Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Aðventa 2 28. nóvember - 5. desember AðventuperlurÞýskalands Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Aðventan er sá tími þegar borgir og bæir Þýskalands skarta sínu fegursta og ilmur frá jólaglöggi liggur í loftinu. Farið verður m.a. til tónlistarborgar Richards Wagners, Bayreuth og Nürnberg sem er með elsta jólamarkað Þýskalands, að ógleymdri miðaldaborginni Rothenburg ob der Tauber. Verð: 179.800 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus Sp ör eh f. Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir ætti ekki lengur að semja við stjórn- völd um að draga til baka skerð- ingar og aðrar aðgerðir sem bitnuðu á launafólki. ,,Látum stjórnvöld bara standa frammi fyrir sínum eigin gerðum. Við erum ekki að kaupa einhverja hluti af þeim sem við erum löngu búin að semja um.“ Fleiri þingfulltrúar töluðu á sömu nótum og Björn. ,,Við erum reiðu- búnir til átaka,“ sagði Páll Heiðar Magnússon, fulltrúi VM. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði menn standa á krossgötum í dag. Fyrir síðustu samninga hafi menn séð tækifæri í því að gera hófstillta kjarasamninga til ákveðins tíma og stuðla að stöðugleika í samfélaginu. Tekist hafi vel að ná verðbólgunni niður, sem sé 1,8% í dag. Hins vegar hafi ekki verið sátt í samfélaginu um þessa vegferð og aðrir ekki viljað fara hana, auk þess sem í ljós hafi komið að laun stjórnenda hafi hækk- að miklu meira. ,,RSÍ og okkar fé- lagsmenn munum ekki sætta okkur við þá stöðu sem upp er komin,“ sagði hann. Undirbúningur væri hafinn fyrir næstu samninga en ekki væri sjálfgefið að félög og sambönd innan ASÍ myndu fylgjast að í þess- ari vegferð sem ein heild. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, sagði ekki ljóst hvaða línur yrðu lagðar fyrir næstu samninga í vetur. ,,Eins og staðan er í dag eru allir að vinna í sínum málum, hver í sínu horni og kemur væntanlega ekki í ljós fyrr en um áramót hverjar kaupkröfurnar verða í reynd,“ sagði hann. „Langt er síðan jafn lítil sam- staða hefur verið á vinnumarkaði um launastefnu og það eru skýring- ar á því,“ bætti hann við. Við blasi að allir viðsemjendurnir hafi tekið upp aðra launastefnu í framhaldi af gerðum kjarasamningum við ASÍ fé- lögin sl. vetur. Þetta kalli á ákvarð- anir um ákveðnar leiðréttingar á milli hópa því misskipting blasi nú við. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagn- rýndi harðlega samræmdu launa- stefnuna um hófstilltar launahækk- anir sem hefði litlu sem engu skilað. Rakti hann mörg dæmi um hækk- anir forstjóra og annarra stjórnenda stórfyrirtækja og bar saman við launahækkanir launafólks í ASÍ. Þannig hefði t.d. starfsfólk á kassa hjá verslunum í eigu Haga fengið 9.750 kr. hækkun í seinustu samn- ingum en laun og bónusar sex æðstu stjórnenda Haga hafi numið 240 milljónum í fyrra. Bankastjóri Ís- landsbanka hafi hækkað um rúmar 400 þús. kr. í fyrra eða um 15% og fengið 3,6 milljónir í bónus. Hann sitji í aðalstjórn SA, sem marki kjarastefnu samtakanna. Forstjóri Bláa lónsins sé fyrrverandi varafor- maður SA og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hafi verið með rúmar 3 milljónir í mánaðarlaun 2011 en í dag sé hann kominn í 6,3 milljónir skv. tekjublaði Frjálsrar verslunar. Laun forstjóra N1 hafi hækkað um 27% og lykilstjórnenda þess um 47% í fyrra og forstjóri Eimskips um 18%. „Þetta eru allt fyrirtæki sem við eigum í gegnum okkar lífeyrissjóði,“ sagði hann. Halldóra S. Sveinsdóttir, formað- ur Bárunnar stéttarfélags, sagði fólkið á lægstu töxtunum hafa setið eftir. ,,Eftir síðustu lotu sitjum við eftir með sárt ennið og höfum ekki komið okkur saman um ákveðna leið því allir telja sig eiga rétt á leiðrétt- ingu,“ sagði hún. Verkföll sögð skella á í vetur  Heitar umræður um kjaramál á þingi ASÍ  Formaður SGS segir ekki spurningu um hvort heldur hvenær verkföll verða  Óvíst að félög og sambönd í ASÍ muni standa saman í kjaraviðræðunum hefði tekist að mynda breiða sam- stöðu um þá leið sem fara átti með gerð seinustu samninga. ,,Fram- ganga stjórnvalda og sinnuleysi við að leggja slíkri leið nauðsynlegan grunn í formi réttlátrar tekjuskipt- ingar og eflingar velferðar- og menntakerfis og krafa atvinnurek- enda um að rýra enn frekar hag launafólks með kröfu um gengisfell- ingu íslensku krónunnar segir okkur að þessir aðilar