Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Malín Brand Vinir Þeir Claude Gbedey og Njörður P. Njarðvík hafa þekkst lengi og vinna í sameiningu að uppbyggingu SPES. tán ára og segir Njörður að þeim verði hjálpað að finna sér nám eða starf við hæfi þegar þar að kemur en engum verði hent út í djúpu laugina daginn sem hann verður átján ára. Lánsamur maður Mikið er lagt upp úr að börnin finni að þau séu heima hjá sér en ekki á munaðarleysingjahæli. Barnaþorpin í Tógó eru annars vegar í Lóme og hins vegar í bæn- um Kpalimé. „Þau ganga í skóla rétt eins og önnur börn og þau yngri eru í venjulegum leikskólum. Á okkar vegum eru bæði læknir og sálfræðingur sem fylgjast með börnunum. Þau alast upp hjá okkur við mjög góðar aðstæður, jafnvel betri en gengur og gerist hjá börn- um í Tógó almennt,“ segir Gbedey sem lítur á það sem forréttindi að fá að nýta eftirlaunaárin með börn- unum í SPES-þorpinu. „Ég er lán- samur og ég vil gefa þeim tíma minn. Það sem mestu máli skiptir er að gefa börnunum von og við gefum þeim von,“ segir hann. Þó svo að fólk í Tógó sé alla jafna ekki auðugt eru þeir til sem leggja börnum SPES lið með stuðningi sínum. Til dæmis eru tvær systur Gbedeys styrktarforeldrar tveggja barna. „Þeir sem halda utan um barnaþorpin í Tógó eru heimamenn og þeir sjá um börnin dags dag- lega. Við viljum að börnin alist upp við siði og venjur lands síns,“ segir Njörður. Gengið er þannig frá mál- um við yfirvöld að SPES tekur alla ábyrgð á börnunum, rétt eins og foreldri. Það er ljóst að börnin skipta þá sem halda utan um SPES miklu máli og má sjá blik í augum Gbe- deys þegar hann segir blaðamanni frá því að þau kalli hann „pepe“ og fagni honum iðulega ákaft þegar hann kemur á heimili barnanna. „Vertu velkominn, pepe!“ segja þau brosandi. „Á síðasta ári veiktist ég og dvaldi um þriggja mánaða skeið í Frakklandi. Ég saknaði þeirra svo sárt og þau söknuðu mín líka. Þeg- ar ég kom til baka sögðu þau: Pepe, vonandi ertu orðinn hress,“ segir Gbedey og þurrkar tárin sem brutust fram við upprifjunina. Tár- in eru líka gleðitár því Gbedey er maður með stórt hjarta þar sem rúm er fyrir öll þau börn sem þurfa á aðstoð að halda. Börn frá Tógó ættleidd Gbedey hefur á síðastliðnum tveimur árum komið að ættleið- ingum nokkurra barna frá Tógó hingað til lands og segir hann að mikið ánægjuefni sé að börn geti eignast góða fjölskyldu og framtíð. „Ég hitti þrjú þeirra í gær og þau voru mjög kát og ljóst að þeim líð- ur vel. Það er nú það mikilvægasta. Þau eru búin að læra íslensku og hafa aðlagast vel,“ segir og Claude Gbedey hjá SPES. Hvort sem börnin eru ættleidd eða styrkt af styrktarforeldrum er markmiðið alltaf það sama eins og þeir Njörð- ur og Gbedey hafa útskýrt. Það er að gefa börnum það sem þau þurfa: Ást, umhyggju, öryggi, fræðslu og síðast en ekki síst von um góða framtíð. Þeir sem vilja bætast í hóp styrktarforeldra geta gengið frá umsókn á síðu SPES, www.spes.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Tógó er ríki í Vestur-Afríku sem á landamæri að Gana, Benín og Búrkína Fasó. Tógó öðlaðist sjálfstæði frá Frakklandi árið 1960 og eru íbúar rúmlega 7,3 milljónir. Franska er opinbert tungumál í Tógó en einnig eru þar töluð mál á borð við Ewe, Mina, Kabye og Dagomba. Um 40% íbúa eru yngri en fimmtán ára, eða um þrjár millj- ónir. Aðeins 3,2% íbúa eru sex- tíu og fimm ára og eldri, eða um 136.000 manns. Meðalaldur karlmanna er 61 ár en kvenna 67 ár. Það kemur því ekki á óvart að í Tógó sé eftirlaunaald- urinn frá 55 til 60 ára. Hver kona fæðir að meðaltali 4,53 börn sem er nokkuð hátt í samanburði við lönd heimsins og er númer 28 á lista yfir frjó- semi í heiminum. Til samanburðar má geta þess að Ísland er í 143. sæti með 1,88 börn að meðaltali á hverja konu. Barnadauði er til- tölulega algengur, eða 46,73 á móti hverjum 100.000 fæddum einstaklingum. Talið er að um 50% barna á aldrinum 5-14 ára stundi vinnu í Tógó. 40% ÍBÚA YNGRI EN 15 ÁRA Örlítið um Tógó Nýstárlegt og glæsilegt útlitið kemur á óvart, en þú verður fyrst verulega hissa þegar þú kemur inn í bílinn og finnur hversu rúmgóður hann er. Fóta- og höfuðrýmið í þessum fyrsta hlaðbaki sinnar tegundar frá Škoda er nefnilega það mesta sem fyrirfinnst í þessum stærðarflokki bíla. Skyggða sóllúgan, sem hægt er að fá sem aukabúnað, og stór afturrúðan auka svo enn frekar á frelsistilfinninguna. Þegar við þetta bætast allar góðkunnu „Simply Clever“ lausnirnar frá Škoda er útkoman bíll sem á engan sinn líka. Sestu inn og njóttu þess að láta fara vel um þig. Nýr ŠKODA Rapid Spaceback HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.skoda.is 5 stjörnur í árekstrar- prófunum EuroNcap Eyðsla frá 4,4 l/100 km CO2 frá 114 g/km 114g 4 ,4 Nýr ŠKODA Rapid Spaceback kostar aðeins frá: 3.080.000,- m.v. ŠKODA Rapid Spaceback 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur. SIMPLY CLEVER UPPLIFÐU RÝMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.