Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 ✝ Inga RósaÞórðardóttir fæddist í Garða- stræti í Reykjavík 2. desember 1954. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 16. október 2014. Inga Rósa var einkabarn þeirra Þórðar Guðmunds- sonar frá Efri- Gerðum í Garði, f. í Reykjavík 26. mars 1905, d. 13. september 1983, og Ingibjargar Guðjóns- dóttur frá Hvammi í Vatnsdal, f. 25. maí 1923, d. 28. ágúst 1979. Hún giftist hinn 7. júní 1975 Guðmundi Steingrímssyni, f. í Reykjavík 7. ágúst 1952. Börn þeirra eru: 1) Berglind Rós, f. 1973, eiginmaður hennar er Markús Hermann Pétursson og eiga þau fjögur börn. 2) Sunna Björk, f. 1976, eiginmaður henn- ar er Magnús Ingi Aðalmundsson og eiga þau þrjár dætur. 3) Þórð- ur Ingi, f. 1982, í sambúð með Agnesi Gísladóttur. Uppvaxtarár sín bjó Inga Rósa með foreldrum sínum í Efri- Foldaskóla í Grafarvogi til ævi- loka. Inga Rósa var alla tíð virk í ýmsum félagsstörfum, hún var m.a. formaður Leikfélags Fljóts- dalshéraðs, tók þátt í bæjarstjórn- armálum og sat lengi í stjórn og á formannsstóli Ferðafélags Fljóts- dalshéraðs en hún hafði mikinn áhuga og yndi af útivist og nátt- úru. Hún annaðist skálavörslu í Snæfellsskála hluta úr sumri um árabil, hafði forgöngu um bygg- ingu skála Ferðafélags Fljótsdals- héraðs á Víknaslóðum og þar sinnti hún skálavörslu hluta úr sumri flest hin síðustu ár. Einnig starfaði hún við leiðsögn um land- ið flest síðustu sumur og mennt- aði sig til þeirra starfa. Síðustu ár sat hún einnig í stjórn Skógrækt- arfélags Reykjavíkur og síðast- liðið vor settist hún í stjórn Félags grunnskólakennara. Inga Rósa var höfundur þriggja kafla í bókunum Lífs- reynsla, ásamt því að hafa skrifað fjölmargar greinar í blöð og aðra miðla. Hún var höfundur bók- arinnar „Það reddast“, ævisögu Sveins Sigurbjarnarsonar sem út kom árið 2010, og loks var hún meðhöfundur bókarinnar Mál- vísir – Handbók í málfræði fyrir unglingastig, sem út kom nú á haustdögum. Útför Ingu Rósu verður frá Digraneskirkju í dag, 23. október 2014, klukkan 13. Gerðum í Garði. Hún flutti snemma til Reykjavíkur til að stunda þar nám og útskrifaðist með verslunarpróf frá Verslunarskóla Ís- lands vorið 1974. Það sumar flutti hún svo með verð- andi eiginmanni sínum og elstu dótt- ur þeirra til Egils- staða þar sem fjölskyldan bjó næstu 25 árin. Hún lauk réttindanámi til kennaraprófs í fjarnámi og starfaði sem grunn- skólakennari á Egilsstöðum til ársins 1983. Þá tók hún til starfa hjá Ferðamiðstöð Austurlands en sneri sér svo að útvarps- störfum árið 1985, fyrst sem fréttaritari og dagskrárgerðar- maður, en síðan sem deild- arstjóri Svæðisútvarps Austur- lands frá stofnun þess 1986 til ársins 1999. Það ár flutti hún til Reykjavíkur til að taka við stöðu framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands. 2002 sneri hún sér svo aftur að grunnskólakennslu og kenndi við unglingadeild í Að setjast niður og skrifa nokkur orð til minningar um Ingu Rósu er okkur erfitt. Það er ótrúlegt að hugsa sér að hún Inga Rósa frænka sé ekki lengur á meðal okkar. Hún, sem var okkur svo mikilvæg, sé ekki lengur nærtæk til skrafs og ráðagerða og að hlátur henn- ar sem var svo smitandi heyrist ekki lengur. Við Inga Rósa erum börn systkinanna Steingríms og Ingi- bjargar Guðjónsbarna sem kennd voru við Marðarnúp í Vatnsdal. Þau systkinin voru lengi vel þau einu úr stórum hópi sem bjuggu á suðvestur- horninu. Af því leiddi að sam- skipti okkar sem börn voru mik- il og náin. Aldrei féllu styggðaryrði á milli okkar. Þó að síðar á lífsleiðinni yrði langur vegur á milli okkar og við hittumst sjaldnar slitnaði aldrei strengurinn sem ofinn var frá unga aldri. Og allt er það samofið við uppruna