Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 86
86 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
✝ Ottó Gíslasonfæddist í Viðey
9. apríl 1921. Hann
lést á Vífilsstöðum,
öldrunardeild
Landspítala, laug-
ardaginn 11. októ-
ber 2014.
Foreldrar hans
voru Gísli Gíslason,
sjómaður og verka-
maður frá Akra-
nesi, f. 14.5. 1873,
d. 10.12. 1948, og Svava Jónína
Sigurðardóttir frá Svartárdal, f.
27.8. 1881, d. 17.7. 1959. Systkini
Ottós voru tíu, nú er Sigurrós, f.
1926, ein á lífi, látin eru Sig-
urður, f. 1905, d. 1958, Ragnar,
f. 1906, d. 1981, Margrét, f. 1908,
d. 1964, Elísabet, f. 1911, d.
1965, Olga, f. 1912, d. 2003,
Gísli, f. 1913, d. 1996, Svavar, f.
1914, d. 2005, Þórunn, f. 1917, d.
1991, og Ásfríður, f. 1924, d.
1998.
Ottó Gíslason kvæntist hinn
27.1. 1950 Magneu Vilborgu
Þórðardóttur, f. 7.10. 1923, d.
2.5. 2007. Foreldrar hennar
voru Magnea Vilborg Magn-
úsdóttir, f. 6.8. 1899, d. 7.9. 1959
og Þórður Jónsson, f. 21.9. 1983,
d. 7.9. 1962. Börn Ottós og
Magneu: 1) Þórður Gísli, f.
25.11. 1950, kona hans Sæunn
Jóhannesdóttir, f. 27.11. 1954,
þau skildu en börn þeirra eru a)
eldrar hans unnu við fiskvinnsl-
una í Viðey, þau héldu einnig
hænur, kindur og kú og stund-
uðu garðrækt til heimilisnota.
Ottó tók snemma virkan þátt í
bústörfunum og byrjaði ungur
að snúast í kringum fiskvinnsl-
una. Hann ferjaði einnig fólk á
milli lands og eyjar á litlum ára-
bát. Ottó var í sveit í Stardal og
á Svanastöðum í Mosfellssveit.
Hann var eitt sumar á sjó, með
Ragnari bróður sínum á bátnum
Ársæli. Til Siglufjarðar fór hann
sumarið 1938 og var kokkur á
síldarbátnum Hafþóri. Veturinn
1938 vann hann á Viðeyj-
arbúinu. Um haustið 1939 flutt-
ist fjölskyldan frá Viðey í Stað á
Seltjarnarnesi. Þá fljótlega fékk
hann vinnu í Stálsmiðjunni. Árið
1942 fór Ottó að vinna í sand-
náminu í Ártúnshöfða, hjá Ing-
ólfi í Söginni. Hann reyndi síðan
fyrir sér á sjónum að nýju og fór
á síld sumrin 1946 og 1947 á
bátnum Guðnýju. Haustið 1947
fór Ottó að vinna í Steypustöð-
inni. Þar vann hann samfellt til
77 ára aldurs, lengst af sem
verkstjóri. Sá hann um af-
greiðslu á steypu til við-
skiptavina með miklum manna-
og bílaflota sem hann stýrði af
röggsemi. Ottó var félagi í
Verkstjórafélaginu, Viðeyinga-
félaginu og Snarfara, félagi
skemmtibátaeigenda.
Útför Ottós fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 23.
október 2014, og hefst athöfnin
kl. 13:00.
Anna Jóna, f. 31.1.
1973, hún á eina
dóttur, Tinnu,
hennar faðir Peter
Gråberg. b) Birna
Sylvía f. 21.11.
1976, hennar mað-
ur Tommy Er-
iksson, þau eiga
dótturina Freyju, f.
1.5. 1997, dóttir
Birnu Anna Bára
Mattsson, f. 13.9.
1994, og sonur Tommys er
Dennis. Seinni kona Þórðar var
Marta Sigurðardóttir, f. 6.4.
1955, þau skildu. Sonur Þórðar
og Mörtu er Harrý Arnar, f.
30.5. 1988. 2) Ingibjörg, f. 10.5.
1956, gift Guðjóni Hreiðari
Árnasyni, f. 17.10. 1947. Börn
þeirra eru a) Baldvin Ottó, f.
