Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 42
ÝMISLEGT
Gjaldið varhuga við
erlendum
viðskiptavígorðum
og vörumerkjum
Dómsmálaráöherra, Jón Sigurðs-
son, hefur ritaö borgarráöi Reykja-
víkur bréf og óskaö liðsinnis þess til
þess aö íslenzk tunga veröi eigi und-
ir í höfuðborg landsins fyrir vöru-
merkjum og viðskiptavígorðum á
erlendum tungumálum.
Jafnframt hefur ráðherrann farið
þess á leit við samþandið, að það
beini því til annarra sveitarstjórna, að
þær íhugi, hvað unnt sé að gera til
þess að sporna gegn því, að erlend
vörumerki og viðskiptavígorð ein-
kenni byggðir landsins. Ráðherrann
hefur beint því til skrásetjara fyrir-
tækja, að þeir geri það, sem í þeirra
valdi stendur, til þess að lagaákvæði
um þetta efni verði eigi brotin. ,,Til
viðbótar leyfi ég mér“, segir í bréfi
ráðherra til sambandsins, ,,að
hreyfa þeirri hugmynd, að bygging-
aryfirvöld beiti ákvæðum byggingar-
reglugerðar þannig, að ekki sé leyfð
uppsetning auglýsingaskilta á er-
lendum málum utanhúss á fyrirtækj-
um, nema hinu íslenzka heiti fyrir-
tækis, vöru eða þjónustu, sem á
boðstólum er, sé gert jafnhátt undir
höfði."
Loks segir í bréfi dómsmálaráð-
herra til sambandsins:
„Alþekkt er áminningin, sem Stef-
án Gunnlaugsson, bæjarfógeti, lét
lögregluþjóna kalla upp með
bumþuslætti á götum Reykjavíkur í
febrúarmánuði 1848: „(slenzktunga
á bezt við í íslenzkum kaupstað,
hvað allir athugi."
Þessi áminning á enn við um allar
byggðir landsins, og von mín er, að
við getum sameinazt um að hlýða
henni."
Á fundi hinn 18. desember sam-
þykkti stjórn sambandsins að taka
undir þessi tilmæli dómsmálaráð-
herra og að koma erindinu á fram-
færi við sveitarstjómir.
UMFERÐARMÁL
Umferðarnefnd lögboðin
fráf.marz
Frá 1. marz í ár er sveitarfélögum í
kaupstöðum og kauptúnahreppum
skylt að skipa umferðarnefnd, en
ekki aðeins heimilt, eins og fyrir gild-
istöku nýju umferðariaganna 1.
marz. f öðrum sveitarfélögum er það
á valdi hreppsnefndar, hvort hún kýs
sérstaka umferðarnefnd. (116. gr.
laganna segir, að umferðarnefnd geti
verið sameiginleg fyrir fleiri en eitt
sveitarfélag. I sömu grein segir einn-
ig, að sveitarstjórnum beri að fræða
almenning um umferðarmál, eftir því
sem staðhættir gefa efni til, svo og
þær sérreglur, sem gilda á hverjum
stað. í sömu lagagrein er gert ráð
fyrir, að sveitarstjórn setji nánari regl-
ur um skipun og starfssvið umferð-
arnefnda. Á skrifstofu sambandsins
og hjá Umferðarráði er fáanleg fyrir-
mynd að slíkri samþykkt.
Þjóðarátak í umferðaröryggi
I tilefni af gildistöku nýrra umferð-
arlaga samþykkti Alþingi hinn 18.
marz 1987 þingsályktun um þjóðar-
átak í umferðaröryggi. Umferðarráð,
bifreiðatryggingafélögin og þingkjör-
in nefnd, þjóðarátaksnefnd, beita
sér sameiginlega fyrir því, að lands-
menn noti þetta tilefni til þess að
auka öryggi í umferðinni. Má gera
ráð fyrir, að umferðarnefnd hvers
þéttbýlissveitarfélags komi saman til
fundar á þessum tímamótum og
aðgæti sérstaklega, hvort unnt sé
með einhverjum hætti að bæta
öryggi vegfarenda, t.d. að því er
snertir umferðarmerki eða aðrar
aðstæður s.s. í nágrenni skóla eða
dvalarheimili aldraðra. Sveitarfélögin
láta ekki sitt eftir liggja í því þjóðar-
átaki, sem nú verður stofnað til.
Sarnafi!
VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI
Á ÞÖK - Á ÞAKSVALIR
ÁBYRGÐ Á EFNI OG VINNU
- varanleg lausn
UNNIÐ ALLT ÁRIÐ - SUMAR SEM VETUR
FAGTÚN HF. BRAUTARHOLTI8, REYKJAVIK, S'lMI 621370
36 SVEITARSTJÓRNARMÁL