Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 66
66 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
• Barnalæsing
• Mikil einangrun
• CE vottuð framleiðsla
• Sérsmíði eftir málum
• Glerjað að innan
• Áratuga ending
• Næturöndun
Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700
Veldu viðhaldsfrítt
PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar
Á 14. öld blossaði
upp pest í Evrópu
sem svipar nokkuð til
þess sem nú er að
gerast í Afríku. Þá
hét þessi pest Svarti-
dauði nú ber hún
nafnið ebóla eða ebó-
lavírus. Þá skvettu
menn skít úr koppum
sínum út á götu eins
og nú er gert í sveit-
um Afríku.
Fæstir vita það að vírusinn er
þarfaþing í niðurbroti lífrænna
efnasambanda í náttúrunni og
framleiðir þannig áburð fyrir
plöntur í hringrás náttúrunnar.
Þegar vírus kemst út úr sínu venju-
bundna hlutverki verður hann
hættulegur mönnum og dýrum á
þann hátt að líkami manna og dýra
framleiðir eitur sem á að drepa vír-
usa, en drepur ekki bara vírusinn
heldur einnig eiganda sinn, mann-
inn sjálfan eða dýrið. Þetta er einn
ótrúlegasti hrekkur lífsins á jörð-
inni. Þetta er súperofnæmi, hér
fellur ónæmiskerfið saman yfir í
sjálfseyðingu. Ebólusýking gæti
verið samspil fleiri sýkinga sem
berast með flugum eins og malaría,
miltisbrandur og snákaeitur frá
grænum ávaxtasnákum, ávextir,
heimili moskító-flugunnar. Lækn-
ing er möguleg komist sjúklingur
til læknis innan sólarhrings, því
lengra sem líður frá smiti, því
minni líkur á lækningu því ónæm-
iskerfið hrynur niður í sjálfseyð-
ingu. Ebólusvæðið í Vestur-Afríku
er hlaðið gömlum rotnandi líkum og
hræjum dauðra dýra eftir langvar-
andi skálmöld uppreisnarafla og
skæruliða. Kjöraðstæður fyrir
smitleiðir.
Nú grætur heimurinn það að
tveir Ameríkanar deyja úr þessum
vírusfaraldri, en á meðan deyja
tvær milljónir barna og mæður
þeirra við miðbaug á ári hverju.
Enginn grætur þessi börn og mæð-
ur þeirra í fjölmiðlum heimsins.
Það má rekja dauða barnanna til
græðgisvæðingar á
Wall Street í borginni
New York í Bandaríkj-
unum, en þaðan er
sendur asni klyfjaður
gulli ár hvert, sem
kaupir allt hráefni
landa Afríku, fyrir
milligöngu ráðherra
landanna, fyrir skít á
priki, svo frummað-
urinn í því landi á ekki
pening fyrir klósett-
pappír til nota fyrir
börn sín, ekki einu
sinni hreinu vatni, ekki einu sinni
klósetti, til að gera þarfir sínar í
eða til að þvo hendur sínar á eftir.
Saur og skít barna Afríku er hent
út um glugga fyrir flugur heimsins
að nærast á í þvílíkri veislu að
venjulegt fólk nær varla andanum.
Þarna í þessu skítabæli eru vírusar
þessa heims að sinna hlutverki sínu
í niðurbroti lífrænna efna-
sambanda. Vírusarnir eru ekki ein-
ir í veislunni því þangað sækja flug-
ur allra tegunda heimsins, flær og
pöddur. Húsflugan flýgur úr skíta-
bæli sínu yfir á matarílát og mat
barna á daginn en á nóttunni skríð-
ur út úr bæli sínu blóðsuguflugan
moskító. Nokkrar tegundir eru til
sem skipta með sér sólarhringnum
í lífsbaráttunni. Þær eru hættuleg-
astar snemma morguns og síðla
kvölds og sækja sérstaklega í allt
sem er svart, menn og klæðnað.
Flugurnar sækja í allt sem er sætt,
einkum sæta ávexti, en sættast á
blóðsykur manna. B vítamín óttast
þessar flugur mest og forðast.
Hvítur fatnaður er góður í fælu-
hlutverki sínu gegn flugunni.
