Milli mála - 01.01.2010, Blaðsíða 182
kunnáttu sína.9 Í sömu heimildum kemur fram almenn ánægja
meðal kennara og nemenda með aukna enskunotkun í námi og
kennslu. Þegar viðmælendur eru hins vegar spurðir frekar kemur í
ljós að vinnuálag eykst, nemendur taka síður þátt í umræðum og
margir, bæði nemendur og kennarar, leggja mikla vinnu í að þýða,
glósa, gúggla og vinna með enska textann til að skilja námsefnið
eða koma því til skila til nemenda.10
nokkuð er til af rannsóknum á framhaldsnámi þar sem kennt
er á ensku og fjölda meistara- og doktorsverkefna sem rituð eru á
ensku utan enskumælandi landa. Við höldum okkur hér við
norðurlöndin en ljóst er að frjó umræða er um þetta efni víðar t.d.
í austurlöndum fjær. norska fræðikonan Brock-utne11 hélt því
fram í skrifum sínum fyrir um áratug að aukin þrýstingur að ofan
gerði það að verkum að háskólakennarar legðu sig fram við að
skrifa á ensku sem skýrðist m.a. af því að mun meiri fjárhagsleg-
ur ágóði er falinn í því en að skrifa á móðurmálinu. Hún segir að
fyrir 1992 hafi allir prófessorar við Óslóarháskóla verið á sömu
kjörum. Eftir að nýtt bónuskerfi var sett á laggirnar sem m.a.
byggist á því að mest er greitt fyrir útgáfu á ensku hefur kerfið
nálgast ameríska kerfið „publish or perish“ (‘gefa út eða gefast
upp’)12. Ljösland13 styður þessi viðhorf Brock-utne og bætir við
að hvatakerfi sem innleitt var í norskum háskólum 2004 ýti undir
enn frekari þróun í þessa átt. Sama gildir um matskerfi opinberra
EnSKan Og FrÆðaSKrIFIn
182
9 glenn. O. Hellekjær, ,,The acid Test. Does upper Secondary EFL Instruction Effectively
Prepare norwegian Students for the reading of English Textbooks at Colleges and
universities?“, Doctoral Thesis, Faculty of arts, university of Oslo, 2005; anne Sofie
Jakobsen, „Ellers er det lige ud af landevejen“, En interviewunders øgelse af ti undervise-
res holdninger til og erfaringer med engelsksproget undervisning ved det biovidenskabelige
fakultet, Ku Københavns studier i tosprogethed, Studier i parallelsproglighed, Ku Huma -
n istiske fakultet, 2010.
10 robert Wilkinson, „The impact of language on teaching content: Views from the content
teacher“, Bi And Multilingual Universities – Challenges and Future Prospects Conference,
Helsinki, 2. september 2005. Hægt er að nálgast fyrirlesturinn á http://www.palmenia.
helsinki.fi/congress/bilingual2005/presentations/wilkinson.pdf [sótt 1. nóvember 2010];
glenn. O. Hellekjær, ,,The acid Test“; anne Sofie Jakobsen, „Ellers er det lige ud af lande-
vejen“; Hafdís Ingvarsdóttir og Birna arnbjörnsdóttir, „Coping with English at Tertiary
Level: Instructors’ Views“; Birna arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, „Coping with
English at university: Students’ Beliefs“.
11 Birgit Brock-utne, ,,The growth of English for academic communication in the nordic
countries“, bls. 221–233.
12 Sama rit, bls. 231.
13 ragnhild Ljösland, ,,English in norwegian academia: a step towards diglossia?“.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:39 PM Page 182