Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Við erum bara mjög ánægð með þetta og þetta er viðurkenning fyrir starfsmenn bæjarins,“ segir Ás- gerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, en sveitarfé- lagið var á dögunum útnefnt „Draumasveitarfélagið 2013“ af Vís- bendingu – vikuriti um viðskipti og efnahagsmál. Seltjarn- arnesbær fékk einkunnina 9,3 en útreikningar Vís- bendingar byggj- ast á rekstr- artölum úr ársreikningum 2013. Seltjarnarnes var í 9. sæti á lista Vísbend- ingar yfir fjárhagslega stöðu sveit- arfélaganna fyrir árið 2011 en stökk þess í 1. sæti má m.a. rekja til þess að útsvarsprósentan á Nesinu hefur lækkað og stendur nú í 13,66%. Þá segir Ásgerður lágt skuldahlutfall og hagstætt veltufjárhlutfall einnig skipta máli í þessu samhengi. „Við höfum, með góðu samstarfi stjórnenda þeirra stofnana sem bærinn hefur, náð því fram að geta veitt mjög góða þjónustu á sama tíma og við höfum getað haft álögur á íbúa lægri en gengur og gerist,“ segir Ásgerður um góðan árangur Seltjarnarnesbæjar en hagræðing- araðgerðirnar undanfarin ár hafi m.a. falist í því að endurskoða inn- kaup og aðkeypta vinnu og sameina leik- og grunnskóla. Ásgerður segir kannanir hafa sýnt að íbúar Seltjarnarness, sem eru um 4.400 talsins, séu ánægðir með þjónustuna í sveitarfélaginu en á dagskrá bæjaryfirvalda sé m.a. að létta undir með fjölskyldufólki. Hún segir smæð sveitarfélagsins ótví- rætt hafa sína kosti. „Það eru marg- ir kostir sem felast í því að vera í kringum 5.000 eins og okkar sveit- arfélag er. Það er nálægðin bæði við íbúa og nálægðin milli stjórnenda. Þær eru styttri boðleiðirnar, t.d. til íbúanna varðandi t.d. ákvarð- anatöku. Það er allt auðveldara,“ segir hún. Allt í blóma í Grindavík Það sveitarfélag sem hefur náð hvað mestum framförum sam- kvæmt útreikningum Vísbendingar er Grindavíkurbær, sem stekkur úr 30. sæti 2011 í 4. sæti fyrir árið 2013. „Árið 2011 greiddum við upp meira og minna allar okkar skuldir og það spilar þarna væntanlega stórt hlutverk,“ segir Róbert Ragn- arsson, bæjarstjóri Grindavíkur, en þá hafi útsvarið einnig verið lækk- að. Róbert segir að ráðist hafi verið í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir eftir mikla útgjaldaaukningu 2007- 2010. „Það sem við fórum í þá var að hagræða talsvert mikið hjá okkur og það var allt undir í því, og á sama tíma hækkuðum við gjaldskrár á ýmsa þjónustuþætti og náðum í kjölfarið betri rekstrarafkomu. Og 2012 var hún mjög góð,“ segir hann. Grindavíkurbær sparaði m.a. 12 milljónir á árunum 2010-2012 með því að segja upp aksturssamningum við starfsmenn en Róbert segir að mestu hafi skipt vöxtur í atvinnulíf- inu. „Á sama tíma og við erum að draga úr útgjöldum þá gengur mjög vel í sjávarútvegi og ferðaþjónustu og það fjölgar störfum og laun hækka. Við höfum ekki verið í þessu atvinnuleysi eins og önnur sveit- arfélög á Suðurnesjum,“ segir hann. Draumur að búa á Seltjarnarnesi  Seltjarnarnes útnefnt „Draumasveitarfélagið“ af vikuritinu Vísbendingu  Hafa