Moskítóflugan tímgast best í
góðri blöndu af hlandi og skít úr
börnum og fullorðnum í Afríku, í
góðri blöndu við regnvatn, en nóg
er af því við miðbaug í löndum Afr-
íku. Flugan moskító hefur þá ónátt-
úru að þurfa blóð manna og dýra
við eggjaframleiðslu sína en hún
verpir í alla drullupolla á svæðinu.
Blóð sitt sækir flugan í menn og
dýr, einkum þó þungaðar mæður og
ósjálfbjarga börn, lúsuga hunda og
veikburða dýr. Þannig fá vírusar
Afríku fría flugferð með flugu þess-
ari í fang barnanna, andlit þeirra,
augu og munn. Þetta er að gerast í
frjósömustu sveitahéruðum Afríku.
Það kemur mér því ekki á óvart,
að tvær milljónir barna og mæður
þeirra deyi á ári hverju við þessar
aðstæður. Þetta hef ég séð gerast
með mínum eigin augum.
Nú hefnist hvíta manninum öll
rányrkjan og græðgisvæðingin við
arðrán Afríku í gegnum árin og
fáum við nú að launum skítalykt og
vírusa sem berast nú til Evrópu og
Ameríku. Sjálf hringrás náttúrunn-
ar er komin heim í hlað til okkar
allra með heimsókn skítavírusa frá
Afríku. Nú er komið að skuldadög-
um á milli hvítra manna og svartra.
Lausnin.
Ég tel að Ísland og Norðurlönd
öll geti orðið leiðandi afl við það að
hjálpa ríkjum Afríku, við það að
koma sér upp vatnsveitum, skólp-
lögnum og sorpeyðingarkerfum.
Fyrr losnar heimurinn ekki við vá-
gestinn ebólu og vírusakerfi náttúr-
unnar. Þetta á bara eftir að versna
verði ekkert gert núna, strax.
Þá fyrst hefst hjálparstarfið,
björgunaraðgerðin, í baráttunni við
ebólu og vinavírusa hennar í Afr-
íku. Fyrr ekki. Tíminn er að renna
út. Ef við byrjum á morgun gætum
við verið tilbúin og lokið hreins-
unarstarfinu eftir 5 ár. Þangað til
deyja 10 milljónir barna og mæður
þeirra á svæðinu.
Eins og ég hef áður sagt, því
lengra sem líður frá smiti til lækn-
inga því minni líkur á lækningu.
Þrír dagar í ebólusmiti er langur
tími. Snákaeitur vinnur á ónæm-
iskerfi manna á sólarhring, milt-
isbrandur þarf þrjá sólarhringa,
malaría upp undir viku, allt getur
þetta gerst í einu og sama tilfellinu,
ebóla. Smithraðinn er martröð allra
lækna á svæðinu, en eitthvað þarf
að gera og það á staðnum. Núna.
Vírusar í vatni
og skít = ebóla
Eftir Guðbrand
Jónsson
Guðbrandur Jónsson
»Nú grætur heim-
urinn það að tveir
Ameríkanar deyja úr
þessum vírusfaraldri, en
á meðan deyja tvær
milljónir barna við mið-
baug á ári hverju.
Höfundur var eitt sinn þyrlu-
flugmaður í fluglæknaþjónustu við
miðbaug.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í
samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferl-
inu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að
slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í
síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Mig langar sem
eldri borgara að
leggja inn nokkur orð
í þjóðmálaumræðuna.
„Engan skatt má á
leggja né breyta né
af taka nema með
lögum,“ segir í 40.
grein Stjórnarskrár
Íslands. Í næstu
setningu er svo bann
við lántökum nema
samkvæmt lagaheimild. Það hefur
lengi tíðkast að vanvirða þetta
lagaákvæði á Íslandi, og í því hafa
tekið þátt ríkisstjórnir bæði til
hægri og vinstri.
Þegar skattur er á lagður með
yfirlýstu markmiði um til hvers
peningarnir verði notaðir og síðan
eru þeir meira og minna notaðir í
annað eða til að seðja almenna
fjárhagshít stjórnkerfisins er auð-
vitað verið að brjóta stjórn-
arskrárákvæðið eða í öllu falli að
fara í kringum það.
