Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 52
HEILBRIGÐISMÁL
jafnframt því sem þróun annars rekstrarkostnaðar
var skoðuð. Upplýsinga var aflað úr ársreikningum
sjúkrahúsanna hjá daggjaldanefnd og með ítarlegum
upplýsingum frá stofnunum. Forsvarsmenn hvers
sjúkrahúss voru boðaðir á fund nefndarinnar, og
gafst þá gott tækifæri til þess að afla frekari
upplýsinga. Nefndin hélt 27 fundi og skilaði skýrslu
til ráðherra í september 1986.
Tillögur nefndarinnar byggðust einkum á
eftirfarandi:
1) fjölda stöðugilda við hvert sjúkrahús,
2) launakostnaði,
3) öðrum rekstrargjöldum,
4) sértekjum hvers sjúkrahúss.
Allt þetta tók mið af þróun síðustu 5 ára.
I tillögum nefndarinnar var ennfremur gert ráð
fyrir ákveðnum stöðufjölda við hvert sjúkrahús og
hvert álagshlutfall á laun skyldi vera, og var það
breytilegt eftir sjúkrahúsum. Ýmis sjúkrahús fengu
fjölgun á stöðum, og gerðar voru tillögur um, hver
fjöldi lækna á hverju sjúkrahúsi skyldi vera. Nefndin
kom með ýmsar ábendingar í skýrslu sinni. Par má
nefna nauðsyn þess að koma á sameiginlegu
bókhaldskerfi sjúkrahúsa og að í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu yrði efld starfsemi á sviði
fjárhags- og rekstrareftirlits. Hér eru á ferðinni
gömul baráttumál landssambandsins.
Ljóst er, að áhrif ríkisins á rekstur sjúkrahúsa
sveitarfélaga hafa aukizt verulega á undanförnum
mánuðum. Baráttan, sem áður stóð við
daggjaldanefnd, hefur nú breytzt þannig, að nú þarf
líka að fást við fjármálaráðuneytið.
Hver á að reka
sjúkrahúsin?
Á samráðsfundi ríkisstjórnar og stjórnar
Sambands íslenzkra sveitarfélaga í júní 1986 var
ákveðið að skipa tvær nefndir til þess að kanna og
gera tillögur um breytingar á sambandi ríkis og
sveitarfélaga. Önnur nefndin skyldi endurskoða
verkaskiptingu á milli þessara aðila, en hin skyldi
endurskoða fjármálaleg samskipti. í nefndinni, sem
fjallaði um breytingu á verkaskiptingu, kemur fram
það álit hennar, að samaðild ríkisins og sveitarfélaga
sé of mikil og of flókin í heilbrigðisþjónustunni.
Rekstrarfjármögnun fari fram með fjölbreytilegum
hætti, og þetta samkrull verði alltaf óhagkvæmt.
Nauðsynlegt er að mati nefndarinnar að koma á
ákveðnari og einfaldari verkaskiptingu í þessum
Sjúkrahús Suóurlands á Selfossi.
málaflokki, þannig að hvor aðili um sig stjórni og
kosti ákveðna þætti heilbrigðisþjónustunnar. Síðan
segir í þessum ábendingum, að heppilegast sé, að
ríkið sjái um þá þætti, sem hagkvæmast er að reka á
landsvísu, svo sem sjúkrahús og langlegudeildir.
Sveitarfélögin sjái á hinn bóginn um þann þátt, sem
nauðsynlegur er í byggðarlögunum, en undir það
myndi heilsugæzlan flokkast. Nefndin leggur síðan
til, að ríkissjóður annist einn byggingu og rekstur
opinberra sjúkrahúsa í landinu. Pá sjái ríkið
ennfremur um allar langlegudeildir og sjúkradeildir
fyrir aldraða. Forsjá heilsugæzlu utan sjúkrahúsa og
heimaþjónusta verði hins vegar í verkahring
sveitarfélaganna.
í hinni nefndinni, sem fjallaði um fjármálaleg
samskipti ríkis og sveitarfélaga, voru sömu skoðanir
uppi, þ. e. að ríkið byggi og reki öll opinber
sjúkrahús og hjúkrunardeildir fyrir aldraða og beri
af þeim allan kostnað. Á sama hátt leggur þessi
nefnd til, að sveitarfélögin fari með forsjá
heilsugæzlu utan sjúkrahúsa og greiði stofnkostnað
og rekstur hennar.
Þessar tillögur kalla á miklar breytingar á
samstarfi ríkis og sveitarfélaga í heilbrigðismálum.
Ef þær ná fram að ganga og ríkið yfirtekur allar
byggingar og rekstur sjúkrastofnana, þarf að breyta
ákvæðum heilbrigðislaga. Þar sem um væri að ræða
samvinnu um sjúkrahús og heilsugæzlu, yrðu ríki og
sveitarfélag að gera með sér sérstakan
samvinnusamning. Þá leiðir þetta af sér miklar
breytingar á starfsmannahaldi. Landssamband
sjúkrahúsa hefur lengi bent á það, að ef ríkið tekur
alfarið yfir sjúkrahúsrekstur, muni miðstýring frá
Reykjavík vera allsráðandi og áhrif heimamanna á
þróun sjúkrahúsmála í byggðarlagi þeirra þverra.
Hafa ýmsir látið sér detta í hug, hvort verið sé að
46 SVEITARSTJÓRNARMÁL