Milli mála - 01.01.2010, Blaðsíða 151
sveiflur séu milli ára,32 en meðaltalið er 62,7 bækur eins og áður
hefur komið fram.
athyglisvert er að þegar tímabilið 2000 til 2010 er skoðað í
heild sinni er samanlagður fjöldi bóka úr þremur flokkum nokkurn
veginn jafnstór. Þar er um að ræða öll frumsamin íslensk skáldverk
á tímabilinu, öll þýdd skáldverk sem getið er í Bókatíðindum og
loks rauðu seríuna. Í þessu samhengi má líka benda á að árið 2010
voru þýddar samtals 77 bækur úr sænsku og ensku (Sandemo og
rauða serían) sem flokkaðar eru sem afþreying og sjaldnast sýnd
mikil virðing. En útgáfan þrífst og því virðist markaður vera drjúg-
ur fyrir skáldskap af þessu tagi.
Þegar litið er til áranna 2000 til 2010 var árlegt meðaltal skáld-
verka þýddra úr norðurlandamálum 11,7. Fjöldinn sveiflaðist frá sjö
og upp í sextán en árið 2010 voru þau 24, sem er 35% allra þýddra
skáldverka það árið. Lægst var hlutfallið 13% árið 2008, en þá voru
þýddar 11 bækur. Hér eru talin þau skáldverk sem getið er í
Bókatíðindum hvers árs en hver titill er aðeins talinn einu sinni, þ.e.
endurútgáfur í kilju eru undanskildar.33 Til að athuga þróun yfir
lengri tíma var ákveðið að skoða skáldverk þýdd úr norðurlanda-
málum síðustu fimmtíu ár, 1960 til 2010, með því að taka stikkpruf-
ur fimmta hvert ár. Á þessu tímabili hefur fjöldi þýddra skáldverka
úr norðurlandamálum verið æði sveiflukenndur, hann er lægstur árin
1960 og 1975, aðeins fjögur verk hvort ár. Árið 1980 nær fjöldinn
20, en sveiflast frá 10 til 16 eftir það fram til 2010, en þá er metfjölda
náð, 24 verk. Séu hins vegar bókaflokkar34 teknir með breytast töl-
urnar frá 1980 og 1985 í 27, 1990 í 19 og 2010 í 41, líkt og sýnt er á
mynd 5 og í töflu 4. að meðaltali komu út 12,7 titlar á hverju þess-
ara ára, eða einum fleiri en að meðaltali 2000 til 2010.
rannsóknin yfir þetta fimmtíu ára tímabil, leiðir í ljós að fjöldi
þýddra bóka úr norðurlandamálum sveiflast frá 4 og upp í 24
árlega. Þar er ekki hægt að greina hreina þróun. Hlutur fagurbók-
mennta35 í þýðingum úr norðurlandamálum sveiflast frá einni bók
og upp í tólf, að meðaltali 5,4 bækur á ári. Hlutfallið er lægst árið
ÞÓrHILDur ODDSDÓTTIr
151
32 Fjöldi þýddra skáldverka sveiflast frá 36 til 85, sbr. töflu 2, bls. 135.
33 Eins og áður er getið eru bækur eftir Margit Sandemo ekki með í þessari tölu.
34 Bækur úr bókaflokknum um Morgan Kane 1980 og 1990 annars vegar og bækur Margit
Sandemo frá 2010 hins vegar, alls 27 titlar.
35 Enn sem fyrr er hugtakið „fagurbókmenntir“ skilgreint eftir efnistökum sbr. bls. 142.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 151