Helgafell - 01.12.1955, Page 13

Helgafell - 01.12.1955, Page 13
MAGNÚS ÁSGEIRSSON II Hann hlustar rótt á hjartarímsins hörpuspil, — en varpar ortu ljóðunum í logans hyl. Og Magnús Asgeirsson varð aldrei maður „hinna virku daga“. Af ráðnum hug samdi hann sig snemma að ýmsum þeim háctum, sem oft eru vænlegir til þroskunar gagnrýninni, en eru síður til þess fallnir að örva sköpunargleð- ina. AS sama skapi varð honum og æði tamt að leita uppi skoplegar hliðar á bjástri mannanna, og því hætti honum til að líta smáum augum margt það, „sem lifað er fyrir og barizt á móti“. Þau samfélagslegu áhugamál, sem hann þrátt fyrir það eignaðist um dagana, áttu alla jafna upptök sín í ríkum geðs- munum og heitu tilfinningalífi, en þegar til framkvæmdanna kom sinnti hann einatt meira um aðferðir en tilgang. Vettvangur dagsins varð honum aldrei eiginlegt athafnasvæði, en hann gat hins vegar orðið skarpskyggni hans og hárbeittri dómgreind skemmtilegur leikvangur. Skáldskapurinn einn var hon- um raunveruleg ævi-ástríða, og þessari ástríðu leitaði hann svölunar með því að enduryrkja mörg af fegurstu ljóðum þeirra öndvegisskálda, lífs og liðinna, sem hann hafði kosið sér til sálufélags. Sú viðureign varð honum tvennskonar ávinningur Hún krafði hann allrar þeirrar skáldlegu skynjunar, orðgnóttar og snilli, sem honum var eðlisbundin lífsnauðsyn, en unni honum um leið þess munaðar að dylja sjálfan sig með þeim hætti, sem honum var geðfelldastur. IV I síðasta skiptið sem Magnús hringdi til mín, örfáum dögum fyrir andlát sitt, var erindi hans að ræða við mig um eitt orð í þýðingu sinni á Þing- vallakvæði Nordahls Griegs, sem birt er á öðrum stað í þessu hefti. Það leyndi sér ekki að þetta eina orð, sem var þó víðs fjarri því að hafa nokkru megin- hlutverki að gegna, hafði lengi verið honum þrálátt umhugsunarefni. Eg get þessa einungis sem dæmis um þann undanbragðalausa aga, sem Magnúsi var tamt að beita sjálfan sig þegar til bókmenntastarfanna kom, og raunar hlutu afköst hans að verða furðuleg ráðgáta hverjum þeim manni, sem þekkti hin fágætu vinnubrögð hans til nokkurrar hlítar. Þýdd ljóð komu út í sex bindum á árunum 1928—1941 og þýðingasafnið Meðan sprengjurnar falla árið 1945. Eru þá enn ótaldar nokkrar ljóðaþýðingar, sem seinna eru til komnar, sérprentaðir ljóðaflokkar og þýðingar í óbundnu máli. Alls munu ljóðaþýðingar Magnúsar nema nær hálfu fjórða hundraði, og er þó sú tala ein til minnstrar frásagnar um þann auð skáldlegrar snilli, sem hann hefur goldið þjóð sinni og tungu. Hann hefur kynnt löndum sínum fleiri erlenda öndvegishöfunda en nokkur maður annar, og í meðferð hans eru ekki fá af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.