Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 54
VIÐTAL
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Allt frá því að friðarsamningarnir
voru undirritaðir í Versölum 1919
var ábyrgðinni á fyrri heimsstyrjöld
skellt á Þjóðverja og í þýskri sagn-
fræði eftir seinni heimsstyrjöld varð
sú kenning öðrum yfirsterkari og
fann sér leið inn í
kennslubækur. Í
bók Christophers
Clarks, Sleepwal-
kers eða Svefn-
genglar, er að-
dragandi fyrri
heimsstyrjaldar
skoðaður í nýju
ljósi og hefur hún
náð metsölu í
Þýskalandi.
Þýski sagnfræð-
ingurinn Christoph Cornelißen, pró-
fessor við Goethe-háskóla í Frank-
furt, segir að bók Clarks hafi verið
„smyrsl á þýska þjóðarsál“.
Cornelißen segir að hinni nýju
söguskoðun hafi verið tekið fagnandi
í Þýskalandi.
„Þetta er hápólitísk og pólitískt
gildishlaðin spurning, sem sagn-
fræðingar, áhugamenn og þeir sem
fylgjast með stjórnmálum hafa feng-
ist við í heila öld,“ segir hann. „Því
ætti ekki að koma á óvart að það eru
mörg svör við spurningunni ástæð-
urnar fyrir endurskoðun sögunnar
nú. En það eru ákveðnir lykilþættir,
sem skipta máli í umfjölluninni um
sekt, eða nánar tiltekið ábyrgð á því
að fyrri heimsstyrjöld skyldi brjót-
ast út.“
Hart deilt um sök á stríðinu
Cornelißen segir að í sagnfræð-
inni hafi útgangspunkturinn eftir
1919 verið ákvæði Versalasamning-
anna þar sem segir í grein 231 að
höfuðábyrgðin hafi verið þýska rík-
isins.
„Þetta vakti þá mikla reiði í
Weimar-lýðveldinu, sem tók við af
Habsborgarveldinu í Þýskalandi og í
framhaldi varð mjög fljótt að deilu
um sök, sem reyndar er ekki kveðið
á um í Versalasamningunum heldur
ábyrgð,“ segir hann. „Þessi sekt-
arumræða var full af tilfinningum og
gegndi einnig varnarhlutverki, sem
ætlað var að varpa efasemdum á
sektarfullyrðingar bandarmanna, og
á endanum snerist í algera afneitun,
ekki síst vegna þess að spurningin
um ábyrgðina og grein 231 var sett í
samhengi við spurninguna um
stríðsskaðabætur.“
Þessi sýn setti mark sitt á milli-
stríðsárin, valdataka nasista og
stofnun þriðja ríkisins gerði hana
enn meira afgerandi þannig að sekt-
inni var endanlega hafnað, að síð-
ustu með hervaldi, eins og Cornel-
ißen orðar það.
„Seinni heimsstyrjöldin, hinir
óheyrilegu glæpir Þjóðverja og þýð-
ing stríðsins fyrir þýskt samfélag
urðu til þess umræðan um fyrri
heimsstyrjöldina féll í fyrstu í
skuggann,“ segir hann. „Milli 1945
og 1960 beindist athyglin einkum að
brottrekstri Þjóðverja frá Austur-
og Mið-Evrópu, spurninguna um
fórnarlömb sprengjuárása í Þýska-
landi og ýmislegt annað, sem setti
slíkt mark á opinbera umræðu að
fyrri heimstyrjöld komst ekki að,“
segir hann. „Það segir sitt að í þýsku
samfélagi er ekki talað um stríðið
mikla, the Great War, heldur aðeins
um fyrri heimstyrjöld. Þarna er af-
gerandi hugtakamismunur.“
Hin þýska valdagræðgi …
15 árum eftir heimsstyrjöldina
síðari kemst umræðan um fyrri
heimsstyrjöld aftur í sviðsljósið.