14.2. 1977, maki Ásta Halldóra
Ólafsdóttir, f. 4.1. 1981, og eiga
þau nýfæddan son, f. 14.10.
2014, b) Guðrún Svava, f. 11.6.
1980, maki Elías Jón Guð-
jónsson, f. 9.1. 1980, þeirra börn
eru Guðjón Ottó, f. 13.6. 2009, og
Vigdís Lilja, f. 19.7. 2013. c) Árni
Björn f. 22.10. 1984. 3) Anna
Karólína, f. 18.4. 1946, fóst-
urdóttir Ottós, dóttir Magneu.
Ottó fæddist í Viðey og ólst
þar upp og bjó allt til átján ára
aldurs. Hann gekk í barnaskól-
ann í Viðey og nýttist það nám
honum vel í skóla lífsins. For-
Elsku pabbi, ég kveð þig með
söknuði og þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar, góðvildina og
hlýjuna sem þú áttir svo auðvelt
með að deila. Þú elskaðir lífið og
að vera með fjölskyldunni.
Sýndir öllum áhuga og fylgdist
vel með hvað allir voru að gera,
alveg fram á síðasta dag.
Þú varst svo duglegur, kraft-
urinn og dugnaðurinn sem þú
bjóst yfir entist þér út ævina.
Þegar veikindi herjuðu á þig
tókstu því með æðruleysi og
bjartsýni og sagðir alltaf: „Þetta
kemur“. Þér fannst oft eins og
vakað væri yfir þér.
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu frelsarinn góður gaf.
Ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrðlegum, ljósum
löndum.
Þar lífsins tré gróa’ á fögrum
ströndum.
Við sumaryl og sólardýrð.
Og stundum sigli ég blíðan byr
og bræðra samfylgd þá hlýt ég
og kjölfars hinna er fóru fyrr
án fyrirhafnar þá nýt ég.
Í sólarljósi er særinn fríður
og sérhver dagurinn óðum líður,
er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má,
í ofsarokinu berjast.
Þá skellur niðadimm nóttin á,
svo naumast hægt er að verjast.
Ég greini ei vita né landið lengur,
en ljúfur Jesús á öldum gengur,
um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi, er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var það áður,
því valdi’ er særinn og stormur háður.
Hann býður: Verði blíðalogn!
Þá hinsti garðurinn úti er,
ég eigi lönd fyrir stöfnum.
Og eftir sólfáðum sæ mig ber,
að sælum blælygnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja.
Og hersing ljósengla Drottins syngja.
Velkominn hingað heim til vor.
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í æginn falla.
Ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
(Þýð. Vald. V. Snævarr)
Þín er sárt saknað elsku
pabbi minn. Þín dóttir,
Ingibjörg.
Nú er komin kveðjustund, lát-
inn er Ottó tengdafaðir minn.
Mig langar að minnast hans
nokkrum orðum. Ottó var lífs-
glaður maður og félagslyndur.
Hann hélt góðu sambandi við
systkini sín og niðja þeirra. Ég
kynntist Ottó þegar við Ingi-
björg dóttir hans fórum að
draga okkur saman. Ottó tók
mér strax vel og er vinátta okk-
ar því orðin fjögurra áratuga
gömul. Fljótt kom í ljós að við
höfðum báðir gaman af að renna
fyrir silung, en dóttirin hafði
verið virkur veiðifélagi hans.
Hann bauð mér og Ingibjörgu
fljótlega með sér austur fyrir
fjall í sjóbirtingsveiði og
skemmtum við okkur vel. Veiði-
ferðir okkar urðu margar og
nutum við þeirra ýmist tveir
saman eða með fjölskyldunni.
Ottó var mjög þolinmóður veiði-
maður, kom sér vel fyrir, hvíldi
sig og naut náttúrunnar.
Ottó var orðinn verkstjóri í
Steypustöðinni áður en ég
kynntist honum, vinnudagurinn
var langur og starfið krefjandi.
Ottó lifði fyrir starf sitt og sinnti
því af samviskusemi svo lengi
sem honum entist þrek til. Ég
kynntist því hversu gaman hon-
um fannst í vinnunni og hvernig
hann dreif áfram sérhvert verk-
efni, eldmóðurinn var óþrjót-
andi. Sagt var að hann blési
stundum á strákana sína, en það
fór samt ekki fram hjá mér að
strákunum þótti vænt um kall-
inn.
