Milli mála - 01.01.2010, Page 138
í árslok 2010 orðinn 1.351.12 Bækurnar skiptast í fimm flokka: ást-
arsögur, örlagasögur, ást og afbrot, sjúkrahússögur og tímarit mán -
aðarins.13 Mánaðarlega kemur út ein bók í hverjum flokki, allar
þýddar úr ensku. alls eru þetta 60 titlar á ári og slagar sú tala hátt í
meðalfjölda frumsaminna skáldverka á íslensku annars vegar og
þýddra skáldverka ár hvert hins vegar. Meðalfjöldi íslenskra skáld-
verka útgefinna 2000 til 2010 er 66 titlar á ári. Meðalfjöldi þýddra
skáldverka sama tímabils er 62,7, samkvæmt Bókatíðindum.
Mynd 1: Fjöldi frumsaminna skáldverka á íslensku borinn saman við
fjölda þýddra skáldverka alls og fjölda skáldrita þýddra úr norðurlanda-
málum fyrir árin 2000 til 2010.
Heimild: Þessar tölur eru unnar upp úr upplýsingum í Bókatíðindum, www.bokautgafa.is
[sótt 2. desember 2010]. Til samanburðar er hér einnig sýndur fjöldi þeirra titla sem
hafa komið út af rauðu seríunni, www.raudaserian.is [sótt 30.desember 2010].
Mynd 1 sýnir heildarfjölda skáldrita sem voru samin á íslensku og
útgefin á ellefu ára tímabili, 2000 til 2010 samkvæmt því sem fram
kemur í Bókatíðindum sömu ára, þýddra skáldverka á íslensku árin
2000 til 2010 og heildarfjölda skáldverka sem þýdd voru úr norður-
landamálum, þar með taldar bækur þýddar úr finnsku og færeysku.
Tafla 2 sýnir til viðbótar hvert hlutfall norðurlandabóka er af heildar -
ÞýðIngar úr nOrðurLanDaMÁLuM
138
12 Tölurnar eru unnar úr upplýsingum í gegni, www.gegnir.is [sótt 11. desember 2010]. gegnir
hefur verið notaður til að afla upplýsinga um verk, útgáfuár, fjölda og fleira þess háttar og
á það við í öllum tilfellum þar sem vísað er til Bókatíðinda sem heimildar.
13 „rauða serían“, Ásútgáfan, reykjavík, www.rauðaserian.is [sótt 30. desember 2010].
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 138