„Árið 1961 kom bókin „Der Griff
nach der Weltmacht“ (Seilst til
heimsvalda) eftir Fritz Fischer út í
Þýskalandi og hafði jafn mikla þýð-
ingu og bók Clarks Cliffords nú,“
segir hann. „Fischer var sagnfræð-
ingur frá Hamburg, hann stofnaði
eigin skóla, Fischer-skólann, sem
áratugum saman breiddi út kenn-
inguna um að þýska ríkið, þýsk
stjórnmál hefðu frá 1912 markvisst
stefnt að því að hefja heimsstyrjöld í
því skyni að verða allsráðandi í Evr-
ópu. Septemberáætlunin, sem Theo-
bald von Bethmann Hollweg kansl-
ari setti fram í september 1914,
mánuðinum eftir að stríðið hófst, þar
sem kom fram áætlun um innlimun
og yfirtöku lands, var notuð til
marks um þessi áform um yfirráð.“
… sem leiddi til tveggja stríða
Þessar kenningar vöktu miklar
umræður og voru umdeildar. Í Vest-
ur-Þýskalandi fór fram umræða,
sem kennd var við Fischer og hún
varð að hluta til alþjóðleg.
„Ég tók þátt í þessu ásamt sagn-
fræðingnum Gerhard Ritter, sem
starfaði í Freiburg, barðist í fyrri
heimsstyrjöld og var Nestor vestur-
þýskra sagnfræðinga, sem rannsök-
uðu stríðin, að vinna gegn þessum
kenningum, en það bar ekki meiri
árangur en svo að kenningar Fisc-
hers fundu sér leið um allt sam-
félagið meira eða minna, alla leið inn
í kennslubækurnar og áttu umtals-
verðan þátt í að móta hugmyndir
Þjóðverja um fyrri heimsstyrjöld,“
segir hann. „Í stuttu máli: Þjóð-
verjar bera ábyrgð á því að tvær
heimsstyrjaldir brutust út og fylgdu
einnig í þeirri fyrri hugmyndafræði
um að yfirráð á meginlandi Evrópu.
Við þessa kenningu bættist að þýsk
pólitík hefði sett af stað þróun, sem
að meira eða minna leyti hefði mark-
visst frá fyrra stríði varðað leiðina
inn í þá síðari. Það væri semsagt
hægt að útskýra nasismann og land-
vinningastefnu nasista með því sem
gerðist í fyrri heimsstyrjöld.“
50 ára sagnfræðideila
Cornelißen segir að þessi kenning
Fischers hafi ekki verið einráð í öll-
um þýskum kennslubókum og
broddurinn að einhverju leyti dreg-
inn úr þeim, en hún hafi orðið alls-
ráðandi í þýsku menningarlífi um
skeið og haft mikil áhrif á um-
ræðuna bæði heima fyrir og erlend-
is. Til marks um það sé að 2010 hafi
félag sagnfræðinga í Þýskalandi
haldið ráðstefnu undir heitinu: 50
Years After the Fischer Contro-
versy.
„Það er ansi langvinn deila,“ segir
hann hlæjandi. „50 ár! Og hún hafði
mikið að segja, jafnt pólitískt sem í
sagnfræðinni og hafði merkjanleg
áhrif á sjálfsmynd og sjálfsskilning
pólitískra forustumanna.“
Umræðan á nýtt stig
Cornelißen segir að bók Chri-
stophers Clarks, Svefngenglarnir,
hafi fært umræðuna á nýtt stig, þótt
hann sé ekki sá eini, sem hafi kveikt
þessa endurskoðun á sögunni.
„Á undanförnum tíu árum hafa
komið út um tíu mikilvæg, lykilrit,
ekki bara í Þýskalandi, heldur um
allan heim, þar á meðal í Bandaríkj-
unum, þar sem ábyrgð stríðsaðil-
anna var endurskoðuð,“ segir hann.
