Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 99
MENNING 99
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Miley Cyrus og Moby
Eins og næsta plata The Flaming
Lips gefur til kynna er samvinna
mjög stór þáttur í sköpun sveit-
arinnar.
„Mér hefur alltaf þótt spennandi
að vinna með öðrum tónlist-
armönnum. Það kemur ferskur blær
með nýju fólki og maður lærir alltaf
eitthvað nýtt þegar maður vinnur
með skapandi listamönnum. Ég elska
að vera í kringum fólk eins og Miley
Cyrus, hún er bara svo skemmtileg
og hvetjandi. Hún veitir manni mik-
inn innblástur. Það er ekki hægt að
vera í kringum fólk eins og hana án
þess að vilja skapa. Við getum líka
tekið Damien Hirst sem dæmi, það er
ekki hægt að vera í kringum hann án
þess að vilja skapa eitthvað. Að sjálf-
sögðu lendir maður stundum á fólki
sem dregur úr manni sköpunarkraft-
inn en í flestum tilvikum er þetta já-
kvæð reynsla. Það er líka bara gam-
an að kynnast nýju fólki. Ég veit til
dæmis ekki hvort ég hefði fengið að
vinna með Miley Cyrus ef ég hefði
ekki kynnst Keshu á sínum tíma,“
segir Coyne. Hann fer einnig fögrum
orðum um vin sinn Moby sem ljær
sveitinni krafta sína á væntanlegri
plötu.
„Ég hef þekkt Moby í þónokkurn
tíma, ég kannaðist meira að segja við
hann á hans villtustu árum á tíunda
áratugnum. Það hefði verið mjög erf-
itt að vinna með honum þá þar sem
hann var með puttana í öllu og alltaf
með milljón verkefni í gangi. Þessa
dagana er hann heldur rólegri. Ég
söng inn á plötuna hans sem kom út í
byrjun árs og nú launar hann mér
greiðann. Ég kann mjög vel við hann.
Hann er bæði fyndinn og sjarm-
erandi. Hann er auk þess alls ekki
þessi lúði sem hann lítur út fyrir að
vera,“ segir söngvarinn.
Lítur á sveitina sem fjölskyldu
The Flaming Lips hefur verið
starfandi frá árinu 1983 og eflaust
enginn hægðarleikur að halda sveit-
inni saman í svo langan tíma. Coyne
þakkar langlífið einstakri heppni auk
lundarfars hljómsveitarmeðlima.
„Sjálfur er ég úr mjög stórri fjöl-
skyldu og ég lít á hljómsveitina slík-
um augum. Að viðhalda sveitinni er
því nokkurn veginn sambærilegt því
að halda fjölskyldu saman. Ég lít á
hljómsveitarmeðlimi, og fólkið sem
starfar í kringum okkur, sem bræður
mína og systur. Þetta snýst líka að
einhverju leyti um heppni. Við höfum
sem betur fer aldrei verið í svo
slæmri stöðu að ekki sé hægt að
ráða fram úr ágreiningsmálum, sem
eru óhjákvæmileg þegar þú hefur
starfað með sama fólkinu svona
lengi. Ég held að fátt geti komið í
veg fyrir að við höldum áfram að
spila og semja, – það væri helst ef
einhver dæi eða eitthvað slíkt,“ segir
hann.
„Við erum líka þannig að ef okkur
finnst við þurfa að fara í ákveðna átt
með sköpun okkar, þá höfum við
alltaf slegið til og gert það. Það að
leiðast held ég að drepi einna helst
niður sköpunarkraftinn. Það er líka
mikilvægt að vera trúr sjálfum sér.
Ég hef verið í kringum mörg bönd
sem hafa verið varkár og reynt að
fylgja straumnum. Það virkar ekki.