Ottó hafði því lítinn frítíma
heima, nema um helgar og stutt
sumarfrí. Hann fór snemma á
fætur og vann langan vinnudag.
Ottó kunni þá list að nýta tím-
ann vel, hann lagði mikla
áherslu á að komast út í náttúr-
una, sérstaklega á sumrin. Það
vafðist ekki fyrir honum og
Möggu konu hans að fara í
tjaldútilegur. Í mörgum sumar-
leyfum leigði hann sumarbústað
hjá Verkstjórafélaginu, en í sér-
stöku uppáhaldi hjá honum var
sumarbústaður félagsins við
Skorradalsvatn. Bústaðurinn
var rúmgóður og gat hann þá
boðið til sín yngri systrum sín-
um og mágum og var þar gjarn-
an glatt á hjalla. Þar átti fjöl-
skyldan margar góðar stundir.
Ottó var félagi í Viðeyinga-
félaginu og þegar félagið hóf
vinnu við væntanlegt félags-
heimili tók hann þátt í að grafa
frá vatnstankinum og innrétta
hann. Eins og þekkt er breytti
Viðeyingafélagið fyrrverandi
neysluvatnstanki eyjarinnar í
félagsheimili sitt. Meðan á þeim
framkvæmdum stóð keypti hann
með bróður sínum, Svavari, lít-
inn plastbát. Fyrst var báturinn
nýttur til að komast milli lands
og eyjar, en þeir bræður voru
áhugasamir um félagsheimilið
og fengu sér bátinn til að sinna
þessu hugðarefni sínu betur og
að njóta náttúrunnar í Viðey.
Ottó naut þess sérstaklega að
komast út í eyjuna á vorin, þeg-
ar kollan var að setjast upp og
kliður vorsins fyllti loftið. Ég
var stundum svo lánsamur að fá
að fljóta með. Bræðurnir fengu
sér fljótt stærri bát, því báðir
höfðu þeir gaman af að renna
fyrir fisk. Bátinn nefndu þeir
Viðar og varð fljótt þeirra helsta
áhugamál að sýsla við bátinn og
sigla út á sundin. Ottó var félagi
í Snarfara, félagi skemmtibáta-
eigenda, og naut þess mjög að
líta við á félagssvæðinu, skoða
bátana og hitta gamla vini. Ottó
hætti að mestu silungsveiði eftir
að hann eignaðist sportbátinn,
en hann bauð mér með sér til
laxveiða í Þverá og með fjöl-
skyldunni veiddum við í Gljúf-
urá, Grjótá og Elliðaánum og
nutum samverunnar.
Ég kveð þig með vinsemd og
virðingu og þakka þér fyrir góð-
vild og hlýju, einnig þakka ég
fyrir alla þá ástúð og umhyggju
sem þú sýndir börnum mínum
og barnabörnum. Hvíl í friði.
Guðjón Hreiðar.
Það var á fallegu haustkvöldi,
11. október síðastliðinn, sem ég
kvaddi afa í hinsta sinn. Ég mun
sakna hans mikið og minnast
hans með mikilli hlýju því betri
afa var ekki hægt að hugsa sér.
Maður fékk alltaf innilegt
faðmlag og rembingskossa þeg-
ar maður hitti afa. Þannig var
afi, svo ótrúlega hlýr og góður.
Það var alltaf notalegt að
koma til afa og við höfðum alltaf
nóg að spjalla og hann fylgdist
alltaf vel með öllum í fjölskyld-
unni. Hann naut líka mjög sam-
vista við langafabörnin og ljóm-
aði allur við að fylgjast með litlu
krílunum sínum sem hann kall-
aði oft litla nafna og litlu pontu.
Það rifjaðist þá upp fyrir mér að
afi kallaði mig oft litlu pontu
þegar ég var lítil stelpa. Ég hef
ekki fundið merkingu orðsins en
mér þykir mjög vænt um það.
Það voru líka aðrar reglur hjá
langafa og fengu sumir aðeins
meira gotterí en góðu hófu
gegndi.
