Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 47
HEILBRIGÐISMÁL Aukna áherzlu ber að leggja á heima- hjúkrun og heimilishjálp. Á myndinni sjást tveir starfsmenn heimahjúkrun- ar í Reykjavík að störfum. Myndirnar hér aó framan i greininni tók Ljós- myndarinn - Jóhannes Long. sig utan dyra og aö setja upp sér- stakar gang- og hjólreiðabrautir í þéttbýli. Skipulagsmálum skal haga þannig, aö fólk, einkum það eldra, og þeir, sem fatlaðir eru, geti notið umhverfisins með hreyfingu og þjálfun utan dyra. Heilbrigdiseftirlit Heilbrigðiseftirlit er mikilvægur þáttur heilbrigðisþjónustunnar. Það á að tryggja hollustu híbýla og umhverfis, andrúmslofts, neyzlu- vatns, matvæla og annarra neyzlu- vara. Um þetta fjalla 11. - 17. markmió, þar sem m.a. eru sett fram markmið að minnka heilbrigð- isáhættu vegna eiturefna og hættulegra efna með markvissum aðgerðum og fækka slysum. Er lagt til, að slysavarnir verði sam- ræmdar og að í þeim tilgangi verði gerð landsáætlun um slysavarnir. Vakin er athygli á því, að slys á börnum og unglingum eru tíð hérá landi. Breytingar á heilbrigðisþjónustunni Gengið er út frá þvi, að óhjá- kvæmilegt sé, aö í framtíðinni þurfi að veita meiri fjármunum til heil- brigðisþjónustunnar, sérstaklega vegna málefna aldraðra, tannlækn- inga, geölækninga og endurhæf- ingar. Starfsliði þurfi að fjölga bæði til að sinna nýjum verkefnum, sem áætlunin gerir ráð fyrir, að tekin verði upp, svo og auknum verk- efnum á öðrum sviðum, aðallega vegna fjölgunar aldraðra. 18. markmiö er einnig, að mark- visst verði dregið úr þeim mun, sem er á möguleikum fólks til heil- brigðisþjónustu eftir búsetu. 19. markmió er að gera heil- brigðisþjónustuna persónulegri og þjálli en hún er nú, samtímis þv( að sjúklingum gefist meiri kostur en nú er að taka virkan þátt iog fylgjast betur með eigin meðferð. 20. markmió er að auka þjónustu heilsugæzlunnar, sérstaklega heilbrigðisfræðslu, og aðra heilsu- vernd, heimahjúkrun, sjúkraþjálf- un og göngudeildarstarf. Ný áætl- un verði gerð um nauðsynlega mönnun á hverri heilsugæzlustöð og þeirri mönnun fullnægt árið 1990, en þá er m.a. gert ráð fyrir tveimur fastráðnum heilsugæzlu- læknum í öllum þeim héruðum, sem nú er sinnt af einum lækni. 21. markmiö er að auka framboð sérfræðiþjónustu á stærri heilsu- gæzlustöðvum og göngudeildum sjúkrahúsa. 22. markmiö er að byggja upp endurhæfingarstarfsemi, sem jafnframt sinni fyrirbyggjandi að- gerðum í skólum og á vinnustöð- um. 23. markmiö er, að gert verði sér- stakt átak til þess að bæta tann- heilsu þjóðarinnar. Tekið er fram, að þrátt fyrir verulega fjölgun tann- lækna og stóraukinn kostnað ein- staklinga og hins opinbera er ár- angur okkar í baráttunni gegn tannskemmdum mun lakari hér á landi samanborið við nágranna- löndin. Meðal þeirra atriða, sem setteru fram undir23. markmiði, er að huga að skipulagi tannheilsu- gæzlunnar og breyta áherzlum til samræmis við það meginmarkmið að bæta tannheilsu almennings. Stefnt skal að því, að fyrir árið 1995 verði tannlækningar orðnar hluti heilsugæzlunnar og greiddar á sama háttog læknisþjónusta. 24. markmiö er að efla tengsl sér- fræðiþjónustu sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva t.d. með því, að ákveðið sjúkrahús fái umsjón með sérfræðiþjónustu á tilteknu heilsu- gæzlusvæði. Til samanburðar má benda á fyrirkomulag augnlækn- ingaferða, sem verið hefur við lýði lengi. 25. markmið er, að heilsugæzlu- SVEITARSTJÓRNARMÁL 41

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.