Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 37
og atvinnusögu Reykjavíkur. Þar segir einnig: Vonir bundnar við síldina „Húsið sem um ræðir er gamalt síldarverksmiðjuhús á fjórum hæð- um sem stendur á lóð númer 20 við Grandagarð. Það var byggt árið 1950 sem síldarbræðslu- og úrvinnsluhús fyrir síldarverksmiðju sameignar- félagsins Faxa sem stofnað var af Reykjavíkurbæ og hlutafélaginu Kveldúlfi árið 1948. Húsið teiknuðu arkitektarnir Sig- urður Guðmundsson og Eiríkur Ein- arsson. Það er fjórlyft með mjórri þakhæð eftir miðjuási, byggt úr járn- bentri steinsteypu og slétthúðað að utan. Í því voru upphaflega vélasalir á öllum hæðum, auk efnarannsókn- arstofu á 1. hæð og geymslurýmis á þakhæð. Síldarverksmiðja Faxa sf. var reist á þeim tíma þegar Suðurlandssíldin hafði gengið inn í Kollafjörð og Hval- fjörð og miklar vonir voru bundnar við áframhaldandi síldargöngu. Verksmiðju félagsins var valinn stað- ur á uppfyllingu nyrst við Granda- garð, sem þá þjónaði enn sem hafn- argarður sem tengdi Örfirisey við land. Verksmiðjan var hin fyrsta hér á landi þar sem beitt var þurrvinnslu sem var ný síldarvinnsluaðferð á þessum tíma og átti að koma í veg fyrir allan óþrifnað og óþef. Hluti þeirra mannvirkja sem stóðu á lóðinni hefur nú verið fjarlægður, m.a. tíu mjöltankar sem reistir voru á árunum 1976-1980 fast austan við gamla fjórlyfta verksmiðjuhúsið og nýtt verksmiðjuhús sem byggt var við vesturhlið þess árið 1996. Áberandi kennileiti Hið fjórlyfta síldarverksmiðjuhús Faxa sf. var áberandi kennileiti við Reykjavíkurhöfn á sínum tíma. Það er byggt sem sérhæft verksmiðjuhús og er gott dæmi um iðnaðar- arkitektúr frá 5. og 6. áratug 20. ald- ar. Nú þegar yngri mannvirki hafa verið fjarlægð og gerðar hafa verið gagngerar endurbætur á húsinu, þar sem gluggar hafa m.a. verið færðir í upphaflegt horf, nýtur húsið sín mun betur í umhverfi sínu og hefur öðlast aftur þann sess sem það hafði áður sem sýnilegur og mikilvægur hluti af umgjörð hafnarinnar. Einnig hafa verið gerðar endurbætur á ketilhúsi í suðvesturhorni lóðarinnar og ýmsar aðrar umhverfisbætur á lóðinni. Hönnuðir endurbóta eru ASK arkitektar. ÍAV önnuðust verkið.“ hafði haft lýsisbræðslustöð í eyj- unni sem mikinn ódaun lagði frá yfir bæinn. Geir mun fyrstur manna hafa kallað þetta „pen- ingalykt“. Margir skrifuðu um málið í blöð- in og lýstu vantrú sinni og hneykslan á því að leyft yrði að koma upp „gúanói“ á „besta stað í bænum“, rétt við bæjardyrnar. Það myndi verða „heimsmet Reykjavíkur sem höfðuborgar að eiga síldarverksmiðju við hafn- armynnið til þess að skreyta inn- siglinguna“. Megum ekki eyðileggja eyjuna með grútarbræðslum Víkverja Morgunblaðsins var þetta hjartans mál: „Við megum ekki eyðileggja eyjuna með því að setja þar upp grútarbræðslur, eða annað, sem skemmir fyrir okkur fagran blett í nágrenni bæjarins og ef til vill eitrar andrúmsloftið í bænum ofan í kaupið.“ Forráðamenn verksmiðjunnar fullyrtu hins vegar að hún myndi verða búin ýmsum nýjungum sem kæmu í veg fyrir allan óþrifnað og óþef. Þannig áttu síldarþrærnar að vera með öðru sniði en vanalega, þannig að síldinni yrði dælt upp úr bátunum í lokaða geyma og þaðan til vinnslu án þess að geymast í opnum þróm.“ í bænum“ FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Veldu þér persónuleg viðskipti hvar sem þú ert. – Veldu þér Sparisjóð. Sveindís Ósk Ólafsdóttir Sparisjóðurinn, Akureyri www.spar is jodur inn . is „Það skiptir ekki máli hvar fólk er búsett ef það vill vera í viðskiptum við Sparisjóðinn.“ Suðureyri Bolungarvík Hólmavík Sauðárkrókur Siglufjörður Kópasker Raufarhöfn Þórshöfn Akureyri Grenivík Dalvík Húsavík Laugar Mývatnssveit Neskaupsstaður Breiðdalsvík Djúpivogur Höfn Selfoss Vestmannaeyjar -fyrir þig og þína D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Stofn úthafsrækju er áfram í lægð miðað við síð- asta áratug. Í leiðangri fyrir Norður- og Norð- austurlandi var mestur þéttleiki rækju á norðaust- anverðu svæðinu. Þótt þéttleikinn hafi ekki verið mikill var aukning austast á rannsóknasvæðinu, í Bakkaflóadjúpi og Héraðsdjúpi. Aldrei hefur fengist jafnlítið af rækju vestast á svæðinu í sam- bærilegum leiðöngrum. Á öllum svæðum var vísi- talan undir langtímameðaltali. Frá því í byrjun ágúst hefur Hafrannsókna- stofnun staðið fyrir leiðöngrum með það að mark- miði að meta magn og útbreiðsla rækjustofna við landið. Annars vegar var um að ræða árlegan út- hafsrækjuleiðangur sem farið var í dagana 5.-18. ágúst og í stað rannsóknaskips var farið með rækjuskipinu Sigurborgu SH12. Hins vegar var dagana 15. september til 5. október kannað ástand rækju á grunnslóð og fóru þær rannsóknir fram á Dröfn RE 35. Minna var af smárækju fyrir Norðurlandi en ár- ið 2013, en magn hennar var þó meira en á tíma- bilinu frá 2008 til 2012. Mikið var af þorski á rækjuslóðinni, en mest var af þorski austur og norðaustur af landinu. Magn grálúðu var lítið og hefur ekki mælst minna í úthafsrækjuleiðangri frá árinu 2005. Í meðallagi í Djúpinu Á grunnslóð voru könnuð sex svæði: Arnar- fjörður, Axarfjörður, Húnaflói, Ísafjarðardjúp, Skagafjörður og Skjálfandi. Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var undir meðallagi, en lagt hefur verið til að leyfðar verði veiðar á 250 tonnum af rækju fiskveiðiárið 2014/2015. Stofnvísitala rækju í Ísa- fjarðardjúpi mældist í meðallagi og er lagt til að leyfðar verði veiðar á 750 tonnum af rækju fisk- veiðiárið 2014/2015. Rækjustofnar á öðrum svæð- um eru enn í lægð og mælir Hafrannsóknastofnun ekki með veiðum á þeim svæðum. Almennt var minna af ýsu en á síðustu árum, en magn hennar hefur minnkað nánast stöðugt frá árinu 2005. Einnig var minna eða svipað magn af þorski og í rannsókninni 2013. Töluvert meira mældist af ýsuseiðum í leiðangrinum en undanfar- in ár, segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun. Stofn úthafsrækju enn í lægð  Veiðar á innfjarðarrækju leyfðar í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.