Milli mála - 01.01.2010, Síða 74
Hann hafði eitt andartak gleymt því að ég var stelpa og þar
með utanveltu í augum skóladrengja. Hann gekk til mín, tók
um hönd mína og leiddi mig að miðjum hópnum, lét drengina
hliðra til fyrir mér og setti mig fyrir miðju, beint fyrir framan
ljósmyndarann. Svo fer hann á sinn stað, ábyrgðarfullur og at -
hugull kennari. Og ég, tróni þarna, ólíkindaleg drottning með al
verðandi stríðsmanna. Tróni, án þess að vita það … allt er
fallið í ljúfa löð og kennarinn sáttur; hann reigir sig og stend-
ur við hlið þeirra sem hann kennir. Hann stillir sér upp fyrir
hina – allt þorpið … Hann stillir sér upp, hreykinn af piltunum
fjörutíu sem hann menntar og líka hreykinn af elsta barni sínu,
stúlku, sem hann hefur sett inn í miðjan hópinn.6
Eins og sjá má á ljósmyndinni situr assia fyrir miðju, hallar sér
aðeins fram, svolítið óttaslegin. Hún skynjar að hún vekur furðu;
svona á ekki að gera, að setja stúlku inn í hóp fjörutíu drengja, sem
þar að auki eru eldri en hún sjálf. Þessi mynd óvæntrar tilfærslu er
fyrirboði um stöðu hennar síðar sem rithöfundar á mörkum tveggja
menningarheima. Þetta er portrett hins óviðurkvæmilega eða jafn-
vel portrett bókmenntanna sjálfra (sem eru í ákveðnum skilningi
óviðurkvæmilegar).7 Þau átök sem greina má á ljósmyndinni endur -
speglast í bókmenntaverkum Djebar.
TunguMÁL úTLEgðar – uM SKrIF aLSÍrSKa rITHöFunDarInS aSSIu DJEBar
74
6 „[…] mon père a fait asseoir dehors, devant la porte, tous ses élèves : les petits d’âge ou de
taille moindres devant, assis sur deux rangs, les plus grands derrière debout. […] Il s’est ensui-
te placé sur le côté : tous sont prêts pour le déclic. Et moi ? Je devais attendre, docile et silen-
cieuse, un peu plus loin, sur le côté. C’était la première fois : personne ne m’avait expliqué le
protocole de la photo de la classe. Soudain… Soudain quelle impulsion a entraîné mon père ?
Il m’a regardée, il m’a vue seule, dans l’attente, intimidée à mon habitude. Que lui a-t-il pris ?
une brusque tendresse ? un sentiment d’injustice vague de me voir seule, écartée de ces
enfants, comme exclue ? Il a oublié une seconde que j’étais une fille, donc pour ses élèves gar-
çons quelqu’un à part… Il est venue me chercher, il m’a prise par la main ; il a fait reculer les
garçons du premier rang et il m’a fait asseoir au centre, face au photographe… Il a repris, sur
le côté, sa place de maître vigilant. Et moi alors, comme trônant, reine inattendue parmi ces
futurs guerriers! Trônant et ne le sachant pas. Tout va bien maintenant, juste avant le déclic,
pour le maître : il redresse sa haute taille, il attend près de ceux qu’il instruit. Il pose pour les
autres – tout le village, y compris la petite société coloniale qu’il nargue par sa fierté et ses
revendications égalitaires. Il pose, fier à la fois de ses quarante garçon qu’il éduque, et pas seu-
lement dans leur apprentissage du français, et fier aussi de son enfant aînée – c’est une fille,
et puis après, il l’a placée ainsi au milieu.“ Sama rit, bls. 270–271. Eigin þýðing.
7 Eins og Mireille Calle-grüber bendir á í bók sinni um assiu Djebar með tilvísun í Maurice
Blanchot sem segir einu tilhlýðilegu tjáskiptin eiga sér stað innan „ótilhlýðilegra bókmennta“
(„la seule communication qui désormais convienne et qui passe par l’inconvenance litté-
raire“), Assia Djebar ou la résistance de l’écriture. Regards d’un écrivain d’Algérie, París:
Maisonneuve et Larose, 2001, bls. 16–17.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 74