okkar úr Vatnsdal, tengslin við sveitina og fólkið okkar þaðan. Inga Rósa sýndi snemma hvað mikið var í hana spunnið, röggsöm, framkvæmdaglöð og til í að takast á við nýja hluti og nýja heima. Hún var að öllu leyti fæddur foringi og fórst það vel úr hendi. Heimili hennar og Guðmund- ar var lengst af á Egilsstöðum, fjarri ættingjum, og þar ól hún upp börn sín og bjó þeim gott heimili og uppeldi. Eftir að þau Guðmundur fluttu suður og bjuggu sitt heimili í Hjalla- brekkunni urðu samverustund- irnar fleiri og fann maður þá hvað tengslin á milli okkar voru sterk. Upp voru fundnar stundir sem við kölluðum „sóknarnefnd- arfundi“ því nokkur af frænd- systkinum okkar bjuggu í næsta nágrenni. Var borðað saman og slegið á létta strengi, sagðar sögur, hlegið dátt og sungið saman fram eftir nóttu. Þær stundir eru okkur ógleymanleg- ar. Inga Rósa var prímus mótor í öllu sem frændfólkið gerði sam- an. Frænkuboðin og aðrar ætt- arsamkomur hefðu aldrei orðið neinar samkomur ef hennar hefði ekki notið við. Síðastliðið sumar verður okk- ur alltaf minnisstætt, ekki að- eins fyrir það að þar vorum við í síðasta sinn saman með henni í sveitinni okkar, heldur fyrir það að fá að ganga með henni yfir fjallið á milli Svínadals og Vatnsdals ómeðvituð um veik- indi hennar sem voru þá farin að gera vart við sig. Fáum vik- um síðar fengum við að vita hvert stefndi með heilsu hennar. Við vorum svo gæfusöm að fá að heimsækja hana og fylgjast með henni þær fáu vikur sem eftir voru og upplifa einstakan hetjuskap og æðruleysi sem hún sýndi undir lokin. Guðmundur, Berglind, Sunna, Þórður og fjölskyldur, missir ykkar er mikill, en þær minn- ingar sem þið eigið um Ingu Rósu sem eiginkonu, móður og einstaka manneskju munu styrkja ykkur í sorginni. Eftir erfiðan vetur kemur alltaf vor. Elsku frænka, takk fyrir allt sem þú varst okkur, samveru- stundirnar, hvatninguna og já- kvæðnina. Far þú í friði fallega sál. Eiður, Rósa Sólveig og fjölskyldur. „Maður minnstu þess að þú átt að deyja. Daginn sem þú fæddist voru allir glaðir, þú grést aleinn. Lifðu þannig að á hinstu stundu gráti allir aðrir, þú verðir sá eini sem ekki fellir tár. Þá getur þú rólegur mætt dauðanum hvenær sem hann kemur.“ (DH) Þessi orð gætu alveg hafa verið samin um hana Ingu Rósu frænku mína og vinkonu til ára- tuga svo vel eiga þau við. Við kynntumst fermingarárið okkar þegar ég fór í skóla suður í Garð. Hún tók komu minni fegins hendi, við vorum jafn- öldrur og ári á undan í námi og henni þótti ekki slæmt að fá mig í kompaníið „gáfnaljósin“. Heimili hennar stóð mér opið, mamma hennar og pabbi minn frændsystkini og föðursystir hennar og mamma mín bestu vinkonur. Inga Rósa var einkabarn, augasteinn og eftirlæti foreldra sinna. En hún lét eftirlætið ekki spilla sér, varð aldrei frek dek- urdrós, heldur heilbrigð, jarð- bundin, skynsöm, trygg og raungóð. Hún var vinaföst og vinamörg, útivistarkona, út- varpskona, leiðsögumaður, kennari, mamma, tengda- mamma, amma, eiginkona og margt fleira. Vinskapur okkar hélt alla tíð og þó að oft liði langur tími milli samfunda var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Værum enn sömu stelpuskotturnar og þær sem morsuðu milli glugga á síð- kvöldum suður í Garði, stjórn- uðu sönghópum og skemmtun- um í Gerðaskóla af miklum krafti og lærðu saman. Síðastliðin ár treystum við vinaböndin enn meir þegar við tókum þátt í að sinna trúnaðar- störfum fyrir grunnskólakenn- ara. Þá ræddum við margt sem á okkur brann, skiptumst á skoðunum, skeggræddum og veltum vöngum. Við ræddum vináttuna, hversu miklu máli skipti að virða skoðanir annarra og hella ekki úr skálum reiði sinnar yfir þá sem væru manni „óhlýðnir“. Og við vorum svo