Með sinni einskæru jákvæðni
og lífsgleði gaf afi svo ótrúlega
mikið af sér. Jafnvel í miklum
veikindum síðustu ára tapaði
hann aldrei jákvæðninni og lífs-
gleðinni og með dugnaði og elju-
semi náði hann sér upp úr
verstu veikindum.
Afi naut sín í leirgerð í Selja-
hlíðinni og er ég svo heppin að
eiga muni sem hann gerði af
mikilli natni og gaf mér. Eins
bjó hann til fallega muni handa
langafabörnunum sem voru út-
hugsaðir og hannaðir af honum
sjálfum. Þessa muni þykir mér
ákaflega vænt um og mun ávallt
varðveita vel. Hvíl í friði elsku
afi minn, kærar þakkir fyrir allt.
Guðrún Svava.
Í dag kveðjum við yndislegan
móðurbróður minn, Ottó Gísla-
son. Ottó var ekki bara bróðir
mömmu heldur líka hennar besti
vinur. Sambandið milli mömmu
og Ottós var mjög náið. Var
mikil umhyggja og væntum-
þykja þeirra á milli.
Ottó var yndislegur maður á
allan hátt, jákvæðari og glað-
legri mann var varla hægt að
finna. Það mættu margir taka
hann til fyrirmyndar. Það var
einstaklega gott að heimsækja
Ottó. Hvort sem það var í
Heiðnabergið, Seljahlíðina eða á
sjúkrastofnanir. Alltaf sagði
hann allt gott og hann hefði það
bara mjög gott. Það var alveg
sama hversu veikur hann var,
aldrei kvartaði hann. Hann
fylgdist mjög vel með sínu fólki
og sýndi áhuga á því sem það
tók sér fyrir hendur.
Ottó hafði mikinn áhuga á
veiðimennsku og hafði gaman af
að segja veiðisögur og heyra
veiðisögur. Í sumar þegar við
mamma vorum í heimsókn í
Seljahlíðinni sagði ég honum að
ég væri að fara í veiðiferð í
Fljótin. Hann tók það loforð af
mér að ég kæmi fljótt aftur í
heimsókn til að segja honum frá
veiðinni.
Samverustundirnar með Ottó
voru margar, hann var fé-
lagslyndur maður og alltaf til í
að mæta í veislur á meðan heils-
an leyfði. Hann mætti alltaf í ár-
legt þorrabót hjá mömmu og
dásamaði hvað litla systir var
dugleg að útbúa þetta allt sam-
an. Hann kunni vel að meta
þorramatinn og félagsskapinn.
Eitt sumar þegar mamma og
pabbi ásamt fjölskyldu minni
voru í sumarbústað á Arnar-
stapa á Snæfellsnesi ákváðum
við að bjóða Ottó að vera með
okkur í nokkra daga. Ég fór því
til Reykjavíkur og sótti hann. Á
ferð okkar tveggja frá Reykja-
vík sagði Ottó mér sögur frá því
þegar hann var ungur maður á
Snæfellsnesi. Hann sagði mér
margar skemmtilegar sögur
sem ég hafði gaman af. Hann
naut lífsins þessa daga með okk-
ur á Arnarstapanum, þar sem
hann gat horft á bátana fara út á
morgnana og koma síðan drekk-
hlaðna af fiski á kvöldin.
Elsku frændi. Minningarnar
hlaðast upp á kveðjustund.
Þakka þér fyrir allar yndislegu
samverustundirnar sem ég og
fjölskylda mín höfum átt með
þér.
Elsku Inga, Doddi, Anna og
fjölskyldur, ykkar missir er
mikill en minning um yndislegan
mann lifir í hjörtum okkar. Mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Sigurrós Birna
Björnsdóttir.
Sofnaður er einn þeirra sem
settu mark sitt á góðan helming
síðustu aldar.
Ottó var einn þeirra sem ég
„ólst upp með“. Þannig var að
frá því ég var barn var Ottó oft
til umræðu á heimilinu, en hann
var afgreiðslustjóri hjá Steypu-
stöðinni og því undirmaður föð-
ur míns. Ottó var áberandi sök-
um lyndiseinkunnar sinnar og
þess hvernig hann vann starf
sitt við að koma steypunni í
hendur viðskiptavina sinna á
réttum tíma.
