Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 67

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 67
FJÁRMÁL Enn batnar árangur Innheimtustofnunar Innheimtustofnun sveitarfélaga innheimti á árinu 1987 476 milljónir króna í bamsmeðlög- um, og hækkaði sú fjárhæð um 41 % frá árinu á undan, er innheimtan nam 337,5 millj. króna. Innheimtan svarar til 8444 meðlaga eða 709 fleiri en árið á undan, er innheimtan svaraði til 7735 ársmeðlaga. Hvert meðlag hækkaði um 29,2% milli áranna. Árangurinn í innheimtunni er því mun betri en árið á undan og batinn meiri en svarar til verðlagsbreytinga. Kemur það sveitarsjóðunum til góða í hærra framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, því sjóðurinn greiðir Tryggingastofnun ríkisins þá fjárhæð, sem ekki tekst að innheimta af bamsmeðlögum. Árangurinn á sér m.a. rætur í því, að sögn Áma Guðjónssonar, forstjóra Innheimtustofn- unarinnar, að nú hefur skilað sér ávinningurinn af tölvuvæðingu stofnunarinnar í ársbyrjun 1986 og að árið 1987 varfyrsta heila árið, sem dráttarvextir voru reiknaðir af vangreiddum meðlögum, en þeir voru teknir upp 1. júlí 1986. „Annars hefur innheimtan ávallt farið batnandi frá ári til árs, og vona ég eindregið, að svo verði áfram og að sífellt meira skili sér af meðlögun- um.“ Sem dæmi um umsvif Innheimtustofnunar nefnd Ámi, að til jafnaðar innheimtust 1,9 millj. króna á dag og 39,7 millj. kr. á mánuði. Gjald fyrir gerlarannsóknir Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið heíur hinn 31. desember sl. sett gjaldskrá fyrir veitta þjónustu á rannsóknarstofu Hollustuvemdar ríkisins. Samkvæmt henni ber að greiða 600 krónur fyrir hvert sýni, sem rannsakað er vegna geriarannsókna fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Gjald þetta, sem gildir frá byrjun þessa árs, hafði verið 500 krónur frá ársbyrjun 1985. Gjaldheimta tekin til starfa á Suðurnesjum Gjaldheimta Suðumesja var stofnuð 2. des- ember sl. sem sameignarfyrirtæki ríkissjóðs og sjö sveitarfélaganna á Suðumesjum, eins og sagt var frá í síðasta tölublaði. Hún tók til starfa 21. janúar og er til húsa að Grundarvegi 23 í Njarðvík, í sama húsi og Sparisjóðurinn í Njarðvík. Fyrst um sinn er afgreiðslan opin frá kl. 9.15 til 12.00 og milli kl. 13 og 16 alla virka daga. Símanúmer þar er 92-15055. Til að byrja með sér Gjaldheimta Suðumesja aðeins um móttöku og innheimtu á stað- greiðslu opinberra gjalda samkvæmt lögum nr. 45/1987, en mun einnig innheimta fasteigna- gjöld fyrir þau sveitarfélög, sem þess óska. Einnig er heimilt að fela gjaldheimtunni inn- heimtu annarra gjalda samkvæmt nánara sam- komulagi við stjórn hennar. Gjaldheimtustjóri hefur verið ráðinn Ásgeir Jónsson, lögfræðingur. Hann er fæddur í Njarðvík 21. janúar 1959, sonur hjónanna Sig- rúnar Helgadóttur og Jóns Ásgeirssonar, sem var sveitarstjóri í Njarðvík frá 1955 til 1974 eða í 19 ár. Ásgeir lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1978 og embættis- prófi frá lagadeild Háskóla Islands vorið 1986. Samhliða laganámi og að því loknu hefur hann starfað á tveim málflutningsstofum í Reykja- vík. Ásgeir hefur tekið þátt í félagsmálum og m.a átt sæti í stúdentaráði H.l. og í háskólaráði og í stjóm Háskólabíós. öllum landshlutum, þar sem fyrirkomulag gjald- heimtu í staðgreiðslu hefur ekki þegar verið ákveðið eða stofnuð sameiginleg gjaldheimta ríkis og sveitarfélaga, eins og á Suðurnesjum og ÍVestmannaeyjum. Hafa landshlutasamtök- in sett á stofn sérstakar nefndir til þess að vinna að málinu í anda þeirra hugmynda um skiptingu landsins í gjaldheimtuumdæmi, sem lýst var í 5. tbl. siðasta árgangs. BÆKUR OG RIT Hefur byggðastefnan brugðizt? Byggðastofnun og sambandið hafa í samstarfi gefið út rit með framsöguerind- um þeim, sem flutt voru á ráðstefnunni, sem haldin var á Selfossi 13. og 14. nóvem- ber með yfirskriftinni: Hefur byggðastefnan brugðizt? Bókin er númer 10 í flokki fræðslurita sambandsins. HEFUR BYGGÐASTEFNAN BRUGÐIZT? Vramjógue'índi flutt á ráftstofnu sem haldin var i félagsheimilmu ArsOlurn á Sdfossi 13.-1A. nove.-nber 1987 Gjaldheimta í Vestmannaeyjum Samkomulag er orðið milli fjármálaráðuneyt- isins og Vestmannaeyjabæjar um stofnun gjaldheimtu í samrekstri rikisins og bæjarins. Verið er að breyta svokölluðu HB-húsi í stjóm- sýsluhús, og tekur gjaldheimtan til starfa þar, þegar húsnæðið verður tilbúið, að því er Am- aldur Bjamason, bæjarstjóri, skýrði Sveitar- stjómarmálum frá í samtali. Gjaldheimtur í undirbúningi í öllum landshlutum Verið er að undirbúa stofnun gjaldheimta í w Samband islenzkra sveitarlélagB [ bókinni eru 12 framsöguerindi og að auki fjögur erindi um markmið nýrrar byggðastefnu, sem flutt voru að loknum hinum eiginlegu framsöguerindum. Að auki eru birtar nokkrar ræður, sem aðrir þátttak- endur fluttu. Bókin er 10 arkir að stærð eða 160 blað- síður. Hún fæst bæði hjá Byggðastofnun og á skrifstofu sambandsins og kostar 400 krónur hvert eintak. SVEITARSTUÓRNARMÁL 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.