Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 59
VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Á lista Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands yfir sprotafyrirtæki gæt- ir mikillar fjölbreytni. Þarna eru fyrirtæki um land allt á sviði af- þreyingar og leikjatækni, heil- brigðis- og líftækni, orkutækni, umhverfistækni og ekki síst upp- lýsingatækni. Eru ein 93 fyrir- tæki skráð í þann flokk. Flest eru fyrirtækin í Reykjavík og á höf- uðborgarsvæðinu. Þau eiga það sameiginlegt að skapa eða búa til eitthvað nýtt eða endurbæta það sem þegar er fyrir hendi. Þetta getur jafnt átt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, að- ferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu og markaðssetningar. Könnun sem gerð var í fyrra meðal sprotafyr- irtækjanna leiddi í ljós að rúm 37% þeirra höfðu náð veltu um- fram 100 milljónir króna á ári. Velta 55% fyrirtækja var enn undir 50 milljónum króna, þar af tæp 34% fyrirtækjanna undir 10 milljónum króna. Öflugur þáttur í stuðningsneti íslenskra sprotafyrirtækja er frumkvöðlasetrið Klak-Innovit. Þar hefur verið lögð áhersla á viðskiptatækifæri sem spretta úr starfi íslenskra háskóla. Megintilgangurinn er að virkja frumkvæði og at- hafnasemi ungs fólks á Íslandi og aðstoða við að hrinda viðskipta- hugmyndum í framkvæmd. Meðal árlegra viðburða má nefna frumkvöðlakeppnina um Gulleggið, Startup Reykjavík og Seed Forum Iceland. gudmundur@mbl.is Mikill fjöldi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja Nýsköpunarmiðstöð Þorsteinn I. Sigfússon forstjóri og samstarfsfólk. 93 sprotar á sviði upplýsingatækni hópi,“ segir Bergþór, spurður um hvað sé svona skemmtilegt við íþróttina. Sjálfur leikur hann oftast í stöðu quarterbacks eða liðsstjórn- anda og fékk tækifæri til að spila íþróttina við kjöraðstæður á síð- asta ári þegar hann var skipti- nemi í high school í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Í gegnum tíðina hafa Einherj- ar m.a. verið með erlenda þjálf- ara, en eru ekki með fastan þjálf- ara eins og er, heldur sjá reyndari leikmenn um þjálfun. Að auki læra þeir mikið af því að horfa á leiki og kennslumyndbönd. Bergþór segir að áður hafi verið lið bæði á Akranesi og í Vestmannaeyjum, en sér sé ekki kunnugt um að önnur lið en Ein- herjar séu starfandi þessa dagana. Allir eru velkomnir á æfingar Einherja og hann segir að íþróttin komi fólki oft á óvart þegar það prófi að spila einn leik. „Margir halda að það sé bara fyrir ein- hverja jaka að spila amerískan fótbolta. En þessi íþrótt er þannig uppbyggð að verkefnin í henni eru mörg og henta fólki með mis- munandi líkamsbyggingu.“ Átök Í amerískum fótbolta er gjarnan tekist hressilega á. alveg frá fyrstu tíð verið miðstöð menningarlífs í Grafarholti og eft- irsótt til ýmissa athafna. Í því til- liti sé mikilvægt að gott orgel sé í kirkjunni. Kirkjustarfið í Grafarholti er fjölbreytt. Þar er til dæmis æsku- lýðsstarf, barnakór og Kór Guð- ríðarkirkju sem um tuttugu manns syngja með. „Kórinn er hverfið, fólkið hér á holtinu sem kemur hingað og syngur við messur á hverjum sunnudegi og aðrar at- hafnir eftir atvikum. Þetta er ofsa- lega skemmtilegt starf, sem gefur öllum þeim sem taka þátt í því virkilega mikið,“ segir Hrönn. Hún er menntuð í píanóleik, söng og er kantor frá Tónskóla þjóð- kirkjunnar og kveðst njóta sín vel í starfi Grafarholtskirkju. Morgunblaðið/Kristinn Helgidómurinn Altarið í Guðríðarkirkju og í baksýn er altaristaflan, sem er ekki annað en himinn og jörð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarholt Guðríðarkirkja er guðshúsið í yngsta hverfi borgarinnar. „Starf kirkjuvarðarins er fjölbreytt. Núna er ég að skipu- leggja tónleikana, en gríp líka í þrifin, sé um kaffiboð og svo mætti áfram telja,“ segir Lovísa Guðmundsdóttir kirkjuvörður. Þjónustu við fólk segir hún vera rauða þráð- inn í starfinu. „Já, oft kemur í minn hluta að leiðbeina fólki sem leitar hingað í erfiðum aðstæðum. Það tekur stundum svolítið á en lærist. Og eitthvað kann maður í ritúalinu, gæti sjálfsagt messað ef þess þyrfti þó að ég láti prestinum okkar, séra Karli V. Matthíassyni, það eftir.“ Guðríðarkirkja er við Kirkjustétt, miðsvæðis í Graf- arholtshverfi. Raunar er hlutverk kirkjunnar í hverfinu miðlægt, en um 60% þeirra sem á sóknarsvæðinu búa eru þjóðkirkjufólk. Miðað við aðrar sóknir í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar þykir það hlutfall þokkalega hátt. Gæti messað ef þess þyrfti KIRKJUVÖRÐUR SINNIR ÓLÍKUM VERKEFNUM Lovísa Guðmundsdóttir 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.