glaðar að hafa alltaf verið vin- konur. Í byrjun ágúst sagði hún mér að hún hefði greinst með ólækn- andi krabbamein. Það var óskiljanleg frétt og ég vonaði og bað að kraftaverk gerðist. Á mánudegi heimsótti ég hana upp á sjúkrahús og þar var hún svo æðrulaus. Hún sagði að framtíðin væri ekki eins og við hefðum ætlað að hafa hana, en svona væri það nú víst og við réðum engu um það. Hún hrós- aði mér og hældi, konan sem átti sjálf svo mikið hrós skilið. Á fimmtudegi var hún öll. Ég er glöð að hafa átt hana frænku mína að. Að hafa sagt henni hversu vænt mér þótti um hana og vinskapinn okkar áður en hún veiktist og dó. Núna skrifa ég ekki Ingi- björg Rósa Þórðardóttir á um- slagið utan á jólakortið til henn- ar og fólksins hennar og fæ ekki heldur umslag sem á stendur Ingibjörg Þorgerður Þorleifs- dóttir og inniheldur jólabréf. Það var þetta með nöfnin – ég mátti af því hún mátti. Ég þakka fyrir líf Ingu Rósu og finnst dapurt að henni auðn- uðust ekki fleiri ár hér á jörðu. Henni, sem var einkabarn og saknaði systkina, varð að ósk sinni þegar hún óskaði sér stórrar fjölskyldu. Með Gumma sínum hún eignaðist hún eina slíka sem hún elskaði og dáði af öllu hjarta. Ég votta Gumma, börnunum þeirra þremur, tengdabörnun- um og barnabörnunum mína dýpstu samúð. Veri hún frænka mín og vin- kona Guði falin. Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir. Sæl frænka, kunnugleg kveðja frá minni kæru frænku Ingu Rósu. Hún hefði orðið sex- tug 2. desember nk. og nægur tími til að semja ræðu. Í ræð- unni yrði farið yfir bernskuárin á æskuslóðum Ingu Rósu, en þær voru okkur svo kærar. Frá fimm ára aldri var ég oft í heim- sókn um lengri eða skemmri tíma hjá Ingibjörgu, móðursyst- ur minni, Þórði manni hennar og einkadótturinni Ingu Rósu. Við vorum samrýmdar og þrátt fyrir aldursmun lékum við okk- ur endalaust saman enda við nóg að una. Stórt hús með fullt af herbergjum og löngum gangi var uppspretta ýmissa ævintýra og niðri bjuggu færeyskar stúlkur sem unnu í frystihúsinu hjá Þórði og töluðu skrýtna ís- lensku. Inga Rósa var bráðger og ákveðið barn en það var auðvelt að fá hana til að hlæja og sjá björtu hliðarnar. Hún passaði vel upp á sitt og stundum snúið að fá afnot að öllum fínu leik- föngunum hennar. Dúkku átti hún, sem Þórður hét og var afar vinsæl. Hún harðneitaði að ég fengi að fara með hana út í sól- ina því hún gæti bráðnað. Stundum mátti ég ekki brúka hjólið hennar það gæti brotnað. Mér fannst hún undir niðri nokkuð snjöll að halda þessu fram því ég tók ekki áhættuna ef þetta væri rétt hjá henni. Við vorum alltaf fínar hjá Ingibjörgu, alla daga með slauf- ur í hárinu og í sparikjólum á sunnudögum. Mikið var lagt upp úr kurteisi og að við bærum heimilinu gott vitni. Ýmsa leið- angra fórum við í, til dæmis í Bjössabúð þar sem Auður og Björn tóku ævinlega vel á móti okkur, í berjamó á heiðinni en hröktumst gjarnan til baka það- an vegna ágangs kríunnar og herflugvéla sem flugu yfir með hávaða. Ég finn vindlalyktina, sjávarlyktina, sé græna Fiatinn og Garðskagavita sem lýsir reglulega upp gamla herbergið hennar Ingu Rósu. Að ógleymd- um plötuspilaranum glæsilega sem tók margar plötur og ein datt niður í senn. Vinsælust hjá okkur var Nora Brockstedt. Við hlógum mikið þegar hún söng Gúnnar frá Grúnd. Inga Rósa var metnaðargjörn og hafði gaman af námi frá upp- hafi skólagöngu í Gerðaskóla, því bera bréfin vitni sem hún sendi mér í sveitina. Bréf sem skrifuð eru með fallegri rithönd og vel stíluð af 7 ára barni. Þar segir hún: Ég er að læra að, lesa og skrifa og er hæst í bekknum. Frændrækni var henni í blóð borin og hún var aldrei glaðari en þegar nógu mikið var umleikis vegna gesta- gangs. Þeir mannkostir, sem