Milli mála - 01.01.2010, Page 72
assia Djebar er einn þeirra frönskumælandi rithöfunda sem
skrifa út frá staðsetningu sinni á mörkum menningarsvæða. Djebar,
sem fæddist í sjávarbænum Cherchell í alsír árið 1936, er einn
helsti núlifandi rithöfundur norður-afríku. Hún lærði sagnfræði í
París og árið 1962 fékk hún stöðu við háskólann í alsír og var
fyrsti alsírbúinn sem kenndi við sagnfræðideildina þar. Árið 1966
flutti hún aftur til Parísar, en átta árum síðar sneri hún til baka til
móðurlandsins, þar sem hún kenndi franskar bókmenntir og kvik-
myndafræði við háskólann í alsír. Hún hefur starfað sem háskóla -
prófessor í alsír, Frakklandi og síðast Bandaríkjunum. assia Djebar
hefur gefið út skáldsögur, smásögur, leikrit, þýðingar, fræði rit og
að auki hefur hún gert tvær kvikmyndir.
Í þessari grein verður fjallað um tilraunir Djebar til að glíma í
skáldverkum sínum við „ómöguleika“ þess að skrifa á frönsku og
jafnframt ómöguleika þess að skrifa ekki á frönsku. Hún þarf að
glíma við tungumálið, eigin bakgrunn og sjálfa sig. Hún þarf að sigla
milli skers og báru. Sú krafa var gerð til hennar líkt og margra ann-
arra alsírskra höfunda að hún legði frönskuna til hliðar í skrifum
sínum ásamt franskri menningu og gengist alfarið við alsírskri arf-
leifð, sem felst ekki síst í því að skrifa á arabísku. Djebar velur hins
vegar þriðju leiðina milli öfganna sem felast í samruna við franska
bókmenntahefð og upphafningu á hinu staðbundna, hinu uppruna-
lega. Hér verða greindar birtingarmyndir þessa mótsagnakennda tví-
togs og áhrifa sem einkenna skáldverk Djebar og frásagnarstíl henn-
ar. Í því samhengi þarf að beina sjónum að hugtakinu „þýðing“ í
skrifum og verkum hennar. Hún semur á frönsku, en ritar arabískt
eða berbískt hljómfall inn í tungumálið. Segja má að hún „tvítyngi“
frönskuna, (yfir)færi framandi sögu, reynslu og raddir yfir á frönsku.
2. Konan inni í myndinni
Ljósmyndin er af drengjabekk í þorpinu Mouzaïaville í alsír: Fyrir
miðju er assia Djebar, eina stúlkan meðal 40 drengja. Það hafði
aldrei staðið til að assia, eða Fatma eins og hún hét áður en hún tók
upp skáldanafn, gengi menntaveginn, ekki frekar en aðrar músl -
ímskar stúlkur. Hún átti því láni að fagna að faðir hennar, kennar-
inn, tók hana með sér í vinnuna, í franska skólann, þar sem þau
TunguMÁL úTLEgðar – uM SKrIF aLSÍrSKa rITHöFunDarInS aSSIu DJEBar
72
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 72