Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Sem flugvallarstjóri á Bíldudal er Finnbjörn í turninum og leiðbeinir
flugmönnum inn til lendingar, en kemur einnig að afgreiðslu vélanna.
„Annars eru öryggismál stærstur hluti þessa starfs og að sjá til þess
að allt sé samkvæmt bókstafnum. Brautin þarf að vera í lagi svo og
slökkvibíll, björgunarbátur og fleira,“ segir Finnbjörn.
Staðfestingu á því að öryggismálin séu í góðu lagi segir Finnbjörn
hafa fengist þegar Isavia stóð fyrir flugslysaæfingu á Bíldudal á dög-
unum. Var þá safnað í köst á flugbrautinni og eldur borinn að, en for-
sendan sem menn gáfu sér þar var sú að flugvél með 19 manns um
borð hefði brotlent á vellinum. Björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lög-
regla, heilbrigðisstarfsfólk, sjálfboðaliðar Rauða krossins og fleiri
tóku þátt í æfingunni sem lukkaðist vel.
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Flugslys Margir komu að æfingunni á Bíldudal nú í byrjun mánaðar-
ins, svo sem lögregla, björgunarsveitir, slökkvilið og Rauði krossinn.
Allt var í lagi á æfingunni
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Stjórnvöld eiga ekkert val þegar
svara þarf hugmyndum um að
skerða samgöngur út á land. Allt
sem er áríðandi fáum við með flug-
inu og bregðist flugið er fólk í
byggðunum hér á sunnanverðum
Vestfjörðum í vondum málum,“ seg-
ir Finnbjörn Bjarnason, flugvall-
astjóri á Bíldudal.
Í skjóli fyrir vindáttum
Flugið hefur lengi verið rauði
þráðurinn í lífi Finnbjörns, sem er
með sólópróf einkaflugmanns og
fyrr á árunum starfaði hann á jarð-
vinnuvélum. Kom fyrir 35 árum að
gerð Bíldudalsflugvallar, sem er við
Fossfjörð og undir austanverðri
Dufandalshlíð. Það verkefni skerpti
á flugáhuganum sem alltaf var þó
til staðar. Eftir tíma sjóflugvélanna
héldu Vængir uppi reglulegu flugi
frá Reykjavík til Bíldudals, síðan
Arnarflug, þá Íslandsflug, Lands-
flug. Síðustu ár hefur Bíldudals-
flugið verið á vegum Ernis. Koma
vélar félagsins vestur sex daga vik-
unnar.
„Bíldudalsflugvöllur sem er 940
metra langur er í skjóli og liggur
vel við ríkjandi vindáttum hér, sem
eru NA og SV. Þá er oftast rof hér í
skýjum við Arnarfjörðinn, þoka yfir
Breiðafirði brotnar gjarnan upp hér
á Fossheiðinni sem er hér sunnan
við völlinn,“ segir Finnbjörn.
Eyja í stóru hafi
Auk reglulegs áætlunarflug Ern-
is er nokkuð um sjúkraflug á Bíldu-
dalsvöll. „Ferðir hingað í neyð-
artilvikum hafa verið 30 til 40 á ári
og stundum fleiri. Og bregðist eitt-
hvað; ef það vantar lyf í apótekið
eða varahluti í fiskvinnsluna eða
bátana og svo framvegis stólum við
á flugið. Þar verður að hafa í huga
að á veturna eru sunnanverðir
Vestfirðir sem eyja í stóru hafi. Þá
er leiðin norður um yfir Dynjandis-
og Hrafnseyrarheiði lokuð vegna
snjóa og einnig lokast oft vegurinn
frá Barðaströnd í Reykhólasveit
sem er að hluta til meira en 60 ára
gamall. Eina leiðin suður þá eru
ferjuferðir Baldurs og áætl-
unarflugið,“ segir flugvallarstjór-
inn.
Vont mál ef flugið bregst
Flogið í Fossafjörðinn Bíldudalsbrautin er í skjóli fjalla og þokan brotnar upp yfir Arnarfirði Veg-
urinn vestur sem er oftast fær Neyðartilvik eins og sjúkraflug eru allt að 30 til 40 á hverju einasta ári
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugvallarstjórinn Finnbjörn Bjarnason sér um radíóið rétt eins og annað á
Bíldudalsvelli, en þangað er flogið samkvæmt áætlun sex daga vikunnar.
Flugvél Í Bíldudalsflugið notar Ernir skrúfuþotur af gerðinni Jet Stream
sem hafa reynst afar vel. Þá eru flugmennirnir þrautreyndir og góðir.
„Það er ekki einsdæmi að Bíldu-
dalsflugvöllur sé opinn til flugs
þegar aðrir flugvellir eru lokaðir
eins og verið hefur í dag. Það
gerist nefnilega undraoft að völl-
urinn sé opinn þótt allir aðrir
flugvellir á norðanverðu landinu
séu lokaðir,“ segir Ómar Ragn-
arsson á vefsetri sínu í pistli
sem hann skrifaði snemma árs
2012. Bendir þar á að oft er opið
þegar mikil norðanáhlaup loka
öðrum flugvöllum á Vestfjörðum,
Norðurlandi og á Austurlandi.
Ómar getur þess í pistli sínum
að það hafi verið Helgi Jónsson
flugmaður sem hafði frumkvæði
að gerð flugvallarins vestra, en
hann var frá
Bíldudal og því
vel kunnugur
staðháttum.
„Helgi vissi að
Fossfjörður, þótt
þröngur sé og
umlukinn fjöll-
um, hefur bestu
mögulega
stefnu miðað við
hvassar norðlægar og suðlægar
áttir … Farið var að ráðum Helga
og gerð braut á Hvassnesi og
þegar kostir flugvallarstæðisins
komu í ljós var sú hárrétta
ákvörðun tekin að lengja hana
eftir föngum.“
Besta möguleg stefna
ÓMAR RAGNARSSON LOFAR BÍLDUDALSVÖLL
Ómar
Ragnarsson
Staðsetning Völlurinn þykir liggja vel við ríkjandi vindáttum og er
undraoft opinn á sama tíma og aðrir vellir víða um land eru lokaðir.