Manni verður að vera sama um
skoðanir annarra og gera sitt eigið
efni. Sú löngun að tjá sig á sinn eigin
máta, að skapa sitt eigið hljóð og þar
fram eftir götunum er það sem dríf-
ur mann áfram. Listamaður reynir
að finna allar leiðir til að tjá sig á
þennan máta. Ef hann getur það
ekki í hljómsveitinni sem hann er í
þá stundina, þá finnur hann sér nýja
sveit. Það er það sem þessi sköp-
unarþrá gerir. Það er sem betur fer
engin löngun sem ég bý yfir sem
The Flaming Lips getur ekki upp-
fyllt. Langanir mínar og hinna í
sveitinni eru þær sömu. Við stefnum
allir að því sama,“ segir Coyne.
Slógu heimsmet Jay-Z
Plötur The Flaming Lips hafa í
gegnum tíðina þótt nokkuð jákvæð-
ar og glaðlegar en síðasta platan,
The Terror, hljómaði heldur þyngri
en margar þeirra.
„Ég held að við séum haldin þeirri
ranghugmynd að ástin sé það sem
gerir lífið þess virði að lifa því og að
án ástar sé lífið einskis virði. Ég held
að The Terror kljáist við þá pælingu
og haldi því fram að til sé annar og
mikilvægari tilgangur. Hann felst
meðal annars í því að taka lífinu með
æðruleysi og viðurkenna vanmátt
sinn gegn ýmsu hræðilegu sem lífið
hefur upp á að bjóða. Ef maður gerir
það ekki getur maður aldrei fundið
hamingjuna,“ segir hann. Platan sú
kom út í fyrra en árið áður sló sveitin
heimsmet Jay-Z með því að spila á
átta tónleikum á einum og sama sól-
arhringnum. Coyne kveður það þó
ekki hafa verið fyrirfram ákveðið.
„Það að spila svona snemma á
morgnana, eins og raunin var með
síðustu tónleikana í þessari törn, er
ekki beint okkar tebolli. Við munum
eflaust ekki gera það aftur nema við
neyðumst til þess. Það var þó ekkert
planið að vera með þetta heimsmet á
herðunum. Þetta var bara eitthvað
sem okkur bauðst og okkur fannst
hugmyndin fyndin og skemmtileg.
Við skemmtum okkur konunglega og
erum mjög fegnir að hafa tekið þátt í
þessu,“ segir hann.
Coyne segist að lokum búast sterk-
lega við því að plastkúlan fræga, sem
hann notar gjarnan til að komast leið-
ar sinnar ofan á sveittum tónleika-
gestum, verði með í för þegar haldið
verður hingað til lands í nóvember og
kveðst hann hlakka mikið til að kynn-
ast landi og þjóð á nýjan leik.
Hljómsveitin Secret Swing Society frá Amst-
erdam mun leika gullaldarsveifludjass á
þrennum tónleikum 23.-26. október. Þeir
fyrstu verða haldnir í Sjóræningahúsinu á Pat-
reksfirði í kvöld kl. 20.30, sama annað kvöld í
Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 20 og í Bæj-
arbíói í Hafnarfirði á sunnudaginn, 26. október, kl. 21. Hljómsveitina skipa
Andri Ólafsson kontrabassaleikari, Grímur Helgason klarinettleikari,
franski gítaristinn Guillaume Heurtebize, litháski trompetleikarinn
Dominykas Vysniauskas og píanistinn og harmónikkuleikarinn Kristján
Tryggvi Martinsson og allir syngja þeir á tónleikum.
Gullaldarsveifludjass
Sveifla Secret Swing Society.
Gullna hliðið –★★★★★ – H.A. - DV
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k.
Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Sun 9/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k.
Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k.
Sun 26/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas.
Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k.
Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Fös 26/12 kl. 13:00
Fös 7/11 kl. 18:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 16:00
Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Lau 27/12 kl. 13:00
Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Sun 28/12 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Bláskjár (Litla sviðið)
Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 11/11 kl. 20:00 Aukas. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k.
Sýningin 11. nóvember. verður textuð á ensku.
Gullna hliðið (Stóra sviðið)
Fös 24/10 kl. 20:00 10.k.
Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Sun 2/11 kl. 20:00 Aukas. Sun 16/11 kl. 20:00 aukas.
Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Mið 5/11 kl. 20:00 Aukas. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas.
Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k.
Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Lau 22/11 kl. 20:00 25.k.
Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Sun 23/11 kl. 20:00 aukas.
Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k.
Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k.
Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k.
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Gaukar (Nýja sviðið)
Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Fim 6/11 kl. 20:00 13.k. Lau 29/11 kl. 20:00
Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Sun 9/11 kl. 20:00 Sun 30/11 kl. 20:00
Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k.
Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fim 20/11 kl. 20:00
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
Beint í æð (Stóra sviðið)
Mið 29/10 kl. 20:00 Forsýning Fim 13/11 kl. 20:00 7.k. Lau 22/11 kl. 20:00 14.k.
Fim 30/10 kl. 20:00 Forsýning Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k.
Fös 31/10 kl. 20:00
Frumsýning
Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k.
Lau 1/11 kl. 20:00 2.k. Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Fös 28/11 kl. 20:00 17.k.
Sun 2/11 kl. 20:00 3.k. Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 20:00 18.k.
Þri 4/11 kl. 20:00 4.k. Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k.
Mið 5/11 kl. 20:00 5.k. Fim 20/11 kl. 20:00 12.k.
Fim 6/11 kl. 20:00 6.k. Fös 21/11 kl. 20:00 13.k.
Forsala í fullum gangi - Frumsýning 31. október
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Róðarí (Aðalsalur)
Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Fim 30/10 kl. 20:00
Lífið (Aðalsalur)
Sun 26/10 kl. 13:00 Lau 8/11 kl. 14:00
Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00
GOOD/BYE + this is it (Aðalsalur)
Fim 6/11 kl. 20:00 Sun 9/11 kl. 20:00
Coming Up (Aðalsalur)
Lau 15/11 kl. 20:00 Sun 23/11 kl. 20:00
Útgáfutónleikar Siggu Eyrúnar (Aðalsalur)
Lau 22/11 kl. 20:00
Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós)
Fim 23/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00
Fös 24/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið)
Sun 26/10 kl. 13:00 22.sýn Sun 2/11 kl. 13:00 24.sýn Sun 9/11 kl. 13:00 26.sýn
Sun 26/10 kl. 16:30 23.sýn Sun 2/11 kl. 16:30 25.sýn
Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu.
Konan við 1000° (Kassinn)
Fim 23/10 kl. 19:30 15.sýn Lau 1/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 28.sýn
Fös 24/10 kl. 19:30 16.sýn Fim 6/11 kl. 19:30 23.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 Aukas.
Lau 25/10 kl. 19:30 Aukas. Fös 7/11 kl. 19:30 24.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 Aukas.
Mið 29/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 19:30 25.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 30.sýn
Fim 30/10 kl. 19:30 18.sýn Fim 13/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn
Fös 31/10 kl. 19:30 19.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn
Mögnuð skáldsaga Hallgríms Helgasonar í sviðsetningu Unu Þorleifsdóttur.
Karitas (Stóra sviðið)
Fim 23/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 22/11 kl. 19:30 16.sýn
Fös 24/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 8/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 17.sýn
Lau 25/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 13/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn
Fim 30/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 12.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn
Fös 31/10 kl. 19:30 6.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 13.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn
Lau 1/11 kl. 19:30 7.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 14.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn
Fim 6/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 15.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn
Seiðandi verk eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
Hamskiptin (Stóra sviðið)
Mið 19/11 kl. 19:30 Aukas.
Aðeins ein aukasýning í nóvember.
Umbreyting (Kúlan)
Sun 26/10 kl. 14:00
Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 26/10 kl. 20:00 Frums Sun 2/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 16/11 kl. 20:00 5.sýn
Lau 1/11 kl. 17:00 2.sýn Lau 15/11 kl. 17:00 4.sýn
Sápuópera um hundadagakonung
Þegar þú vilt njóta hins besta
– steik eins og steik á að bragðast
Barónsstíg 11
101 Reykjavík
argentina.is
Borðapantanir
551 9555