kjósa átök þegar friður er í boði,“ sagði Gylfi. Skilaboð miðstjórnar ASÍ og að- „Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að kveða niður verðbólguna, a.m.k. tímabundið, þá bendir allt til þess að sú tilraun sem gerð var með samn- ingunum í desember 2013 hafi mis- tekist. Í stað þess að uppskera eins og sáð var til, stöndum við frammi fyrir erfiðum ákvörðunum og breyttri samningsstöðu,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í setning- arræðu sinni á 41. þingi sambandsins í gær. Gylfi tók fram að ASÍ hefði alltaf verið tilbúið að finna sanngjarnar og réttlátar lausnir og til þess að leiða erfið deilumál til lykta með kjara- samningum og sátt. Samskiptin hafa færst aftur um nokkra áratugi Hann sagði að vaxandi misskipt- ing og aðför að velferðarkerfinu hefði fært samskiptin á vinnumark- aði aftur um nokkra áratugi, aftur til þess tíma þegar djúpstæður ágrein- ingur var bæði um skiptingu kök- unnar og um leiðir fram á við. „Það er alveg ljóst að í komandi kjarasamingum verður að leiðrétta kjör félagsmanna ASÍ til jafns við aðra. Það er krafa félaga okkar.“ Hann sagði að ljóst væri að ekki ildarfélaganna til ríkisstjórnarinnar vegna fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár hafi verið mjög skýr. Það skapi engan viðræðugrundvöll. Þau vinnubrögð sem nú séu viðhöfð gangi ekki. „Við ætlum ekki að fara að semja aftur um hluti sem við erum löngu búin að semja um og skilaboð okkar eru einföld. Aðförinni að kjörunum, velferðarkerfinu og- réttindum launafólks verður að linna ef einhver áhugi er á frekari sam- starfi við verkalýðshreyfinguna.“ omfr@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Ræða Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var ómyrkur í máli í ræðu sinni í gær. Segir samskiptin hafa færst aftur um nokkra áratugi  Tilraunin í desember 2013 mistókst að sögn forseta ASÍ „Hvers vegna ekki að semja um sérstakt framlag í hús- næðissjóði á vegum verkalýðs- félaganna til uppbyggingar á leigu- húsnæði fyrir félagsmenn?“ sagði Eygló Harð- ardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, í ávarpi á þingi ASÍ í gær. Eygló minnti á að verkalýðshreyfingin hefði reynsluna, „þið hafið árum sam- an rekið leigufélög í gegnum or- lofssjóðina ykkar og þekkið hvernig á að standa að þessu,“ sagði hún. Leigufélög stéttarfélaga EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Eygló Harðardóttir Morgunblaðið/Þórður Þing ASÍ Rúmlega 300 þingfulltrúar frá 51 félagi innan Alþýðusambandsins eru saman komnir á þriggja daga þingi á Hilton Nordica hótelinu. Unnið verður í málstofum í dag en á morgun fara fram kosningar og afgreiðsla ályktana. BAKSVIÐ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Miklar og hvassar umræður fóru fram um stöðu kjaramála á þingi Al- þýðusambandsins í gær. Var fund- armönnum heitt í hamsi og boðuðu ræðumenn harða kjarabaráttu í vet- ur, sérstaklega fulltrúar Starfs- greinasambandsins sem þátt tóku í umræðunum. Héldu margir sem til máls tóku því fram að tilraunin til að ná víð- tækri samstöðu við gerð seinustu samninga um samræmda launa- stefnu, hefði mistekist því samið hafi verið við aðra hópa um mun meiri launahækkanir. Þá voru launahækk- anir stjórnenda í fyrirtækjum mörg- um ofarlega í huga og þær harðlega gagnrýndar og ekki síður boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í fjár- lagafrumvarpinu. Skýlaus krafa verður gerð um krónutöluhækkanir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði að menn yrðu að læra af þessari reynslu og sagðist hann draga stór- lega í efa að menn tækju höndum saman við aðra hópa við gerð næstu kjarasamninga. Einstök landssam- bönd og félög myndu frekar vinna sjálfstætt í komandi samningum. Björn sagði að krónutöluhækkanir en ekki prósentuhækkanir yrðu ský- laus krafa félaganna í Starfsgreina- sambandinu. Aðaláhersla yrði lögð á hækkun lægstu launa. Þá léki enginn vafi á því að SGS myndi krefjast leiðréttingar fyrir sitt fólk til samræmis við þá sem sömdu um meiri hækkanir í seinustu samningalotu, sérstaklega hjá ríki og sveitarfélögunum. Björn sagði að það yrði kaldur vetur framundan á mörgum sviðum. „Ég ætla ekki að draga neitt undan. Það er ekki spurning hvort það verða verkföll í vetur til að ná þessu fram heldur hvenær,“ sagði Björn. Hann sagði að verkalýðshreyfingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.