Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 57
FRÉTTIR 57Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Jens Garðar Helgason hefur til-
kynnt að hann muni bjóða sig fram
til formanns í nýjum samtökum í
sjávarútvegi á sameiginlegum aðal-
fundi Landssambands íslenskra út-
vegsmanna og Samtaka fiskivinnslu-
stöðva sem haldinn verður á Hilton
Nordica föstudaginn 31. október
næstkomandi. Fyrir aðalfundinum
liggur tillaga um sameiningu sam-
takanna.
Ef aðalfundir LÍÚ og SF sam-
þykkja sameiningu í nýtt félag, þá er
félagsmönnum heimilt að bjóða sig
fram til formanns
eða stjórnar á
stofnfundi nýrra
samtaka, eða þá
til kjörnefndar
sem sér um fram-
kvæmd kosninga
á stofnfundinum,
að því er segir á
heimasíðum LÍÚ
og SF.
Jens er fæddur
og uppalinn á Eskifirði 1976, stúdent
frá Menntaskólanum á Akureyri og
stundaði nám í viðskiptafræði í Há-
skóla Íslands 1997-2000. Hann hóf
störf hjá Fiskimiðum ehf. á Eski-
firði, sem sérhæfir sig í útflutningi á
fiskimjöli og lýsi, árið 1999. Jens
Garðar tók við starfi framkvæmda-
stjóra Fiskimiða árið 2001 og hefur
því verið þar við störf í nær 14 ár.
Jens Garðar er einnig formaður bæj-
arráðs í Fjarðabyggð.
Jens Garðar á þrjú börn, Heklu
Björk, Vögg og Thor. Sambýliskona
hans er Kristín Lilja Eyglóardóttir,
læknir í Gautaborg.
Býður sig fram til formennsku
Sameiginlegur aðalfundur nýrra samtaka í sjávarútvegi
Jens Garðar
Helgason
Árið 2012 voru
tæplega 80% Ís-
lendinga á aldr-
inum 18-44 ára
með allar eigin
tennur (28 tenn-
ur eða fleiri), en
voru rúmlega
50% árið 1990.
Tæplega 10% Ís-
lendinga 65-79 ára voru með allar
eigin tennur árið 2012. Árið 1990
voru hins vegar einungis 2,6% Ís-
lendinga í þessum sama aldurshópi
með allar eigin tennur. Þetta kemur
fram í Talnabrunni, fréttabréfi
landlæknis um heilbrigðis-
upplýsingar.
26% tannlausir árið 1990
Þar segir ennfremur að á sama
tíma og fjölgun hafi orðið í hópi full-
orðinna með allar eigin tennur hafi
tannlausum fækkað jafnt og þétt.
Árið 2012 hafi tæplega 5% Íslend-
inga á aldrinum 18-79 ára verið
tannlausir en þeir voru tæplega
26% árið 1990.
Tennurnar tolla betur
í Íslendingum en áður
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra hyggst fela Sjúkratrygg-
ingum Íslands að semja við Land-
spítalann um áframhaldandi rekstur
ADHD-teymis sem sett var á fót á
síðasta ári, eins og fram kemur í til-
kynningu frá velferðarráðuneytinu.
Fram kom á dögunum að Landspít-
alinn hygðist ekki halda starfsemi
ADHD-teymis spítalans áfram þar
sem ekki hafi verið gert ráð fyrir
fjármunum til teymisins í fjárlaga-
frumvarpi 2015. Heilbrigðisráðherra
sagði í kjölfarið að hann hefði sjálfur
talið að gert væri ráð fyrir því í
rekstri spítalans án þess að sérstök
grein væri gerð fyrir því í fjárlaga-
frumvarpinu. Ráðherrann lagði
áherslu á að brýnt væri að halda
starfsemi teymisins áfram og væri
samningar Sjúkratrygginga og spít-
alans liður í því.
Elín H. Hinriksdóttir, formaður
ADHD-samtakanna, tekur undir
með ráðherra um mikilvægi teym-
isins. Segir hún árangur þess áþreif-
anlegan og með greiningu og réttri
meðferð aukist lífsgæði fullorðinna
einstaklinga til muna og þeir geti
tekið virkan þátt í samfélaginu á ný.
Hún ítrekar að líta beri á starfsemi
teymisins sem skref í átt að betra
samfélagi en ekki sem kostnað.
Landspítalinn ADHD-teymið starf-
ar á geðsviði Landspítalans.
Framtíð
ADHD-
teymis í húfi
Teymið mikilvægt
að mati ráðherra
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt 22 ára karlmann í fimm mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
umferðarlagabrot, fíkniefnalaga-
brot og líkamsárás. Þá var honum
gert að greiða fórnarlambi sínu
hálfa milljón í bætur og máls-
kostnað og 240 þúsund krónur í
annan sakarkostnað.
Maðurinn var sakfelldur fyrir að
hafa 28. maí 2013 utandyra við bak-
hús í Fálkagötu í Reykjavík slegið
karlmann hnefahöggi í andlitið svo
hann féll í götuna og hlaut nef- og
miðnesbrot, kinnbeinsbrot og
áverka á neðanaugntóttartaug. Sá
gerði kröfu um 1,2 milljónir króna í
skaða- og miskabætur en fékk
þriðjung af þeirri upphæð.
Maðurinn játaði brot sín fyrir
dómi en þrátt fyrir ungan aldur á
hann að baki nokkurn sakaferil.
Hálf milljón fyrir að
berja mann í götuna
AKUREYRI
Draupnisgötu 5
462 3002
EGILSSTAÐIR
Þverklettum 1
471 2002
REYKJAVÍK
Skeifunni 5
581 3002
REYKJAVÍK
Skútuvogi 12
581 3022
– fyrir kröfuharða ökumenn
www.dekkjahollin.is
Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar:
/dekkjahollin
Verum örugg á veginum
Dekkin skipta
öllu máli!
Þú færð þau í Dekkjahöllinni.