lækkað útsvarið og hagrætt með góðum árangri  Íbúarnir ánægðir  Grindavíkurbær hoppar upp um 26 sæti Morgunblaðið/Ómar Útiveran alltaf vinsæl Göngu- og hjólreiðastígarnir á Seltjarnarnesi njóta mikilla vinsælda árið um kring. Ásgerður Halldórsdóttir Forsendur drauma- sveitarfélagsins 2014* 1. Skattheimtan þarf að vera sem lægst. Sveitarfélög með útsvars- hlutfallið 13,66% fá 10 og sveitarfélög með hlutfallið 14,48% fá núll. Skalinn er í réttu hlutfalli þar á milli. 2. Breytingar á fjölda íbúa þurfa að vera hóflegar. Fjölgun á bilinu 1,6 til 3,6% gefur 10 og frávik um 1% frá þessummörkum lækka einkunnina um einn heilan. 3. Afkoma sem hlutfall af tekjum á að vera sem næst 10%, sem gefur einkunnina 10. Dreginn er frá 1 fyrir hvert prósentustig sem sveitarfélag er fyrir neðan 10% hlutfall. Dreginn er einn þriðji frá 10,0 fyrir hvert prósentustig yfir 10%. 4. Hlutfall nettóskulda af tekjum sé sem næst 1,0. Frávik um 0,1 yfir þessu hlutfalli lækkar einkunnina um 1,0 frá einkunninni 10. Frávik um 0,1 fyrir neðan þetta hlutfall lækkar hana um 0,2. Ef skuldir eru mjög litlar getur það bent til þess að sveitarfélagið hald að sér höndum við framkvæmdir. Þetta er breyting. Áður var miðað við frádrátt upp á 0,5. 5. Veltufjárhlutfall sé nálægt 1,0 (sem gefur 10) þannig að sveitarfélagið hafi góða lausafjárstöðu en hafi ekki of mikla peninga í lélegri ávöxtun. Frávik um 0,1 neðan við hlutfallið gefur 1 í frádrátt. Frávik um 0,1 fyrir ofan hlutfallið gefur 0,2 í frádrátt. Hlutfall yfir 2,0 gefur einkunnina 8. Þetta er breyting frá fyrra ári þegar það hlutfall gaf 5. Allir þættirnir gilda jafnt. *Birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra Vísbendingar. Einkunnir sveitarfélaganna 2012-2014* *Um er að ræða 20 efstu af 35 stærstu sveitarfélögum landsins. Útreikningar miðast við rekstrartölur úr ársreikningum sveitarfélaga 2011-2013. Eink. 2013 Eink. 2012 Eink. 2011 Meðaltal Seltjarnarnes Garðabær Bláskógabyggð Grindavíkurbær Fjallabyggð Vestmannaeyjar Snæfellsbær Húnaþing vestra Akureyri Rangárþing ytra Ölfus Dalvíkurbyggð Akranes Eyjafjarðarsveit Árborg Fjarðabyggð Reykjavík Rangárþing eystra Hornafjörður Ísafjarðarbær 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 9,3 8,7 7,4 7,1 6,9 6,9 6,9 6,9 6,8 6,6 6,5 6,5 6,4 6,4 6,2 6,1 5,9 5,7 5,7 5,5 2 1 12 10 6 7 3 13 14 25 5 11 16 18 20 8 31 19 4 21 7,2 8,8 5,4 5,5 6,3 6,2 7 5,3 5,2 4,1 6,4 5,4 5 4,9 4,8 5,7 3,4 4,8 7 4,5 9 1 24 30 11 10 3 15 2 32 12 6 5 7 16 13 17 23 4 29 5,7 9 3,9 3,7 5,4 5,4 6,8 5,1 7,2 3,4 5,4 6,7 6,7 6,3 5 5,1 5 4,2 6,7 3,7 7,4 8,9 5,6 5,4 6,2 6,2 6,9 5,7 6,4 4,7 6,1 6,2 6,1 5,8 5,3 5,6 4,7 4,9 6,5 4,6 Röð 2014 Röð 2013 Röð 2012 Sveitarfélag Heimild: Vísbending Smart föt, fyrir smart skvísur Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Stærðir 38-52 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Opnun kl. 15, laugardaginn 25. október Allir velkomnir sýning á málverkum Þorsteinn Helgason Listmuna uppboð Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.