Við það bætist að slík „lántaka“
fær varla staðist lög. Og borg-
ararnir sem skattinn greiddu eiga
rétt á að geta treyst því að skattfé
þeirra sé rétt varið. En hér er
framkvæmdavaldið heldur betur
komið út á hálan ís og hunsar lög-
gjafarvaldið. Í krafti samsektar
svo til allra stjórnmálaflokka held-
ur þessi vitleysa svo áfram á veg-
ferð lýðveldisins.
Eitt nýjasta dæmið um þetta er
útvarpsgjaldið sem alls ekki var
allt látið renna til Ríkisútvarpsins
þrátt fyrir mikinn fjárhagsvanda
þess.
Það er mál að þessum vinnu-
brögðum linni ef menn ætla að
endurheimta álit, traust og virð-
ingu Alþingis.
Hlöðukálfastjórnin
En þessi lausatök og skortur á
virðingu fyrir almennum stað-
reyndum hefur nú ágerst í tíð
hlöðukálfastjórnarinnar þannig að
tekur út yfir allan þjófabálk.
Í fjárlagafrumvarpinu er nú
ætlunin að hækka „matarskattinn“
úr 7 í 12 prósent sem er veruleg
hækkun. Fjármálaráðuneytið hef-
ur gerst sekt um blekkingaleik
sem ekki hæfir svo virðulegri
stofnun. Þeir byggja útreikninga
sína á tölum sem allir vita að fá
engan veginn staðist en blekkinga-
leikurinn virðist ganga út á að
telja sauðsvörtum almúganum trú
um að þessi mál séu miklu minni í
sniðum en raun ber vitni. Skatt-
tekjur ríkisins verða síðan miklu
meiri en látið er í veðri vaka. Eitt-
hvert bull um mótvægisaðgerðir
til að vernda fátækustu heimilin í
landinu fyrir skatt-
heimtunni eru svo
hvorki fugl né fiskur.
Prósentutölur geta
verið villandi
Hækkun úr sjö í
tólf er t.d. næstum
59%. Það liggur svo í
eðli virðisaukaskatts-
ins að heimilin í land-
inu, sem fjár-
málaráðherra er svo
annt um, eru í enda
keðjunnar ef svo má segja og geta
ekki gert virðisaukaskattsskil með
tilheyrandi uppgjöri inn- og út-
skatts. Skatturinn kemur því af
fullum þunga inn í búreikning
heimilisins.
Hinar furðulegu tölur fjármála-
ráðuneytisins ganga út á að eitt-
hvað um 16% útgjalda ímyndaðs
meðalheimilis fari í matarútgjöld.
Ég get vel trúað að þetta fái stað-
ist á heimilum ráðherranna, sem
ég kýs að kalla hlöðukálfa með til-
heyrandi virðingu. En þetta á ekki
við á mínu heimili. Þar er þessi
prósenta allt að því þrefalt hærri
eða upp undir helmingur ráðstöf-
unarfjár okkar hjóna. Heldur
óljósar hugmyndir um lækkun
annarrar vöru svo sem hreinlæt-
isvöru vega skammt móti mat-
arskattinum, þær vörur eru ekki
nema tíundi hluti á móti matvör-
unni. Jafnvel veruleg lækkun
þeirra mun því litlu breyta. Og fá-
tækt fólk sem úr litlu hefur að
spila kaupir ekki lúxusvörurnar
sem eiga að lækka.
Sá lánar Drottni
Í bók bókanna, Biblíunni, segir í
Orðskviðunum: „Sá lánar Drottni
er líknar fátækum, og hann mun
launa honum góðverk hans.“ Að
líkna fátækum er einmitt hið
brýnasta verk stjórnvalda um
þessar mundir en ekki að þyngja
byrðar þeirra. Látum vera að
gagnrýna ranga forgangsröðun
þegar farið var í að líkna milli-
stéttinni, en röðin er löngu komin
að hinum fátækustu. Verði þess í
alvöru vart að ríkisstjórnin geri
eitthvað róttækt í þeim málum
vildi ég glaður draga til baka mín
óvirðulegu ummæli og nafngift:
Hlöðukálfastjórnin.
Hverjir þola
ekki hækkun
matarskatts?
Eftir Sigurjón
Þorbergsson
Sigurjón Þorbergsson
»En hér er fram-
kvæmdavaldið
heldur betur komið út
á hálan ís og hunsar
löggjafarvaldið.
Höfundur er ellilífeyrisþegi.