Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Gnoðarvogi 44, 104 Rekjavík | sími: 588 8686 | hafberg@internet.is | hafberg.is VIRKA DAGA 10.00 - 18.15 LAUGARDAGA 11.00 - 15.00 OPIÐ FISKIVEISLA HAFBERGS GLÆNÝ BLEIKJA – HUMARSÚPA STÓR HUMAR – ÞORSKHNAKKAR RISARÆKJUR FISKRÉTTUR DAGSINS AÐEINS 1690 KR/KG Hugsa ðu um heilsu na og bo rðaðu FISK ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Sögu veitnanna á Akureyri (vatns-, raf- og hita-) eru gerð góð skil í nýrri bók, Náttúrugæði í hundrað ár, sem kom út á dögunum. Höfundar eru Gísli heitinn Jónsson og Jón Hjalta- son. Jón ritaði um vatns- og hitaveit- una en rit Gísla um Rafveitu Akur- eyrar var fellt í heild í sögu Norður- orku, eins og sameinað félag allra veitnanna heitir í dag.    Þegar Jón var spurður hvort eitt- hvað hefði komið honum sérstaklega á óvart við ritun bókarinnar stóð ekki á svari: „Það er ótrúlega margt í þessari sögu sem kom flatt upp á mig. Saga veitnanna er mikil bar- áttusaga. Saga skömmtunar, raf- magnstruflana og erfiðrar, já jafnvel örvæntingarfullrar leitar, að bæði köldu vatni og jarðvarma.“    Jón segir að stundum hafi verið slíkur skortur á köldu vatni að skipta þurfti því á milli hverfa í bænum. „Þegar loksins hillti undir breytingar á þessu ástandi kom sú skemmtilega staða upp að valið stóð á milli Glerár og Vaglaeyra á Þelamörk. Til að gera þá sögu stutta urðu Vaglaeyrar fyrir valinu þótt öll hagkvæmnisrök mæltu með vatnshreinsistöð við Glerá.“    Vegna þess segir Jón: „Þjóðar- eðlið lét ekki að sér hæða: Við drekk- um ekki yfirborðsvatn. Það sem Ak- ureyringar kærðu sig hins vegar ekki um að vita var að vatnsveitustjórinn hafði af og til laumað ofan í þá vatni úr Fosslæk. Ég geri mér mat úr þessari staðreynd í bókinni enda skemmtileg og lýsandi fyrir hugs- unarhátt okkar.“    Hitaveitan var sannkölluð bylt- ing, segir Jón. Hann hefur eftir Birni Sigurðssyni lækni: „Ég held að ekk- ert hafi gert húsinu, sem faðir minn byggði á árunum 1946 og ’47, jafngott og heita vatnið frá Hitaveitu Ak- ureyrar.“ Björn bjó í Skólastíg 11, fyrsta íbúðarhúsinu sem tengdist Hitaveitu Akureyrar og það fyrir hreina tilviljun.    „Það er raunar fleira sem er til- viljunarkennt í sögu Hitaveitu Ak- ureyrar. Það má jafnvel leiða að því rök að hún hefði alls ekki orðið að veruleika haustið 1977 heldur miklu síðar – eða jafnvel aldrei – ef menn hefðu vitað þá það sem þeir vita í dag,“ segir Jón Hjaltason. „Um þetta sagði Erlingur Ísleifsson hjá Orku- stofnun: „Svona hár þrýstingur þýðir aðeins að kerfið er lítið og þröngt“ – og var þá að tala um fyrstu borholuna inni á Laugalandi. En það kæmi mér svo sem ekkert á óvart þótt vís- indamenn deildu um þessa staðhæf- ingu. Það hefur nefnilega runnið upp fyrir mér við ritun þessarar bókar að raunvísindi eru ekki alltaf þau stað- reyndavísindi sem ég hélt þau vera.    Það kom hins vegar á daginn að Erlingur hafði rétt fyrir sér og í ára- tugi vil ég segja voru hitaveitumenn sífellt á tauginni yfir því að nú yrði senn að skammta heita vatnið. Jafn- hliða stóð yfir æðisgengin leit að meiri jarðvarma sem átti eftir að verða bænum dýr. Og það var raunar harðlega gagnrýnt að Akureyrarbær skyldi látinn greiða allan þann kostn- að. Ofan í þetta komu deilur sem skóku samfélagið hér fyrir norðan og mátti rekja beint til hinnar erfiðu stöðu Hitaveitunnar. Wilhelm V. Steindórsson stóð þá í brúnni en á endanum var honum kastað þaðan, sem má heita fáheyrt um embættis- mann og sýnir hversu heitt mönnum var orðið í hamsi,“ segir höfundur bókarinnar.    