Ottó var mikið gæðablóð inni
við beinið, en stundum fannst
bílstjórunum hans að hann væri
holdgervingur hins illa á jörðu,
þar sem hann átti til að rjúka
upp með miklum látum og reka
menn með harðri hendi frá
kaffinu eða af salerninu – enn
með allt úti – út í bíl að taka við
steypu úr verksmiðjunni í bílinn.
Þessi atvik urðu að goðsögn-
um og mikið hlegið að, enda
vissu menn að ekkert af látun-
um og hrópunum var illa meint.
Þetta var einfaldlega aðferðin
sem Ottó taldi besta til að halda
mönnum við efnið. Menn urðu
að borða síðar eða ljúka salern-
isferðinni við hlið verksmiðjunn-
ar á meðan steypan var fram-
leidd í bílinn.
Þessi aðferð kann að hafa
verið notuð af skipperunum sem
Ottó var hjá áður en hann kom
ferskur af síldarvertíðinni
haustið 1947 til starfa á krana
hjá þá nýlega stofnaðri Steypu-
stöðinni, þeirri elstu í Evrópu
þar til útrásarböðlar ráku hana í
þrot.
Fljótt voru Ottó færð manna-
forráð í hendur þar sem hann
sýndi af sér mikla röggsemi og
annað sem til þarf við að halda
utan um misjafnt fé. Það var
ekki einfalt mál að halda utan
um mannskapinn á þessum
fyrstu áratugum fyrirtækisins,
enda þjóð í höftum og vinstri-
stjórnir sáu til þess að skatt-
leggja fyrirtæki og gróðapunga
íhaldsins helst í dauðateygjurn-
ar þannig að ekkert var eftir til
að byggja upp bílaflotann svo
unnt væri að standa við pantanir
viðskiptavina á réttum tíma.
Vinstristjórnir hafa ávallt haft
einstakt lag á að ofurskatta fyr-
irtæki með illa grunduðum álög-
um.
Sem barn heyrði maður sam-
skipti Ottós við bílstjórana í tal-
stöð föður míns, en þannig hafði
hann samband við bílstjórana til
að vita stöðu mála. Lánsamir
voru þeir að gps var ekki komið
á þessum árum í bílana en oft
voru þeir að hagræða, því iðu-
lega voru þeir fyrir utan ríkið
eða sjoppu en ekki í „umferð-
arteppu“ á leið í stöðina eftir
næsta hlassi. En samskipti hins
hvatvísa Ottós við bílstjórana
voru oft skrautleg eins og tal-
stöðin upplýsti.
Ég var svo lánsamur að
starfa með Ottó um 10 ára skeið
sem aðstoðarmaður hans og í
starfi hans við hin löngu sum-
arleyfi hans til þess að róa til
fiskjar á bátnum sínum sem átti
hug hans alla tíð. Í þessu starfi
varð maður að hefja vinnudag-
inn um og fyrir 6 og ljúka deg-
inum verulega seint að kvöldi.
Það var á köflum stormasamt
sem von var, en rokið var jafn
fljótt að verða að logni eins og
það var snöggt að hefjast. Það
gustaði af þessum höfðingja, en
það var greifinn Otto Moltke,
danskur herlæknir, sem tók á
móti honum við barnsnauð móð-
ur hans og fékk hann nafn sitt af
greifanum.
Algóður Guð blessi minningu
góðs manns og styrki eftirlifandi
ættingja hans og vini.
Þorsteinn Halldórsson.
Nú er hann fallinn frá, bless-
aður karlinn hann Ottó Gíslason,
félagi minn úr Snarfara. Það
fyrsta sem kemur upp í hugann
er þægilegt viðmót og hlýleg
röddin sem ég gleymi ekki. Ottó
var í Snarfara frá upphafi, hann
átti mikinn þátt í uppbyggingu
félagsins því hann sá okkur fyrir
allri steypu sem við þurftum,
bæði þegar við vorum austan
megin og líka í nýju höfninni, en
aldrei sá ég nótu eða reikning á
meðan ég var gjaldkeri. Minn-
ingin lifir um góðan dreng. Ég
votta eftirlifandi afkomendum
samúð mína með virðingu.
Einar Sigurbergsson,
fyrsti gjaldkeri Snarfara.
