Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 85
MINNINGAR 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Meðan eldsumbrot, jarð- skjálftar og gasmengun herjuðu á landsmenn háði náttúruunn- andinn Inga Rósa Þórðardóttir sína lokabaráttu. Veikindi henn- ar voru erfið en ekki langvinn. Frá því að Inga Rósa hóf störf við Foldaskóla árið 2002 leiddi hún íslenskukennslu ung- lingadeildar af miklum metnaði og fagmennsku. Hún var dáð og virt af nemendum sínum og samstarfsfólki sem þótti gott að vinna með henni. Hún gegndi ýmsum störfum í skólanum og til hennar var ávallt gott að leita. Meðfram kennslu jók hún við menntun sína, skrifaði bæk- ur og greinar, vann við leiðsögn og ýmislegt fleira. Þess á milli sinnti hún vinum og fjölskyldu af alúð. Inga Rósa var mikil fjöl- skyldukona og fengum við að fylgjast með börnum og barna- börnum sem hún var afar stolt af. Hún var óeigingjörn á fjöl- skyldu sína og sýndi það sig þegar hún deildi með okkur þeim feðgum, Guðmundi og Þórði Inga, sem saman léku undir söng og gleði í fjölda sam- kvæma hjá okkur. Þær stundir þökkum við fyrir og geymum í minningunni. Inga Rósa var víðlesin og hæfileikarík kona sem bjó að fjölbreyttri reynslu sem hún deildi með samferðafólki sínu. Hún var reyndur leiðsögumaður og sinnti því starfi samhliða kennslunni. Í ferðum með nemendum og starfsfólki skólans var hún ávallt í hópi fararstjóra og fræddi okkur af sinni einstöku snilld um staði og sögu þeirra. Þar var hún óþrjótandi brunnur og frásagnargleðin slík að unun var á að hlýða. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Foldaskóli hefur misst mik- ilhæfan starfsmann. Það er með söknuði og trega að Inga Rósa er kvödd en jafnframt þakklæti fyrir að hafa notið samvista við hana. Fjölskyldu og vinum sendum við samúðarkveðjur. Fyrir hönd samstarfsfólks í Foldaskóla, Kristrún Guðjónsdóttir. Kveðja frá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur Okkur setti öll hljóð þegar við fréttum af andláti Ingu Rósu. Við vissum um veikindi hennar og að þau væru svo al- varleg að ekki væri von um bata. Á stjórnarfundi bárust okkur fregnir af líðan hennar. Þær voru ekki uppörvandi. Við bjuggumst þó ekki við því að dauðastundin væri svona nálæg. Maðurinn með ljáinn kemur jafnan of snemma. Inga Rósa sat í stjórn Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur í fjór- tán ár eða frá vordögum 2000. Hún var einstaklega jákvæð og lagði jafnan gott til mála, var full af áhuga og hugmyndum um það með hvaða hætti við sinnt- um skógræktarstarfinu best. Hvenær sem til hennar var leit- að var hún boðin og búin að veita félaginu liðsinni sitt. Þegar við fórum að Múlastöðum nú á höfuðdaginn til að fagna kaup- um félagsins á jörðinni, bað hún fyrir kveðjur, treysti sér ekki til að koma. Hún fagnaði þessum fyrstu jarðakaupunum félagsins. Fund- argerðir hennar af aðalfundum félagsins voru bæði læsilegar, skýrar og fyrirmyndar heimild til að fletta upp í. Inga Rósa var sú tegund af manneskju sem gerði okkur sem sátu með henni í stjórn léttara í sinni. Þegar stjórnin gerði sér glað- an dag var hún hrókur alls fagn- aðar, hún smitaði glaðværðina út frá sér. Þetta voru ánægju- legar samverustundir. Að leiðarlokum þakkar stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur Ingu Rósu langt, ánægjulegt og farsælt samstarf. Hennar sæti verður vandfyllt. Við munum sakna hennar og minnast með miklum hlýhug. Eiginmanni og öðrum aðstandendum vottum við dýpstu samúð. F.h. Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þröstur Ólafsson. Fyrir rétt rúmum 40 árum réðist hópur vel menntaðra og framsækinni kennara til starfa við Egilsstaðaskóla í kjölfar að- gerða til að sporna við alltof tíð- um kennaraskiptum. Það ríkti áhugi og eftirvænting í þessum hópi við upphaf skólaárs 1974 en þá gerðist hið óvænta. Ný- ráðinn íslenskukennari fékk slíka heimþrá að ekki varð við ráðið og allt í einu stóð skólinn uppi án íslenskukennara. Þá voru góð ráð dýr en stundum er fall fararheill. Í þessum erfiðu aðstæðum var leitað til eiginkonu nýráðins raungreinakennara, Guðmundar Steingrímssonar, Ingu Rósu Þórðardóttur. Hún hafði þá um vorið lokið stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands en hafði auðvitað hvorki kennslureynslu né kennaramenntun. En hún reyndist vandanum vaxin, ávann sér fljótt traust samstarfs- manna, nemenda og foreldra. Það var eins og kennslan væri henni eðlislæg. Hún lauk síðan réttindanámi samhliða starfi og kennslan varð hennar ævistarf að mestu. En þegar svæðisútvarp RÚV á Austurlandi tók til starfa 1987 var hún ráðin forstöðumaður þess enda hafði hún þá verið fréttaritari RÚV á Egilsstöðum í tvö ár. Eftir að þau hjón fluttu hing- að suður frá Egilsstöðum 1999 hóf hún fljótlega aftur kennslu- ferilinn og honum var auðvitað hvergi nærri lokið þegar hinn illvígi sjúkdómur gerði vart við sig og lagði hana að velli á nokkrum mánuðum langt fyrir aldur fram. Um leið og ég minnist af- burðakennara og góðs sam- starfsmanns þakka ég fyrir störf Ingu Rósu í Egilsstaða- skóla forðum – og sendi Guð- mundi, börnum þeirra og barna- börnum hugheilar samúðarkveðjur. Ólafur Guðmundsson, fv. skólastjóri. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur allt of fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei fær að græða grund. Kæra vinkona, þá er komið að leiðarlokum, í bili að minnsta kosti. Við sem héldum kannski, sumar hverjar, að augnablikið entist að eilífu. Við, hópurinn okkar, sem höf- um á sumri hverju haldið á vit ævintýranna og nú síðast í júní- lok. Þá fórst þú fyrir hópnum í Laka enda búin að heimsækja þann stað oftar en við hinar og það verður að segjast eins og er að þú varst talsvert hugaðri en við flestar þegar kom að því að afgreiða vöðin og hálendismal- bikið. Þú mundaðir líka mynda- vélina á milli þess sem þú fræddir okkur um fjöll og for- ynjur. Þú varst leiðtogi í eðli þínu og þó að ég fengi að stjórna í dansinum þeim arna, sem stiginn var með höfuðljós og „alles“ á Ytra-Álandi í fyrstu ferð saumaklúbbsins okkar fyrir ellefu árum, þá breytti það engu. Líttu sérhvert sólarlag, Sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Við höfum hlegið, grátið og notið þess að dást að sólarlag- inu. Við höfum flogið, siglt og gengið þvers og kruss um landið okkar fallega. Við höfum notið samverunnar og þess að vera til. Þú veist að tímans köldu fjötra eng- inn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund Því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason.) Kæra vinkona. „Enginn veit sína ævina, fyrr en öll er.