Inga Rósa bjó yfir, komu fljótt í ljós. Hún var ábyrg, skipulögð, nokkuð stjórnsöm á stundum en umfram allt umhyggjusöm. Þessir eiginleikar nýttust henni vel við hin fjölbreyttu störf sem hún átti eftir að taka sér fyrir hendur. Síðasta skiptið sem við hitt- umst á heimili Ingu Rósu og Guðmundar fórum við enn einu sinni yfir margt sem verið hafði í eigu foreldra Ingu Rósu og voru svo stór partur af minn- ingum okkar frá tímanum í Garðinum. Allt var á sínum stað s.s. stóri spegillinn, skattholið og spiladósin sem færeysku stúlkurnar höfðu gefið henni í den. Hún trekkti hana upp, við hlustuðum og horfðum saman á ballettdansmeyna í gula kjóln- um. Eitt augnablik urðum við aftur fimm og átta ára. Far þú í friði, elskulega frænka. Hildur Skarphéðinsdóttir. Kæra vinkona. Mér finnst eiginlega fáránlegt að skrifa minningarorð um þig. Hver á að lesa textann minn yfir fyrst ég get ekki sent hann á þig áður en hann verður birtur opinberlega? Aldrei slíku vant skortir mig orð yfir hugsanir mínar og hvar á ég að fá hjálp ef ég get ekki spurt þig? Mér varð hugsað til baka til fyrsta ársins míns í kennslu þar sem ég leysti af fagstjórann í íslensku og skórn- ir voru alltof stórir fyrir mig að fylla. Mikið sem ég varð fegin veturinn eftir þessa eldskírn þegar fagstjórinn sneri til baka og farsælt samstarf okkar hófst. Ég mun í raun aldrei geta þakk- að nógsamlega fyrir þetta sam- starf okkar, án þess er klárt að ég væri ekki sá kennari sem ég er í dag (og bara nokkuð góður). Það væri ekki hægt að panta betri leiðsögn en þá sem ég fékk hjá þér gegnum árin. Ekki var heldur minna virði að þú varst alltaf tilbúin að hlusta á hugmyndirnar hjá ný- græðingnum og jafnvel nota sumar þeirra. Þessi ár, þessi handleiðsla, þessi reynsla, slíkt er ómetanlegt og ég á þér svo margt að þakka. Enn dýrmæt- ari er þó vináttan sem þróaðist okkar á milli. Ég gerði stundum grín að því að ég ætti nokkrar mömmur á vinnustaðnum (fyrir utan mína eigin) og slíkt er mik- ils virði, sérstaklega þegar dag- arnir eru langir og erfiðir. Með- ganga, skilnaður, ritgerðarskrif, gleði og sorg, tár og hlátur. Allt sem við deildum (og deildum um), allar minningarn- ar, gildi þess verður ekki fært í orð. Síðasti vetur tengdi okkur enn nánari böndum, yfirlestur og ábendingar við ræður og greinar í kjarabaráttunni skiptu höfuðmáli í því að ég hljómaði sæmilega gáfulega, bestu þakkir fyrir það. Alltaf hafðirðu líka lag á að koma með hrós og hjálpa mér að finna gildi mitt í starfi (og í lífinu). Í eigingirni minni velti ég því fyrir mér hvar ég finni aðra manneskju sem býður prófarkalestur upp á tíu í skipt- um fyrir rauðvín og sparka í sjálfa mig að hafa ekki lokið verkinu fyrr, næga hvatningu veittirðu. En ég treysti því að þú horfir yfir öxlina á mér með- an ég skrifa, það verður hvatn- ingin núna. „Death ends a life, not a relationship.“ Þar til við hittumst á öðrum stað mín kæra, hvíldu í friði. Hulda María. Það er ekki að ósekju að mér komi æðruleysisbænin í hug þegar ég skrifa nokkrar línur til minningar um vinkonu mína, Ingu Rósu. Hún nefndi það oft við mig að ég þyrfti að fara með þessa bæn. Henni fannst ég hafa óþarfa áhyggjur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, segir í bæninni. Er hægt að sætta sig við að kona á besta aldri falli svo fljótt fyrir þeim illvíga vágesti sem krabbamein- ið er? Tveir mánuðir eru stuttur tími til undirbúnings, en langur í þeim þrautum sem fylgja. Ég vildi geta breytt þeirri stað- reynd að hún er ekki lengur hér hjá okkur en verð eins og hún gerði, á svo aðdáunarverðan hátt, að sætta mig við orðinn hlut. Við kynntumst fyrir 40 árum þegar við Helgi, Guðmundur og hún hófum störf við Egilsstaða- skóla. Ég, Helgi