Helgafell - 01.12.1955, Page 128

Helgafell - 01.12.1955, Page 128
126 HELGAFELL flestra kennara. Það' getur aldrei vak- ið áhuga barnanna, gleymist jafn- skjótt og gengið er frá prófborðinu og kemur því heldur aldrei að neinum „hagnýtum" notum. Það er athyglis- vert, að svonefndur „námsleiði“ virð- ist vera orðinn ólæknandi „atvinnu- sjúkdómur“ skólabarna strax í neðstu bekkjum barnaskólanna. Mundi það ekki geta bent til þess, að hér sé þörf á allróttækri stefnubreytingu? Kann ekki að vera, að það sé orðið aðkall- andi verkefni fyrir skólana að búa unglingana undir að geta notað sér sí- vaxandi tómstundir á heilbrigðan og mannbætandi hátt engu síður en hitt að fylla hugi þeirra meira og minna sundurlausum staðreyndum, t. d. úr náttúrufræði, landafræði og sögu, sem í flestum tilfellum festa engar rætur í sál nemandans og geta því ekki vak- ið áhuga hans eða orðið undirrót frek- ara sjálfsnáms og sannrar menntunar? Við Islendingar eru sagðir vera hlutfallslega meiri bókaútgefendur og bóklesendur en nokkur önnur þjóð. En hversu lengi verður það, nema skólarnir, sem í sívaxandi mæli bera ábyrgð á uppeldi æskulýðsins, snúi sér gagngert að bókmenntafræðslu með miklu markvissara hætti en ver- ið liefur, jafnvel þótt eitthvað þyrfti að draga úr þurri málfræðikennslu og kommusetningarstagli í staðinn? For- feður vorir, sem lengst héldu íslenzkri tungu lifandi og hreinni, lærðu hvorki setninga- né beygingafræði, en gátu þó myndað réttar setningar og jjekktu enga „þágufallssýki“. Þeirra skóli var lestur góðra bóka, og ef til vill er sú aðferð enn hin bezta og frjóasta til að nema íslenzkt mál, orðgnótt og tungutak. Islenzka þjóðin er talin verja ldut- fallslega meira fé til listastarfsemi en flestar ]>jóðir aðrar. Þetta íé þarf að skila arði. Þess vegna. er okkur ekki nóg að vera hlutfallslega meiri bóka- þjóð en aðrar þjóðir, heldur þurfum við líka að verða meiri myndskoð- endur og músíkhlustendur — meiri •unnendur allra fagurra lista. Einnig hér geta afskipti skólanna haft úr- slitaþýðingu. Að því er til tónlistarinnar tekur, þarf undirbúningur undir þetta að hefjast nú þegar með menntun kenn- araefna í tónlist fyrir alla meirihátt- ar skóla landsins, sem ekki hafa þeg- ar færum kennurum á að skipa í þess- ari grein. Til þessara kennara yrði að gera allt aðrar og meiri kröfur en nú eru almennt gerðar til „söngkennara“ í skólum. Tónlistarkennarinn þarf að geta kennt nótnalestur, undir- stöðuatriði í hljóðfæraleik, helzt á ýmis hljóðfæri, undirstöðuatriði tón- fræði og tónlistarsögu, hann þarf að geta skýrt nemendunum margvísleg tónverk og kynnt höfunda þeirra, og hann þarf að geta hagað kennslunni þannig að hún veki áhuga og gleði hjá nemandanum. Markmiðið á að vera, að nemandinn geti ekki aðeins notið tónlistar í sem allra ríkustum mæli, lieldur einnig iðkað hana sjálfum sér og öðrum til ánægju. Aðeins ein stofnun á Islandi getur veitt þá alhliða menntun í tónlist, sem slíkum kennara er nauðsynleg, og það er Tónlistarskólinn í Reykja- vík. I Tónlistarskólanum þarf hið allra fyrsta að setja á stofn sérstaka kennaradeild með þetta markmið fyr- ir augum, og mundi það vera liægt án teljandi aukatilkostnaðar. Milli Tón- listarskólans og Kennaraskólans þarf síðan að koma á skipulögðu samstarfi, líkt og mun eiga sér stað um mennt- un íþróttakennara. Sénnenntun sína
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.