Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 77
77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 kenndi mér þó ekki. Það var mik- ill skóli að spila þetta verk með þeim ágæta fiðluleikara. Svo spil- aði ég þetta verk einu sinni með Guðnýju Guðmundsdóttur sem er fráfarandi konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Ég verð að segja að það var beinlínis dásamlegt að spila þetta með Guðnýju, sem var kennarinn minn og samstarfskona til margra ára. Nú fæ ég að spila þetta sama verk með nýjum konsertmeistara.“ Eru aðventutónleikarnir við- burður hjá ykkur tónlistarmönn- unum? „Já, þeir eru alltaf mikill við- burður, fjölbreyttir og gefandi.“ Hvaða verk eru þér eft- irminnileg frá aðventutónleikum undanfarinna ára? „Í fyrra söng hún Hallveig Rúnarsdóttir mjög fallega fyrir okkur aríur, það var í Hörpu. Það er raunar hrein dásemd að hafa þessa tónleika í Eldborginni í Hörpu, miðað við í Háskólabíói.“ Er Dobbel konsert erfitt verk tæknilega? „Það er ekki auðvelt. Maður þarf að hafa mikla snerpu og hreinleika og í hæga og kaflanum þarf maður að tengja tónana mjög fallega saman – á mús- íkmálinu heitir það: Legato.“ Harpa hefur vinninginn Ertu með margt á verkefna- skránni núna? „Já, ég er til dæmis að fara til Kanada til að spila Sibelius- fiðlukonsertinn í Winnepeg á nor- rænni hátíð og svo er ég búin að vera með annan fótinn í Kaup- mannahöfn í haust. Þar hef ég verið gestakonsertmeistari hjá Konunglegu dönsku óperunni.“ Er það nýtt hjá þér að spila þar? „Nei, ég hef verið þarna viðloð- andi síðastliðin tvö ár. Kon- unglegu dönsku óperuhljómsveit- ina vantaði hjálp, ef svo má segja. Þetta bara gerðist og hef- ur gengið vel. Það hefur verið af- ar lærdómsríkt fyrir mig að geta gert þetta allt saman. Ég fæ öðruvísi sjónarhorn á verkefnin.“ Eru Danir þægilegir í sam- starfi? „Þeir eru yndislegir, þeir passa að hafa alltaf góðan vinnuanda. Þeir reyna að vera léttir og al- mennilegir, hressir og skemmti- legir. Þetta er gömul hljómsveit og þeir kunna þetta.“ Hvernig hús er óperuhúsið danska að spila í? „Það er æðislegt að spila í því en Harpa hefur samt vinninginn, Eldborg hefur sérstaklega góðan hljómburð.“ Hvernig gengur að samræma utanlandsstarfið við verkefnin hér? „Það gengur ágætlega. Þetta er stundum púsluspil. Maður þarf að vera mjög skipulagður og púsla þessu vel saman. En ég er svoddan spennufíkill að mér finnst þetta gaman. Það hjálpar líka að vera óbundin af börnum. Ég á bara lítinn kettling og hann fer í pössun til systra sinna þeg- ar ég er erlendis. Systur kett- lingsins eiga heimili sitt hjá Bryndísi Gylfadóttur sellóleikara. Það er mjög sætt að sjá þessi kattasystkini kúra saman í kassa.“ Hafa verkefni þín verið að breytast á undanförnum árum? „Verkefnin hafa breyst með komu Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands inn í Hörpu. Þetta er orðið miklu meira krefjandi starf fyrir okkur. Tónleikarnir eru stærri og erfiðari og það mæðir meira á okkur en gerði áður, finnst mér. Við erum líka miklu sýnilegri. Bæði heyrist meira í hljómsveit- inni en áður og hún sést betur. Að sumu leyti má segja að ný hljómsveit hafi fæðst við að flytja í Hörpu. Við erum svo heppin að hafa fengið frábæra stjórnendur og sólista til okkar síðan við kom- um í Hörpu, því nú vilja þeir koma til landsins. Við eigum að standast samanburð við erlendar hljómsveitir sem eru góðar og við erum að koma okkur á þann stað.“ Hafa verkefnin breyst með til- komu nýrra stjórnenda? „Nei, ekki svo mikið en kröf- urnar hafa aukist. Bæði erum við afskaplega kröfuhörð við okkur sjálf og svo eru gerðar miklar kröfur til okkar.“ Vaxið af verkefnunum Hefur sjálfsmynd tónlistar- mannanna tekið breytingum? „Já, ég myndi nú aldeilis segja það. Hún hefur batnað með aukn- um kröfum. Ég tel að við höfum vaxið af verkefnum okkar.“ Er mikið af erlendum hljóð- færaleikurum í ykkar hópi núna? „Það eru nokkrir, alls ekki þó alltof margir. Þegar ég hugsa til baka, þegar hljómsveitin var að þróast, þá verð ég að segja að við værum ekki á þeim stað sem við erum núna hefðum við ekki feng- ið þá til samstarfs. Við getum staðist samanburð við aðrar hljómsveitir fyllilega og þurfum ekki lengur að vera með neina minnimáttarkennd. Það er góð tilfinning. Og fólk verður að trúa því sjálft að þetta sé svona – sumir trúa þessu ekki – en þetta er staðreynd. Ég vil taka það fram að það eru ekki bara útlendingar í Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Ef ég ber saman hljómsveit Dönsku óp- erunnar og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands þá eru ekkert fleiri útlend- ingar hér hjá okkur en eru í dönsku hljómsveitinni.“ Og hvernig leggst svo aðventan í þig? „Aðventan leggst mjög vel í mig. Þá verður Danmerkuræv- intýrið mitt búið í bili og ég ætla að vera rosalega dugleg að hreyfa mig. Ég er nýlega byrjuð í miklu prógrammi sem vinur minn í Danmörku hefur lagt upp fyrir mig og hvatt mig til að fylgja. Ég hef þá trú að ég verði eiturhress í vetur ef mér tekst að fylgja þessu æfingaprógrammi. Það er mjög gott því að það er óneit- anlega mikið álag að spila sem konsertmeistari með Sinfón- íuhljómsveit Íslands, verkefnin mörg og margvísleg. Það getur stundum líka verið erfitt að vinna á svona stórum vinnustað. En við erum með gott fólk í kringum okkur sem er að hjálpa okkur að byggja okkur upp og vera góð við hvert annað. Það verður gaman að spila Dobbel konsert Bach með honum Nicola, sem er frá Ítalíu. Hann er gull af manni og við erum að verða hreinir perlu- vinir.“ – með morgunkaffinu 2014 Veitingahúsið Perlan - Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 - Netfang: perlan@perlan.is - www.perlan.is Villibráðarhlaðborð Perlunnar er frá 23. október til 19. nóvember 10.500kr. Tilboð mánud.-miðvikud. 7.500 kr. GjafabréfPerlunnar Góð gjöf viðöll tækifæri! 9.500 kr. tilboð mánud.-miðvikud 8.500 kr. Perlunnar er frá 20. nóvember til 30. des ember. Hádegistilboð kr. 5.900 föstudagana & lau gardagana 5. & 6. - 12.& 13. og 19.& 20. desember Í hádeginu á Þorláksmessu Skötu og Jólahladbord
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.