Milli mála - 01.01.2010, Blaðsíða 112
„undan straumi“. Eins og sjá má hefur komið út þó nokkuð af
þýðingum smásagnameistara álfunnar, þá Quiroga, rulfo, Borges
og Cortázar, þótt enn megi bæta um betur.
Við gerð yfirlitsgreina sem þessarar lenda sumir textar í „vafa-
flokki“. Þetta á við bókina Eva Luna segir frá eftir Isabel allende
sem kom út 1990; hana mætti flokka sem smásagnasafn þótt hún sé
í raun framhald af skáldsögunni Eva Luna í smásagnaformi. Sama
á við um einhverja texta nóbelskáldsins Octavios Paz frá Mexíkó,
þeir gætu talist smásögur og jafnvel örsögur þótt sumir kynnu að
nefna þá prósaljóð. Þar er átt við texta á borð við „Vöndur af
bláum“ sem Sigfús Bjartmarsson þýddi árið 1987 í Tening. Sama
„saga“ birtist síðar í úrvalssafninu Allra átta, sem kom út 1993 í
þýðingu Sigfúsar Bjartmarssonar og Jóns Thoroddsen, en nú undir
heitinu „Blá í vönd“. að uppistöðu er Allra átta ljóðasafn en þar
eru einnig textar í ætt við prósatexta svo sem „Skáldið að störfum“
og „Sambúð mín við ölduna“.49
Fyrsti áratugur 21. aldar virðist heldur daufur en árið 2001 birt-
ust þýðingar Erlu Erlendsdóttur á nokkrum smásögum og örsögum.
Þær voru þáttur í kynningu á bókmenntum frá Kúbu og hétu:
„afkomandi ringulreiðarinnar“, „Á gönguför um alameda“,
„Maður og maðkur“ og „Sá útvaldi“ eftir Pedro Juan gutiérrez,
Vladimir Bermúdez garcía, rafael de Águila Borges og Enrique
del risco. Þetta voru allt ungir höfundar, fæddir 1950–1967. Sama
ár birtist „Ljósið er eins og vatnið“ í Jóni á Bægisá eftir garcía
Márquez í þýðingu Stefáns Sigurkarlssonar. Á síðari hluta áratug-
arins fjölgar þýðingum og nýir höfundar eru kynntir, meðal annars
Eduardo galeano, Ángeles Mastretta, ana María Matute, rodrigo
rey rosa, ana María Shua, rosario Sanmiguel og Luis Humberto
Crosthwaite, allt höfundar smásagna eða örsagna.50 Sögurnar voru
birtar í Tímariti Máls og menningar, Skírni, Stínu, Ritinu og víðar.
Einnig komu út tvö smásagnasöfn. Hið fyrra, Svo fagurgrænar og
frjósamar. Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveld-
inu, er yfirlitsrit smásagnagerðar hinna þriggja spænskumælandi
graFIð úr gLEYMSKu
112
49 Þar sem Allra átta er ljóðasafn eru þessir prósatextar ekki taldir með í smásagnalistanum
sem fylgir greininni.
50 auk galeanos og Shua má nefna höfunda þýddra örsagna, s.s. Vicente Huidobro, nellie
Campobello, angélica gorodischer, rené avilés Fabila, Ednodio Quintero, Ethel Krauze,
Diego Muñoz Valenzuela, Triunfo arciniegas og armando José Sequera.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 112