„Þýski sagnfræðingurinn Stefan
Schmidt skrifaði bók um utanrík-
ispólitík Frakka, Sean McMeekin
tók rússnesku hliðina fyrir, Günther
Kronenbitter skrifaði bók um Aust-
urríki, Habsborgarhliðina, það eru
fjölmargar nýjar bækur og margir
voru byrjaðir að endurskoða þessa
sögu á undan honum. Spurningin er
hins vegar hvers vegna Clark takist
það sem höfundunum á undan hon-
um tókst ekki. Þar liggur margt að
baki. Í fyrsta lagi snilld hans. Hann
leggur fram alþjóðlega samanburð-
argreiningu, í staðinn fyrir að ein-
blína á eitt veldi eins og margir
hinna. Í skrifum hans er einnig meiri
breidd, en aðrir ráða yfir, þar á með-
al Fritz Fischer, sem var mjög þýsk-
ur í sinni sagnfræði með litla tungu-
málakunnáttu og þekkti eiginlega
aðeins þýsku heimildirnar. Clark er
fjöltyngdur og fór með hjálp í gegn-
um rússneskar, serbneskar og slav-
neskar heimildir og hafði þær með
til jafns við enskar, þýskar og svo
framvegis.“
Kúvending í umræðunni
Cornelißen segir að það sé einnig
kostur við bók Clarks að hann hafi
horfi ekki á atburðarásina út frá
sjónarhóli eins ríkis, hvort sem það
er þýskt, enskt eða franskt: „Hann
nýtur þess að vera Ástrali í Cam-
bridge og hefur það andlega frelsi,
sem hlýst af því að vera ekki í
ákveðnum þjóðarherbúðum. Annar
kostur þessarar bókar er að hún er
framúrskarandi greining, sem fer
langt út fyrir hreint mat á diplómat-
asögu og gerir tilraun til að leggja
mat á þróunina árin áður en stríðið
braust út með sérstkri áherslu á júl-
íkrísuna 1914 út frá nútímalegri
mynd samskipta- og tengsla sögu.
Bókin er mun meira en upptalning á
því hver skrifaði hverjum hvað og
hver hringdi í hvern og hvenær. Hún
er tilraun til að nota greiningartól á
borð við tortryggni og hvatir. Þetta
er því greining, sem vísar veginn, og
full ástæða til að lofa hana. Hún er
ein af bestu bókunum, sem komu út
2014 um fyrri heimsstyrjöld.“
Einstakar viðtökur Þjóðverja
Cornelißen segir að um leið sé
ástæða til að skoða hvers vegna bók-
in hafi gengið svona vel, sérstaklega
í þýsku samfélagi.
„Bókin kom út tveimur árum fyrr
á ensku og gekk vel, en það er ekki
hægt að líkja því við viðtökurnar í
Þýskalandi,“ segir hann. „Ýmsir
aðrir þættir, sem koma höfundinum
ekkert við, höfðu sitt að segja um
viðtökurnar í Þýskalandi. Þjóð-
félagslegir og menningarlegir þættir
gerðu Þjóðverja sérstaklega mót-
tækilega. Bók Christophers Clark
hefur nú selst að ég held í 250 þús-
und eintökum. Það er fáheyrt þegar
fræðirit af þessum toga á í hlut. Bók-
in var vikum saman ofarlega á met-
sölulistum Der Spiegel og fleiri.
Fólk, sem annars lætur sig sögu
engu eða lítið varða, keypti bókina.
Ef við viljum skýra hvers vegna bók-
in selst svona vel verðum við að
skoða þýskt samfélag betur, sam-
félag, sem 25 árum eftir lok kalda
stríðsins er undir þrýstingi að axla
meiri ábyrgð á alþjóðavettvangi,
einnig hernaðarlega, hvort sem það
er undir merkjum Atlantshafs-
bandalagsins, Sameinuðu þjóðanna
eða annarra.“
Smyrsl á þjóðarsál
Cornelißen telur að þessi krafa
um aukna pólitíska ábyrgð hafi ekki
bara áhrif á stjórnmálamenn, heldur
einnig almenning og það hafi vakið
áhuga á því hvernig staðan hafi verið
1914-1918, en sé einnig tilhneiging
til að uppgötva hluti upp á nýtt og fá
sýn flókin alþjóðasamskipti, kerfi
1914 ekki leiðarvísir að 2014
Áratugum saman voru Þjóðverjar sagðir bera sök og ábyrgð á fyrri heimsstyrjöld en nú eru
breyttir tímar Þýski sagnfræðingurinn Christoph Cornelißen fjallar um endurskoðun sögunnar
Christoph
Cornelißen
AFP
Ófriðurinn mikli Lík þýsks og fransks hermanns liggja hlið við hlið eftir
blóðugan bardaga í skotgröf á vígvöllum Evrópu árið 1916.
54 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Model One
Classic hnota
Model One
Classic hvítt/silfur
Klassísk gjöf
ÁRMÚLA 38 – SÍMI 588 5010 – www.tivoliaudio.de
Opið mánud. - föstud. 11-18 – laugardaga 12-14