Milli mála - 01.01.2010, Page 54
örmagnaðist í sunnanstormi sem blés í fangið með „hríð og heiftar
frosti“ þegar hann átti drjúgan spotta eftir frá Sandy Bar yfir ísilagt
vatnið, að gimli.11 Hann „hné niður af þreytu“, bað bæn sem móðir
hans hafði kennt honum á barnsaldri og „virtist [hafa] sofnað“ en
hrökk svo upp til meðvitundar við að heyra kallað: „Sjáðu ljósið!“
Hann reis á fætur en þar sem buxurnar voru frosnar í eina stífa
íshellu þá braut hann klakann með krepptum hnefunum til að geta
gengið, sá að rofað hafði til og hraðaði sér í átt að luktarljósi sem
brá fyrir framundan honum eitt augnablik en það leiddi hann rétta
leið í húsaskjól.
Lífsbjörg Hálfdáns er sannarlega kraftaverk en áleitnustu þætt-
irnir í frásögn hans eru samt óbifandi og æðrulaus trú hans á
guðlegan verndarmátt og jafnóbifandi ást hans á konu sinni. Þegar
vinur hans á Sandy Bar taldi það vera „óvit“ að halda áfram til
gimli svaraði Hálfdán: „Kvað eg það mundi satt vera, en trú mín
væri sú, að drottinn gæfi mér þrek til að yfirvinna alla örðugleika,
og lítið væri það harðara á mér en fyrir elsku konuna mína heima,
að hirða gripi okkar og hita upp húsið og sjá um börnin“.12 Hálfdán
felur sálu sína í guðs hendur með bæn áður en hann sofnar, bæði
úti á ísnum og fyrir svefninn þegar í hús kemur, og því liggur bein -
ast við að álykta að Hálfdán hafi verið bænheyrður. En í lok frá-
sagnar verða mörkin milli guðs og eiginkonunnar aftur á móti
nokkuð óljós. Hann segir:
að endurkalla í huga minn, hve glaður ég varð, þegar ég úti
á Winnipeg-vatni sá ljósið á landi, sem lýsti mér til manna
bygða er mér ávalt kært. Þó er mér enn kærara að endurkalla
í hugann, hvað vel konan mín fagnaði mér, þegar ég kom
heim. Kærleiksljós hennar hefir á okkar samverutíma lýst
sálu minni og mun lýsa til æviloka.13
Hálfdán kemst lífs af með því að reiða sig ekki einungis á sjálfan
sig – eða alfarið á guð og lukkuna, og ekki aðeins á heilbrigða
skynsemi – eða eðlisávísun eina saman; hann treystir á bland
ÞýðIng, SKöPun, aðLögun?
54
11 Sama rit, bls. 42.
12 Sama rit, bls. 42.
13 Sama rit, bls. 43.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 54