Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Gnoðarvogi 44, 104 Rekjavík | sími: 588 8686 | hafberg@internet.is | hafberg.is
VIRKA DAGA 10.00 - 18.15
LAUGARDAGA 11.00 - 15.00
OPIÐ
FISKIVEISLA
HAFBERGS
GLÆNÝ BLEIKJA – HUMARSÚPA
STÓR HUMAR – ÞORSKHNAKKAR
RISARÆKJUR
FISKRÉTTUR DAGSINS AÐEINS 1690 KR/KG
Hugsa
ðu um
heilsu
na
og bo
rðaðu
FISK
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Sögu veitnanna á Akureyri (vatns-,
raf- og hita-) eru gerð góð skil í nýrri
bók, Náttúrugæði í hundrað ár, sem
kom út á dögunum. Höfundar eru
Gísli heitinn Jónsson og Jón Hjalta-
son. Jón ritaði um vatns- og hitaveit-
una en rit Gísla um Rafveitu Akur-
eyrar var fellt í heild í sögu Norður-
orku, eins og sameinað félag allra
veitnanna heitir í dag.
Þegar Jón var spurður hvort eitt-
hvað hefði komið honum sérstaklega
á óvart við ritun bókarinnar stóð ekki
á svari: „Það er ótrúlega margt í
þessari sögu sem kom flatt upp á
mig. Saga veitnanna er mikil bar-
áttusaga. Saga skömmtunar, raf-
magnstruflana og erfiðrar, já jafnvel
örvæntingarfullrar leitar, að bæði
köldu vatni og jarðvarma.“
Jón segir að stundum hafi verið
slíkur skortur á köldu vatni að skipta
þurfti því á milli hverfa í bænum.
„Þegar loksins hillti undir breytingar
á þessu ástandi kom sú skemmtilega
staða upp að valið stóð á milli Glerár
og Vaglaeyra á Þelamörk. Til að gera
þá sögu stutta urðu Vaglaeyrar fyrir
valinu þótt öll hagkvæmnisrök mæltu
með vatnshreinsistöð við Glerá.“
Vegna þess segir Jón: „Þjóðar-
eðlið lét ekki að sér hæða: Við drekk-
um ekki yfirborðsvatn. Það sem Ak-
ureyringar kærðu sig hins vegar ekki
um að vita var að vatnsveitustjórinn
hafði af og til laumað ofan í þá vatni
úr Fosslæk. Ég geri mér mat úr
þessari staðreynd í bókinni enda
skemmtileg og lýsandi fyrir hugs-
unarhátt okkar.“
Hitaveitan var sannkölluð bylt-
ing, segir Jón. Hann hefur eftir Birni
Sigurðssyni lækni: „Ég held að ekk-
ert hafi gert húsinu, sem faðir minn
byggði á árunum 1946 og ’47, jafngott
og heita vatnið frá Hitaveitu Ak-
ureyrar.“ Björn bjó í Skólastíg 11,
fyrsta íbúðarhúsinu sem tengdist
Hitaveitu Akureyrar og það fyrir
hreina tilviljun.
„Það er raunar fleira sem er til-
viljunarkennt í sögu Hitaveitu Ak-
ureyrar. Það má jafnvel leiða að því
rök að hún hefði alls ekki orðið að
veruleika haustið 1977 heldur miklu
síðar – eða jafnvel aldrei – ef menn
hefðu vitað þá það sem þeir vita í
dag,“ segir Jón Hjaltason. „Um þetta
sagði Erlingur Ísleifsson hjá Orku-
stofnun: „Svona hár þrýstingur þýðir
aðeins að kerfið er lítið og þröngt“ –
og var þá að tala um fyrstu borholuna
inni á Laugalandi. En það kæmi mér
svo sem ekkert á óvart þótt vís-
indamenn deildu um þessa staðhæf-
ingu. Það hefur nefnilega runnið upp
fyrir mér við ritun þessarar bókar að
raunvísindi eru ekki alltaf þau stað-
reyndavísindi sem ég hélt þau vera.
Það kom hins vegar á daginn að
Erlingur hafði rétt fyrir sér og í ára-
tugi vil ég segja voru hitaveitumenn
sífellt á tauginni yfir því að nú yrði
senn að skammta heita vatnið. Jafn-
hliða stóð yfir æðisgengin leit að
meiri jarðvarma sem átti eftir að
verða bænum dýr. Og það var raunar
harðlega gagnrýnt að Akureyrarbær
skyldi látinn greiða allan þann kostn-
að. Ofan í þetta komu deilur sem
skóku samfélagið hér fyrir norðan og
mátti rekja beint til hinnar erfiðu
stöðu Hitaveitunnar. Wilhelm V.
