Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 70
70 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Andrés Magnússon og Lárus M.K. Ólafs- son ríða fram á ritvöll- inn í Morgunblaðinu 13. október með grein sem ber fyrirsögnina „Til varnar íslenska gælusvíninu“. Samtök verslunar og þjónustu, sem þeir fé- lagar starfa fyrir, kærðu bann við inn- flutningi á hráu og ófrosnu kjöti til ESA í árslok 2011. Síðan þá hafa íslensk stjórnvöld svarað bréfum ESA og spurningum. Hinn 30. október 2013 sendi ESA frá sér rökstutt álit en Íslandi gafst jafnframt tækifæri til að senda frá sér enn frekari rökstuðning. Þessum rökum hafnar ESA nú með því að senda formlega tilkynningu. Mikil vinna hefur verið lögð í svör íslenskra stjórnvalda en þeir félagar nefna aðeins ein af þeim gögnum sem lögð voru fram í röksemda- færslunni. Það er áhættumat sem Steven Cobb, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, vann, til að meta áhættuna af að tilteknir dýra- sjúkdómar, sem allir eru á lista Al- þjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar, geti borist hingað til lands með hráu kjöti. Hér er um alvarlegan misskilning að ræða. Hér er það auðvitað smit- leiðin sem er til umfjöllunar. Andrés og Lárus telja að niðurstaða Cobbs þýði að áhættan af innflutningi á hráu kjöti sé eingöngu bundin við það að sjúkdómar geti borist í gælu- svín og gæluhænsni. Mörg dæmi eru um að alvarlegir sjúkdómar hafi bor- ist í búfé með geigvænlegum afleið- ingum vegna þess að dýr komust í matarleifar. Þéttbýlisbúar halda til dæmis hænsni sér til gamans í hest- húsahverfum og þeim fer fjölgandi sem halda eitt til tvö svín. Þar var líka niðurstaða Cobbs að þarna væru smitleiðir fyrir hættulega sjúkdóma úr matvælum í búfé. Það sem er um- deilt er hve mikil áhættan þarf að vera til að réttlæta áður nefndar tak- markanir gagnvart kjötinnflutningi. Mikilvægt er að hafa í huga að það eru ekki einungis viðskiptalegir hagsmunir sem hér koma til álita, margt fleira skiptir máli svo sem dýravelferð og útbreiðsla smitefna. Vottorð og skírteini eru engin trygging fyrir að þetta geti ekki gerst. Nýlegt dæmi er að finna því til sönnunar frá ESB. Hinn 10. októ- ber síðastliðinn birtist frétt í hol- lenskum fjölmiðlum um að fargað hefði verið sjö tonnum af nauta- kjöti frá Slóvakíu vegna gruns um að það bæri með sér milt- isbrand. Kjöt af sama uppruna mun einnig hafa borist til Svíþjóð- ar. Miltisbrandur hafði verið greindur í tveim- ur kúm hjá bónda sem seldi afurðir til slátur- hússins sem kjötið kom frá. Hér var semsé um að ræða þrælvottað kjöt sem var framleitt undir „ströngu eftirliti systurstofnana Matvælastofnunar í Evrópu“ svo notað sé orðrétt orðalag Andrésar Magnússonar og Lárusar M.K. Ólafssonar. Athyglinni hefur einkum verið beint að hættulegum sjúkdómum sem eru á lista OIE, Alþjóðadýra- heilbrigðisstofnunarinnar. Nokkrir þeirra geta borist með hráum dýra- afurðum og smitað dýr. Sjúkdóma- staða íslensks búfjár er samt alger- lega einstök og er þá vart ofmælt. Margra alda einangrun þess hefur haldið því frá að komast í tæri við margvísleg smitefni sem eru land- læg í öðrum löndum og sýna jafnvel ekki einkenni í búfé þar. Þetta sýndi sig vel þegar hrossapestin kom upp hér snemma árs 2010. Um var að ræða sjúkdóm sem sýndi væg eða lítil sem engin einkenni annars stað- ar en olli stórtjóni hér á landi. Versl- un með hross hrapaði og Landsmót hestamanna var fellt niður. Kostn- aður hrossaeigenda og tap vegna tapaðra viðskipta var gríðarlegt. Mörg fleiri