“ Þín verður sárt saknað og hjarta mitt er barmafullt af sorg. Ég trúi því samt að þrátt fyrir allt og allt sért þú nú, meðal annars, farin að skipuleggja næstu ferð Saumó sexy um ókunnar lendur. Sú ferð verður án efa eftir- minnileg eins og allar hinar. Mundu samt eftir því að hóp- urinn átti alltaf eftir að dansa fáklæddur á „táslunum“ úti í guðsgrænni náttúrunni. Verður hægt að koma því við? Við Pelli sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar og biðjum þess að allt það góða í heimi hér gæti hennar og styrki. Sigríður Friðný Halldórsdóttir. Ingu Rósu kynntist ég þegar við kenndum í Foldaskóla. Hún kenndi íslensku í unglingadeild, var afar vel liðin af nemendum og samstarfsfólki. Við unnum mikið saman og fórum m.a. með nemendur í eftirminnilegar ferðir. Seinna fór ég að vinna fyrir Félag grunnskólakennara og sambandið minnkaði. Inga Rósa hafði samt samband þegar hún hafði áhyggjur af kennara- starfinu og hvert stefndi í þeim efnum. Hún sagði sína skoðun umbúðalaust og rökstuddi mál sitt vel. Þegar Inga Rósa hafði samband gaf ég mér alltaf tíma til að hlusta eða lesa skilaboð. Ég vissi sem var að þar voru góðar og gagnlegar ábendingar. Í erfiðri stöðu í kjaraviðræðum fyrir rúmu ári hafði ég samband við Ingu Rósu og leitaði hjá henni ráða. Við ætluðum að hitt- ast í stutta stund, en úr varð langt og skemmtilegt spjall yfir tebolla og gamlir tímar voru rifjaðir upp með tilheyrandi hlátri. Ráðin fékk ég líka og fór eftir þeim og reyndust þau heilladrjúg. Það var mér mikið ánægju- efni þegar Inga Rósa tilkynnti mér á vormánuðum að hún hygðist gefa kost á sér í stjórn Félags grunnskólakennara. Hún hlaut kosningu á aðalfundi fé- lagsins og var kosin í stjórn til fjögurra ára. Á þessum tíma var félagið í miðjum kjaraviðræðum og í undirbúningi aðgerða vegna hugsanlegrar vinnustöðvunar. Inga Rósa tók strax að sér að vera í undanþágunefnd vegna fyrirhugaðrar vinnustöðvunar og gekk í þá vinnu af miklum krafti. Inga Rósa var einnig í samninganefnd félagsins og sat löngum stundum með okkur í Karphúsinu þar til samningar náðust. Í þessum átökum og miklu vinnu komu styrkleikar Ingu Rósu vel í ljós. Hún var af- ar vel máli farin, yfirveguð og skynsöm. Það var mikill fengur fyrir félagið að fá svo öflugan og traustan félaga til liðs við sig. Fljótlega eftir þessa rimmu kom í ljós að hún var orðin veik og því miður hafði hún ekki betur í þeirri baráttu. Fyrir hönd Félags grunn- skólakennara færi ég Ingu Rósu þakkir fyrir vel unnin störf. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Félags grunnskólakenn- ara, Ólafur Loftsson, formaður. ✝ Guðrún JónínaSigurpálsdóttir f. 27. febrúar 1919 í Skagafirði, d. 16. október 2014 á Víf- ilsstöðum, Garða- bæ. Guðrún Jónína fæddist á Kambi í Deildardal í Skaga- firði en ólst að mestu upp í Svarf- aðardal hjá for- eldrum sínum sem voru Sig- urpáll Sigurðsson, f. 6. júní 1890, d. 4. október 1963, og Ingi- björg Jónsdóttir, f. 3. júní 1889, d. 3. júlí 1976. Systkini Guð- rúnar Jónínu voru Laufey, f. 1913, Sigurbjörn, f. 1917, Krist- ín Sigríður, f. 1922, og Reimar, f. 1931, sem öll eru látin, Mar- grét Kristjana, f. 1925, Rósalind, f. 1929, og Marinó Pétur, f. 1934, lifa systur sína. Árið 1932 tóku foreldrar Guðrúnar Jónínu við búi á Steindyrum í Svarf- aðardal og átti hún heima hjá þeim en var víða í vist í Svarf- aðardal á næstu árum. Hún bjó hjá Laufeyju systur sinni á Siglufirði um tíma og síðar á Rarik á Dalvík. Bjuggu þau hjón á Dalvík til ársins 1990 er þau fluttust í Kópavog og bjuggu þar um stutt skeið uns þau fluttu á Bústaðaveg 75 í Reykjavík en þar áttu þau heimili saman uns Gestur lést. Síðustu árin átti Guðrún Jónína heimili á Selja- hlíð