Steindórsson stóð þá í brúnni en á
endanum var honum kastað þaðan,
sem má heita fáheyrt um embættis-
mann og sýnir hversu heitt mönnum
var orðið í hamsi,“ segir höfundur
bókarinnar.
Jón Hjaltason segir að endingu:
„Það var svo ekki fyrr en djarfir
menn í Arnarneshreppnum réðust í
jarðvarmaleit með ótrúlegum árangri
að Akureyringar gátu loks brosað
breitt og áhyggjulausir að kuldabola.
Þetta var þó ekki fyrr en í byrjun 21.
aldar – og enn og aftur spiluðu tilvilj-
anir inn í atburðarásina, eins og rakið
er í bókinni.“
Talandi um Norðurorku: Geir
Kristinn Aðalsteinsson er formaður
stjórnar fyrirtækisins. Hann var for-
seti bæjarstjórnar fyrir hönd L-list-
ans á síðasta kjörtímabili.
Tíu ár eru síðan menningar-
smiðjan Populus Tremula tók til
starfa á Akureyri og því verður fagn-
að með tónleikum í Hofi á laugardag-
inn. Þeir eru tileinkaðir minningu
Sigurðar Jónssonar menningarfröm-
uðar – Papa Populus eins og hann var
stundum kallaður.
Húsband Populus spilar og
skartar góðum gestum, Sigríði
Thorlacius og Valdimar Guðmunds-
syni, og flutt verður tónlist eftir ann-
álaða vini húsbandsins: Tom Waits,
Nick Cave og Cornelis Vreeswijk. Af
þessu tilefni mun Vignir Þormóðsson
vert bjóða upp á Siggastund á 1862
Nordic Bistro í Hofi. „Þar verður
boðið upp á veigar, hvítt, rautt og öl á
„Karólínuverði“ eða því sem næst
hálfvirði,“ segir í tilkynningu, en
Vignir rak á sínum tíma Café Karol-
ínu í Listagilinu.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og
gleðistundin klukkustundu fyrr. Allir
eru velkomnir.
Þrennir tónleikar eru framundan
á Græna hattinum: ADHD verður
þar í kvöld, Mugison með hljómsveit
annað kvöld og síðan Helgi og hljóð-
færaleikararnir á laugardagskvöld.
Hitaveita Horft upp Þingvallastræti laust fyrir 1980, frá gamla Iðnskólanum, þar sem nú er hótel Icelandair.
Bærinn var víða sundargrafinn á meðan hitaveita var lögð og tækifærið notað til að endurnýja lagnakerfi bæjarins.
„Hitaveitan var sannkölluð bylting“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Náttúrugæði í hundrað ár Höfundur og ritnefnd. Frá vinstri: Jón Hjalta-
son rithöfundur, Helgi Jóhannesson, Franz Árnason og Baldur Dýrfjörð.
Geir Kristinn
Aðalsteinsson
Sigurður
Jónsson
Erlingur Davíðsson/Minjasafnið á Akureyri
Frá því á fyrrihluta síðustu aldar
hefur Landgræðsla ríkisins barist
við að verja kauptúnið í Vík fyrir
sandfoki úr fjörunni. Sjórinn hef-
ur síðan um 1970 sífellt sorfið af
fjörunni við Vík og sandfok hefur
því oft valdið íbúum í Vík óþæg-
indum.
Eldri borgarar í Vík sem kalla
sig Fjörulalla, hafa sinnt merkum
sjálfboðaliðsstörfum við að
styrkja sandfoksvarnir við kaup-
túnið í Vík, segir á heimasíðu
Landgræðslunnar. „Þeir hafa sett
upp plastborða, hlaðið upp göml-
um heyrúllum, borið áburð á nýj-
ar sáningar Landgræðslunnar og
margt fleira. Fjörulallar hafa ráð
undir rifi hverju og verk þeirra
eru til mikillar fyrirmyndar og
eftirbreytni,“ segir á heimasíð-
unni.
Fjörulallar í Vík með
ráð undir rifi hverju
Ljósmynd/Landgræðslan