dæmi er hægt að tína til frá fyrri tíð um alvarlegar afleið- ingar búfjársjúkdóma. Afleiðingar innflutnings á Karakúl-fé á sínum tíma eru mörgum enn í fersku minni. Fjölda sauðfjár var lógað með til- heyrandi kostnaði fyrir bændur og samfélagið. Það er ekki hægt að slá fram þeirri einföldun að íslenskt búfé muni einfaldlega aðlagast nýjum framandi smitefnum eins og búfé í öðrum löndum. Auknu smitálagi myndi einnig fylgja aukinn kostn- aður við bólusetningar þar sem þeim er við komið, auk annars kostnaðar við læknismeðferð, aukinnar vinnu bænda og afurðataps svo nokkuð sé nefnt. Heilbrigði íslensks búfjár er líka verðmæti fyrir alþjóðasamfélagið. Blóðsýni úr því eru til dæmis notuð í rannsóknarskyni víða utan Íslands þar sem það hefur einstaka eigin- leika í samanburðarrannsóknum, því miklu minna er um mótefni gegn smitefnum í því en í búfé annars staðar í heiminum. Búfjársjúkdómar eru alvarleg við- fangsefni, þeir valda dýrunum sem fyrir þeim verða þjáningum, eig- endum þeirra kvöl og fjárhagslegum byrðum og samfélaginu gríðarlegum kostnaði. Íslenskum stjórnvöldum ber að halda óhikað uppi vörnum í þessu máli. EFTA-dómstóllinn hef- ur áður komist að annarri niður- stöðu en ESA og því engin ástæða til að láta hér staðar numið. Raunveru- legir hagsmunir eru í húfi. Innflutningsbann á hráu kjöti er í þágu íslenskra hagsmuna Eftir Ernu Bjarnadóttur »Mörg dæmi eru um að alvarlegir sjúkdómar hafi borist í búfé með geigvæn- legum afleiðingum vegna þess að dýr komust í matarleifar. Erna Bjarnadóttir Höfundur er aðstoðar- framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Kærkominn spilari í Suðurnesjafélögin Sl. miðvikudag hófst þriggja kvölda hausttvímenningur þar sem tvö bestu kvöldin gilda til sigurs. Meðal þeirra sem mættu til keppni var Logi Þormóðsson sem ekki hef- ur spilað með félögunum að staðaldri undanfarin ár. Logi gerði garðinn frægan á árum áður, m.a. með sveit sem kallaði sig Bogga Steins og skók bridsheiminn á áttunda áratug síð- ustu aldar. Af spilamennskunni er það að segja að það fjölgar stöðugt og var spilað á fimm borðum. Keppnin er mjög jöfn en á toppnum tróna Grethe Íversen og Ísleifur Gíslason. Grethe spilaði lengst af við Sigríði Eyjólfsdóttir með góðum árangri en Sigríður er móðir Ísleifs. Faðir Ís- leifs, Gísli Ísleifsson, var þekktur spilari en er látinn fyrir nokkrum ár- um. Staðan í mótinu: Grethe Íversen - Ísleifur Gíslason 117 Garðar Garðarsson - Bjarki Dagsson 116 Jóhannes Sigurðss. - Svavar Jensen 115 Logi Þormóðsson - Lárus Óskarsson 112 Arnór Ragnarss. - Gunnl. Sævarsson 112 Önnur umferðin var spiluð í fé- lagsheimilinu á Mánagrund í gær- kvöldi. Bridsfélag Kópavogs Annað kvöldið af þremur í FRESCO-impakeppninni hjá Brids- félagi Kópavogs var spilað sl. fimmtudag, 17.10. Þórir Sigursteins- son og Haraldur Ingason náðu besta skori kvöldsins með 51 impa en heildarstaða efstu para er þessi: Ómar Jón Jónsson - Björn Halldórss. 78 Þórir Sigursteinss. - Haraldur Ingason 76 Eyþór Hauksson - Sigmundur/Hallgr. 47 Ómar Óskarsson - Böðvar Magnúss. 47 María Haraldsdóttir Íslands- meistari í einmenningi Frú María Haraldsdóttir Bender sigraði í Íslandsmótinu í einmenn- ingi sem fram fór um helgina. Spil- aðar voru 3 lotur og fékk María 56,1% samanlagða skor. Jafnir í 2. sæti voru Vignir Hauks- son og Vilhjálmur Sigurðsson með 55,6% skor. Sigurjón Björnsson varð í 4. sæti með 55,5% og Félag eldri borgara Reykjavík Mánudaginn 20. október var spil- aður tvímenningur á 12 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Sigurður Tómasson – Guðjón Eyjólfss. 