í Reykjavík. Börn þeirra hjóna eru c) Aðalberg Snorri, f. 25. júní 1943. Hann var kvæntur Jóhönnu Kristínu Björnsdóttur, f. 4. október 1946. Þau skildu. Börn Snorra og Kristínar eru Gestur, Gísli Árni, Jónína Krist- ín og Birna Rós. Kona Snorra er Auður Ingvarsdóttir, f. 6. apríl 1953 og eiga þau soninn Einar. Fyrir átti Auður synina Ingvar Eyfjörð og Örn Eyfjörð. Snorri eignaðist Jóhann með Rósu Har- aldsdóttur og Dröfn með Rann- veigu Þorfinnsdóttur. d) Signý, f. 17. apríl 1945. Hún eignaðist Egil Darra með Brynjólfi Að- alsteini Brynjólfssyni. Signý er gift Hákoni Aðalsteinssyni, f. 22. júlí 1947, og eiga þau Aðalstein og Höllu. e) Ingvar, f. 2. janúar 1950, d. 12. júlí 1952, f) Sig- urpáll, f. 3. desember 1951. Sig- urpáll var kvæntur Erlu Vigdísi Óskarsdóttur, f. 17. september 1954. Þau skildu. Börn þeirra eru Óskar, Gauti og Guðrún Jónína. Útför Guðrúnar Jónínu fer fram frá Seljakirkju í dag, 23. október 2014, kl. 15. Sauðanesi við Dal- vík uns hún fluttist til Dalvíkur árið 1944. Guðrún Jón- ína var verkakona á Dalvík og vann í frystihúsinu þar um áratuga skeið ásamt því að halda heimili. Guðrún Jónína bjó um tíma á Siglufirði með Árna Jónssyni, f. 3. mars 1906, d. 29. júní 1985. Börn þeirra voru a)Leifur, f. 5. nóv- ember 1938, d. 18. febrúar 1939, b) Hanney Ingibjörg, f. 2. októ- ber 1940. Hún er gift Helga Jónssyni, f. 5. júlí 1939, og eign- uðust þau fjögur börn: Halldóru, sem er látin, Árna, Gest og Jón Arnar. Maður Guðrúnar Jónínu var Gestur Sigurðsson frá Siglu- firði, f. 18. desember 1918, d. 27. október 2007. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, bóndi Skarðsdal, f. 29. ágúst 1883, d. 9. janúar 1961, og Björnónía Hallgrímsdóttir, húsfreyja Skarðsdal, f. 22. september 1885, d. 19. október 1979. Gest- ur var lengstum starfsmaður Í dag kveðjum við okkar kæru ömmu Jónínu eða ömmu á Dalvík eins og við systkinin kölluðum gjarnan föðurömmu okkar. Eftir sitja góðar og kær- ar minningar sem munu lifa áfram og þá sérstaklega frá ár- unum er amma og afi, Jónína og Gestur, áttu heima við Bjarkarbraut á Dalvík. Það var ætíð notalegt að koma norður og hægt að ganga að því vísu að alltaf var nóg til af heimabökuðu kleinunum hennar ömmu og öðru góðgæti sem fyllti svanga maga eftir hvern ævintýralega daginn á Dalvík. Eftir að amma og afi fluttu suður á höfuðborgarsvæðið á sínum efri árum urðu mun meiri samskipti en áður og maður naut þess að heimsækja þau á Bústaðaveginn og var ætíð tekið vel á móti öllum gestum með góðum viðurgjörn- ingi. Það var ætíð mikil ró og friður sem ríkti á heimili þeirra og maður hreinlega fann hvern- ig ys og þys borgarlífsins náði sjaldan að raska þeirra hæga en örugga takti sem þau gengu í saman í gegnum lífið. Amma var stálminnug og fylgdist vel með öllum börn- unum og afkomendum þeirra. Hún þekkti hvern einasta af- komanda með nafni og svei mér ef hún var ekki með fæðing- ardag þeirra allra á hreinu. Þá fylgdist amma vel með þjóð- málaumræðunni og kom maður sjaldan að tómum kofunum í þeim málum en heldur hallaðist amma til vinstri og það var því ósjaldan sem maður tók upp hanskann fyrir hægrið en afi kímdi þegar fór að þykkna í ömmu. En allt var þetta í góðu og alltaf skildum við sátt. 95 ár er vissulega löng ævi en við mannfólkið erum þannig að við viljum meira og vissu- lega hefði ég viljað hafa þig lengur hjá okkur, amma mín. En allt tekur enda og það er mín trú að afi