Jón Hjaltason segir að endingu: „Það var svo ekki fyrr en djarfir menn í Arnarneshreppnum réðust í jarðvarmaleit með ótrúlegum árangri að Akureyringar gátu loks brosað breitt og áhyggjulausir að kuldabola. Þetta var þó ekki fyrr en í byrjun 21. aldar – og enn og aftur spiluðu tilvilj- anir inn í atburðarásina, eins og rakið er í bókinni.“    Talandi um Norðurorku: Geir Kristinn Aðalsteinsson er formaður stjórnar fyrirtækisins. Hann var for- seti bæjarstjórnar fyrir hönd L-list- ans á síðasta kjörtímabili.    Tíu ár eru síðan menningar- smiðjan Populus Tremula tók til starfa á Akureyri og því verður fagn- að með tónleikum í Hofi á laugardag- inn. Þeir eru tileinkaðir minningu Sigurðar Jónssonar menningarfröm- uðar – Papa Populus eins og hann var stundum kallaður.    Húsband Populus spilar og skartar góðum gestum, Sigríði Thorlacius og Valdimar Guðmunds- syni, og flutt verður tónlist eftir ann- álaða vini húsbandsins: Tom Waits, Nick Cave og Cornelis Vreeswijk. Af þessu tilefni mun Vignir Þormóðsson vert bjóða upp á Siggastund á 1862 Nordic Bistro í Hofi. „Þar verður boðið upp á veigar, hvítt, rautt og öl á „Karólínuverði“ eða því sem næst hálfvirði,“ segir í tilkynningu, en Vignir rak á sínum tíma Café Karol- ínu í Listagilinu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og gleðistundin klukkustundu fyrr. Allir eru velkomnir.    Þrennir tónleikar eru framundan á Græna hattinum: ADHD verður þar í kvöld, Mugison með hljómsveit annað kvöld og síðan Helgi og hljóð- færaleikararnir á laugardagskvöld. Hitaveita Horft upp Þingvallastræti laust fyrir 1980, frá gamla Iðnskólanum, þar sem nú er hótel Icelandair. Bærinn var víða sundargrafinn á meðan hitaveita var lögð og tækifærið notað til að endurnýja lagnakerfi bæjarins. „Hitaveitan var sannkölluð bylting“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Náttúrugæði í hundrað ár Höfundur og ritnefnd. Frá vinstri: Jón Hjalta- son rithöfundur, Helgi Jóhannesson, Franz Árnason og Baldur Dýrfjörð. Geir Kristinn Aðalsteinsson Sigurður Jónsson Erlingur Davíðsson/Minjasafnið á Akureyri Frá því á fyrrihluta síðustu aldar hefur Landgræðsla ríkisins barist við að verja kauptúnið í Vík fyrir sandfoki úr fjörunni. Sjórinn hef- ur síðan um 1970 sífellt sorfið af fjörunni við Vík og sandfok hefur því oft valdið íbúum í Vík óþæg- indum. Eldri borgarar í Vík sem kalla sig Fjörulalla, hafa sinnt merkum sjálfboðaliðsstörfum við að styrkja sandfoksvarnir við kaup- túnið í Vík, segir á heimasíðu Landgræðslunnar. „Þeir hafa sett upp plastborða, hlaðið upp göml- um heyrúllum, borið áburð á nýj- ar sáningar Landgræðslunnar og margt fleira. Fjörulallar hafa ráð undir rifi hverju og verk þeirra eru til mikillar fyrirmyndar og eftirbreytni,“ segir á heimasíð- unni. Fjörulallar í Vík með ráð undir rifi hverju Ljósmynd/Landgræðslan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.