, oddviti, tók myndimar með greininni. SVEITARSTJÓRNARMÁL 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.