hafi tekið vel á móti þér og það er huggun harmi gegn. Elsku amma mín, með þess- um orðum sendi ég þér mína hinstu kveðju og takk fyrir alla viskuna þína og allar fallegu minningarnar sem ég mun geyma með mér. Kæru ættingjar, mínar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Gestur Snorrason. Ég er orðinn of seinn, klukk- an er farin að ganga sex og ég veit að amma bíður í forstof- unni í kápunni með skýlu yfir nýlögðu hárinu. Það stendur heima, þegar ég hringi bjöll- unni á Bústaðaveginum opnar amma strax og er tilbúin að fara. Hún lét ekki bíða eftir sér. Í tilsvörum var hún snögg og eins og einn sona minna sagði gjarnan þá var hún búin að svara spurningum hans áður en honum tókst að ljúka þeim – og var hún þá komin á tíræð- isaldur. Amma var hreinskilin og maður vissi hvar maður hafði hana því hún lá ekki á skoðunum sínum og sagði hlut- ina beint út – en hún talaði ekki um alla hluti. Fyrst man ég eftir ömmu í Bjarkarbrautinni á Dalvík og þangað var gott að koma og þiggja mjólkurglas og kleinu ef maður var ekki svo heppinn að fá mix eða malt hjá afa. Það var þægileg ró og kyrrð í Bjark- arbrautinni sem gott var að leita í. Var tekið vel á móti manni og þar leið manni vel við raulandi ömmu og rólegan afa. Hún söng vísur eða vinsæl lög eða hummaði bara. En söngur var hennar mesta ástríða í líf- inu og hafði hún yndi af góðum söng – og sjálf hafði amma fal- lega söngrödd og lá ekki á liði sínu við rétt tækifæri. Ég minnist þess þegar ég hafði fengið nýjan disk með Karlakór Dalvíkur að amma og Magga systir hennar voru í heimsókn hjá foreldrum mínum. Tylltu þær sér sunnan við hús, uppá- klæddar í sólskininu. Ég opnaði skottið á jeppanum, setti disk- inn í og spilaði lagið „Svarf- aðardalur kæri“ aftur og aftur fyrir þær systur. Þetta þótti þeim flott. Ég finn það núna að maður veit ekki svo óskaplega mikið um líf ömmu þegar hún var ung – hún talaði ógjarnan um það og hygg ég að lífið hafi ekki alltaf farið um hana mjúkum höndum. Oft langaði mig að ræða við hana um fortíðina en það vildi hún ekki og eyddi því tali hið snarasta. Kjörin hafa eflaust verið kröpp í foreldra- húsum í stórum hópi systkina og var hún snemma farin að vinna fyrir sér í vist á öðrum bæjum í Svarfaðardal og skilst mér að henni hafi þótt sú vist heldur leið. Barnamissir hefur líka verið erfiður en um það talaði hún ekki heldur. Hún var það sem sumir myndu kalla prí- vat manneskja. Um frændur, frænkur, börn og barnabörn gat hún talað. Hún virtist vita um allt sem gerðist hjá hennar nánustu allt fram á síðasta dag en sem bet- ur fer var hún með fullu ráði allt til loka og fylgdist af hlýju með sínum. Til að fá fréttir af frændsystkinum sínum fór ég til ömmu og spurði frétta og aldrei stóð á svörum. Kom fyrir að hún vissi meira um hvað gerðist hjá mínum nánustu en ég sjálfur. Alltaf var amma vel til fara og hafði unun af því að kaupa fallegar flíkur og punta sig. Ekki hafði hún síður gaman af því að ferðast en gerði því mið- ur alltof lítið af því. Þegar við bjuggum í Englandi langaði hana mikið að koma og heim- sækja okkur en ekki varð af því enda hún þá komin á níræð- isaldur – en mikið langaði hana og oft var skipulagt en aldrei farið. Nú hefur hún lagt í ferðina löngu og kemur ekki til baka – en hún skilur eftir sig minn- ingar um góða ömmu. Far í friði. Árni Helgason. Guðrún Jónína Sigurpálsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.