og Guðmundur höfðum verið samtíða í Kenn- araskólanum og þekktumst því lítillega þaðan. Næsta aldar- fjórðunginn deildum við saman fjölbreyttu lífi við húsbyggingar, kennslustörf, barnauppeldi, gleði og sorg. Þetta var góður tími sem leið hratt. Okkur leið vel á Héraði og vissum eiginlega ekki hvers vegna þeim Ingu og Gumma datt í hug að flytja suð- ur á mölina. Aðstæður höguðu því þannig að við fluttum einnig suður tveim árum síðar. Á ár- unum fyrir austan vorum við saman í saumaklúbb með frá- bærum konum og eftir að við vorum báðar komnar á höfuð- borgarsvæðið ákváðum við að stofna sunnandeild sauma- klúbbsins með þeim konum sem höfðu búið fyrir austan, verið í klúbbnum, en voru fluttar eins og við. Inga stjórnaði þessu starfi og fljótlega var kominn hópur kvenna sem hittist reglu- lega bæði með og án maka. Til þess að halda enn frekar í sam- bandið við austankonur og Hér- aðið höfum við farið árlega í sumarferð yfir eina drjúga helgi þar sem við hittumst allar og skoðum nýja staði. Inga Rósa hefur oftar en ekki bæði verið leiðsögumaður og bílstjóri í ferðunum og staðið sig með þeirri prýði sem vænta mátti. Henni var margt til lista lagt og hefði getað haslað sér völl á mörgum sviðum. Hún var sér- staklega hæfileikarík, fékkst talsvert við ritstörf, var leið- sögumaður og starfaði lengst af sem kennari. Ekki má gleyma störfum hennar við útvarp bæði sem stjórnandi og þáttagerðar- maður. Hún átti stóran þátt í því að koma svæðisútvarpi Austur- lands á fót og heyrðist rödd hennar tengd því starfi um allt land svo eftir var tekið. En áhugamálin voru óteljandi, garðrækt, leiklist, ferðalög, lest- ur góðra bóka, uppeldismál, hannyrðir, sagnfræði og svo mætti áfram telja. Efst á listan- um var þó fjölskyldan og vinir. Fjölskyldan mín fékk sinn skerf og verður hennar skarð ekki auðveldlega fyllt. Við erum þakklát fyrir liðnar samveru- stundir og treystum því að sam- bandið við Gumma og barnahóp- urinn hans haldi áfram. Missir þeirra er mestur og hjá þeim er hugur okkar. Samúðarkveðjur frá okkur öllum. Far þú í friði kæra vinkona. Alberta (Berta) Tulinius. Elskuleg Inga Rósa. Þessi kveðja er skrifuð allt of snemma og erfitt að kyngja því að þú sért farin. En mikið er ég nú samt þakklát fyrir að hafa haft þig sem „tengdamóður“ öll þessi ár, því það er ekki alltaf sem maður dettur í lukkupottinn og eignast aukafjölskyldu með vin- um sínum. Hlýrra faðmlag fann maður ekki í kringum sig og þegar sveitastelpan ég hef verið munaðarlaus í stórborginni hafa dyrnar hjá ykkur Guðmundi alltaf verið opnar og hefur það oftar en ekki bjargað mér á erf- iðum stundum. Öll okkar samtöl um allt og ekkert, heimsóknir í Húsavíkurskála, samtöl í gegn- um talstöðvar og matarboð í Hjallabrekkunni er meðal ann- ars það sem heldur þér ljóslif- andi fyrir mér. Í hjarta mér ertu alltaf nær. Í friði far, mín hjartakær. Ég býð þér góða nótt. (Ingunn Snædal) Elsku Þórður Ingi, Guðmund- ur, Berglind, Sunna og aðrir að- standendur. Mínar innilegustu samúðarkveðjur, minning um stórkostlega konu og góða vin- konu lifir um ókomna tíð. Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir. Inga Rósa Þórðardóttir HINSTA KVEÐJA Þú, bláfjalla geimur með heið- jöklahring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Hér andar guðs blær, og hér verð ég svo frjáls, í hæðir ég berst til ljóssins strauma, æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls, unz leiðist ég í sólu fegri drauma. (Steingrímur Thorsteinsson) Vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Bless- uð sé minning frábærrar vinkonu. Fyrir hönd saumaklúbbsins 6. M, Verzló, Ragnhildur Kristín Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.