242 Friðgerður Bened. – Kristín Guðbjd. 242 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 236 Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 234 A/V Margrét Gunnars. – Vigdís Hallgrímsd. 269 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 264 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 261 Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 246 Spilað er í Síðumúla 37. Bridsdeild Breiðfirðinga Það var spilað á ellefu borðum 19. okt. sl. í keppni sem stóð yfir í fjögur kvöld og þrjú bestu kvöldin réðu úr- slitum. Úrslit köldsins: N/S Halldór Þorvaldss. – Magnús Sverriss. 251 Árni Guðbjörnss. – Hafliði Baldursson 247 Þorgeir Ingólfsson – Rúnar Lárusson 242 A/V Sveinn Sigurjónss. – Björn Halld. 255 Unnar Guðmss. – Guðm. Sigursteinss. 255 Guðlaugur Ellertss. – Jörundur Þórðars. 243 Lokastaða í mótinu: Halldór Þorvaldsson – Magnús Sverriss. 820 Þorgeir Ingólfss. – Garðar V. Jónss. 750 Sturlaugur Eyjólfsson – Birna Lárusd. 730 Árni Guðbjörnsson – Hafliði Baldursson 721 Ingibj. Guðmundsd. – Kristín Andrews 717 Spilað er á sunnudögum kl. 19. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 14. október var spil- aður tvímenningur með þátttöku 26 para. Efstu pör í N/S - % skor: Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 56,9 Jens Karlsson - Auðunn R. Guðmss. 55,2 Jón Sigvaldason - Katarínus Jónsson 54,9 Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnss. 54,7 A/V: Anton Jónsson - Ólafur Ólafsson 64,4 Guðm. Sigursteinss. - Unnar A.Guðmss. 58,5 Kristján Þorlákss. - Óskar Ólafsson 53,5 Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 52,9 Föstudaginn 17. október var spil- aður tvímenningur með þátttöku 24 para. Efstu pör í N/S: Jón Sigvaldason - Katarínus Jónsson 61,8 Albert Þorsteinss. - Björn Árnason 56,3 Bjarni Þórarinss. - Guðlaugur Ellertss. 50,9 Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnsson 50,7 A/V: Tómas Sigurjónss. - Björn Svavarss. 64,1 Ágúst Stefánsson - Helgi Einarsson 54,9 Sigurður Tómasson - Guðjón Eyjólfsson 53,0 Ólafur Ólafsson - Anton Jónsson 53,0 Þriðjudaginn 21. október var spil- aður tvímenningur með þátttöku 26 para. Bestum árangri náðu í N/S: Ragnar Björnsson - Óskar Karlsson 63,5 Hrafnh. Skúlad. - Guðm. Jóhannsson 61,1 Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 54,3 Friðrik Jónsson - Björn Svavarsson 53,8 A/V: Guðm. Sigursteinss. - Unnar A. Guðmss.64,1 Hrólfur Guðmundsson - Axel Lárusson 60,7 Kristján Þorláksson - Óskar Ólafsson 59,3 Tómas Sigurjs - Jóhannes Guðmannss. 52,2 Bridsfélag eldri borgara í Hafnar- firði spilar á þriðjudögum og föstu- dögum og byrjar spilamennskan kl. 13. Spilað er í félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði að Flatahrauni 3. Allir spilarar eru velkomnir. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei- ríksson og hjálpar hann stökum spil- urum að mynda pör. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 5516646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga frá 10-18, lau. 11-15 Veggfóðursdagar 20%afsláttur Ég las það á netinu að danskt líf- tæknifyrirtæki ásamt belgísku lyfja- fyrirtæki hefði gert samning um að vinna bóluefni gegn ebólu. Tilraunir á dýrum hafa gefist afar vel og jafn- vel er talað um fulla vernd gegn veirunni. Gangi þetta eftir andar maður léttar. Erling. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Bóluefni Bólusetning Ebóla hefur fell þúsundir. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.