Ottó Gíslason var náinn sam-
starfsmaður minn í þrjá áratugi.
Hann var algerlega einstakur
maður í alla staði. Hvílíkt vinnu-
þrek, hvílík staðfesta, hvílík trú-
mennska, hvílíkur heiðarleiki,
hvílíkir mannkostir, hvílík
hjartahlýja, hvílíkir skapsmunir,
hvílíkur skammakjaftur, hvílík-
ur harðstjóri, hvílík atorka, hví-
líkur dugnaður, hvílík seigla. Ég
er sannfærður að enginn topp-
aði Ottó Gíslason í neinu af
þessu.
Að stjórna steypuafhendingu
dag eftir dag í vanbúnu fyrir-
tæki tekur á taugarnar. Brjál-
aðir menn ryðja út úr sér
skömmunum í hverjum síma af
þremur sem Ottó hefur á loft
auk míkrófónanna í talstöðinni
og kallkerfunum. Menn koma
utan úr bæ til að skammast og
rífast yfir afgreiðslunni og kjaft-
inum á kallinum. Hvað á að gera
við þetta stórveldi sem er jafn-
gamalt fyrirtækinu í starfi?
Þegar hæfilegt er að gera
renna bílarnir út og allt gengur
smurt og Ottó er í sólskinsskapi.
Það verður bersýnilega að fjölga
tækjunum sem Ottó hefur úr að
spila. Ekki bæta við einum og
einum bíl heldur tvö- og þre-
falda allan flotann. Einn eigand-
inn, Sveinn B. Valfells, gerir
þetta kleift. Síðan er Ottó oftast
í góðu skapi og leikur við hvern
sinn fingur. Jú, hann getur
ennþá sprungið í loft upp. Hann
þrífur einn bílstjóra upp sem fer
að pissa í stað þess að fara út í
bílinn og fleygir honum út á
plan meðan bunan stendur úr
honum. Binni kemur inn aftur
og segir: Fyrirgefðu, Ottó, ég
gleymdi bara að kyssa þig! Lífið
og kátínan.
Stundum fer Ottó ekki heim
heldur steypir alla nóttina,
næsta dag líka og fram á næstu
nótt. Marga laugardaga steypir
hann líka. Á sunnudögum kemur
hann til að sjá hvort allir kranar
séu þéttir og einhverjir séu að
gera við bílana fyrir mánudag-
inn þegar hann er kominn
klukkan sex. Hvern áratuginn af
öðrum. Hefði svona maður ekki
átt að fá slag fyrir fertugt? Há-
þrýsting, taugaáfall, hjartveiki?
Ekkert af þessu né öðru hrjáir
Ottó Gíslason sem er aldrei
veikur og nær vel á tíunda tug-
inn. Og er hest- og ölfær þau ár
sem líða eftir að hann dregur sig
í hlé hátt í áttrætt. Er þetta
hægt?
Nei. En svona var þetta samt.
Orðunefnd veitti honum Ottó
ekki fálkakross. Eftir það fyr-
irlít ég orðuna.
Steypustöðin er heimur út af
fyrir sig. Búin vanefnum lengst
af. Í brjálaðri verðbólgu gefur
hún út steypukrónuna. Hún er
inneign á tilteknum rúmmetrum
af steypu sem afhendast löngu
síðar. Menn koma með aleiguna
í Nordalabúntum til að öðlast
þessar kvittanir. Engin trygg-
ing. Jafnvel sýslumenn taka
svona steypukvittanir gildar til
greiðslu skatta. Slíkt er traust
fólksins. Nýjum tækjum fjölgar.
En allt tekur enda. Eftir
æskuvorið kemur ellin. Gömlu
gírhljóðin glymja samt enn und-
ir gráum hárum gamlingjans.
Enginn veit neitt lengur um
okkur, hvað við vorum, hvað við
gerðum. Konungurinn brast í
grát þegar hann leit yfir víg-
búnar hersveitir sínar. Eftir 100
ár verða allir dauðir snöktir Al-
exander. Nú er kyrrt við Issos.
Eyru mín heyra ekki lengur
þrumuraust Ottós Gíslasonar yf-
ir vélahljóðin. Ég heyri þetta
samt skýrt til æviloka.
Halldór Jónsson.
Ottó Gíslason