Helgafell - 01.12.1955, Page 60

Helgafell - 01.12.1955, Page 60
58 HELGAFELL andi hrynjandi, sem stuðlar, höfuðstafir og hendingar prýddu með ljóðlistina. Hvort myndi láta sætar í eyrum og skilja eftir listrænni spor í sálinni: Ræsir lét af roðnum hausi Rínar sól á marfjöll skína. eða: Konungurinn lét roða gullsins skína af höfði skipsins á öldur hafsins? En í kunnáttu kveðskapar liggur ein hætta falin, og sú hætta situr reyndar fyrir mönnum í öllum bókmenntum. Hún er sú, að menn hafi skáldskapinn svo á hraðbergi, að þeir fari að láta hann hugsa fyrir sig, í stað þess að nota hann sem hjálparmeðal til að hugsa lengra upp á eigin spýtur. Islendingar eru veikir fyrir þeirri hrösun, einkum þegar þeir vilja taka sig vel út, að afgreiða íhugsunarefni með orðskviðum eða frösum, sem þeir hafa lært af bók. Og manni finnst það stundum beinlínis óhugnanlegt, hvílíkum dúmvittíheðum þeir beita fyrir sig á þessum augnablikum hinnar glæsilegu frammistöðu. Þetta er að láta aðra hugsa fyrir sig. Það er að drepa vísi til sjálfstæðrar hugsunar í sjálfum sér. Það er að hefta andlegan vöxt sinn. Deilan um það, hvort kalla megi óstuðlaðan skáldskap ljóð, er þræta um orð og þó öllu fremur misskilning á orði. Ostuðlaðan skáldskap má vel kalla ljóð, þó að ekki hafi svo verið gert í upphafi tímanna. Hliðstæðar útfærslur í merk- ingum orða eru algengar í málinu og ein af aðferðum tungunnar til að spara orku: meiking orðs er rýmkuð, staðinn fyrir að búa til nýtt orð. Við köllum f jölkynngi galdur, þó að ekki sé hún framin með gali, það er söng, eins og tíðk- aðist í forneskju, og við látum orðið meira að segja tákna athafnir, sem gerðar eru af mikilli leikni eða óskiljanlegri bragðvísi. Við segjum á vorum dögum, að skip sigli, og siglingar eru daglegt mál, þó að skipin gangi ekki fyrir seglum. Og á íþróttamáli tala þeir um hestinn og að hlaupa yfir hestinn, þó að þar sé enginn hestur og enginn hlaupi yfir neinn reiðskjóta. Að þessu þarf ekki að eyða fleiri orðum. Tvö atriði langar mig til að drepa ennþá á, fyrr en ég slæ botninn í þenn- an bréfmiða, af því að þau hafa flækzt inn í stælurnar um stuðluð ljóð og óstuðluð. Andstæðingar stuðlaljóðanna segja, að stuðlar, höfuðstafir og jafnvel hend- ingar orki á þá eins og úreltir forngripir. Þetta má að sjálfsögðu telja sér trú um, þangað til manni fer að finnast það. Og ég dreg ekki í efa, að við getum haldið áfram að nudda í sjálfum okkur, þar til okkur fara að finnast ð og þ óþolandi fornmannarúnir, því að svo sé ekki ritið á franska né ameríska tungu, enda geri þessar menningarhræður mörgum Islendingi óleik og skömm í útlöndum, auk þess sem þær setji úreldingarblæ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.