Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 89
MINNINGAR 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
✝ Garðar Hann-esson var
fæddur í Hvamm-
koti á Skaga hinn
14. janúar 1922.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 13. október
2014.
Foreldrar hans
voru Hannes Guð-
vin Benediktsson,
frá Kimbastöðum í
Borgarsveit, f. 19.1. 1896, d.
27.9. 1977 og Sigríður Björns-
dóttir, frá Skefilsstöðum á
Skaga, f. 24.2. 1895, d. 27.10.
1975. Garðar var þriðji í röð sjö
systkina, þau eru: Hafsteinn, f.
1919, d. 1927, Lilja, f. 1920, d.
2002, Sigurður, f. 1923, Lovísa,
f. 1930, d. 2009, Helga Sigríður,
f. 1934, d. 2006 og Hafsteinn, f.
1936. Árið 1947 gekk Garðar að
eiga Fjólu Eggertsdóttur, f. 11.
apríl 1923. Foreldrar hennar
voru Eggert Jónsson, bóndi og
vitavörður í Skarði, f. 14.10.
1889, d. 23.4. 1981 og Sigurósk
Eggertsdóttir, húsfreyja í
Skarði, f. 16.1. 1898, d. 20.10.
1953. Börn Garðars og Fjólu
eru: 1) Sigurósk, f. 21.12. 1947,
maki Örn Guðjónsson f. 1945.
ur að aldri flutti Garðar inn á
Sauðárkrók og sinnti þar ýms-
um störfum. Starfaði hann tvö
sumur við að fara um landið og
byggja vita. Sumarið 1945 vann
Garðar við byggingu Skarðsvita
þar sem hann kynntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Fjólu Egg-
ertsdóttur, garðyrkjufræðingi
frá Skarði á Vatnsnesi. Garðar
og Fjóla giftu sig árið 1947 og
hófu sinn búskap í Reykjavík
þar sem Garðar vann við vöru-
bílaakstur. Árið 1949 fluttu þau
að Hlíð á Vatnsnesi og stunduðu
þar búskap í 20 ár. Árið 1969
fluttu Garðar og Fjóla inn á
Hvammstanga og byggðu sér
hús á Ásbraut 2 sem þau fluttu í
1974 og hafa búið í síðan. Garð-
ar tók við verkstjórn hjá
Hvammstangahreppi árið 1972
og sinnti hann því starfi til 73
ára aldurs. Garðar var mjög
söngelskur, söng í karlakórum
og 40 ár í kirkjukór Hvamms-
tangakirkju. Garðar var virkur
félagi í Hestmannafélaginu Þyt
til fjölda ára, þ.á m. nokkur ár
sem formaður og var gerður að
heiðursfélaga árið 2000. Garðar
var einnig virkur félagi í Félagi
eldri borgara, Vestur Húna-
vatnssýslu.
Garðar verður jarðsunginn
frá Hvammstangakirkju í dag,
23. október 2014, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Þau eiga þrjá syni,
Guðjón Pál, f. 1967,
d. 1981, Garðar
Smára, f. 1971, Leó
Jarl, f. 1974, sjö
barnabörn og tvö
barnabarnabörn. 2)
Bára f. 12.5. 1949,
maki Haraldur Pét-
ursson f. 1945. Þau
eiga þrjú börn,
Bjarka Heiðar, f.
1969, d. 2004,
Hrannar Birki, f. 1974, Borg-
hildi Heiðrúnu, f. 1981, 11
barnabörn og tvö barna-
barnabörn. 3) Eggert, f. 4.7.
1950, d. 25.10. 1991, eftirlifandi
maki Arndís Helena Sölvadóttir,
f. 1950. Þau eiga þrjú börn, Sól-
eyju Höllu, f. 1972, Örlyg Karl,
f. 1975, Erling Viðar, f. 1977, og
sex barnabörn. 4) Hanna Sigríð-
ur, f. 31.8. 1951, maki Sigfús Ei-
ríksson, f. 1947. Þau eiga dótt-
urina Eygló Sif, f. 1989, og
Hanna á þrjár dætur, Írisi Fjólu,
f. 1971, Olgu Lind, f. 1975, Elfu
Maríu, f. 1978, níu barnabörn og
eitt barnabarnabarn.
Garðar ólst upp í Hvammkoti
á Skaga til 15 ára aldurs en
flutti þá að Hvammi í Laxárdal
og bjó þar næstu 5 árin. Tvítug-
Elsku besti afi okkar, það er
komið að kveðjustund. Þú hefur
yfirgefið þennan heim og haldið á
vit eilífðarinnar. Við vitum að þú
hefur fengið hlýjar móttökur á
nýjum stað. Sú tilhugsun yljar
okkur um hjartarætur.
Upp í hugann kemur ógrynni
minninga og tilfinninga; sorg,
gleði, söknuður, þakklæti og ekki
síst stolt. Já, stolt yfir að hafa
fengið öll þessi yndislegu ár með
þér og ömmu, heilsuhraustu,
sjálfbjarga og yndislegu hjónun-
um. Það er nefnilega erfitt að
skrifa um þig án þess að nefna
ömmu líka því þið voruð algjör-
lega eitt í tæp 70 ár, samhent og
ástrík. Máttarstólpar fjölskyld-
unnar og hélduð svo þétt utan um
allan hópinn.
Þú varst mikil fyrirmynd okk-
ar barnabarnanna, harðduglegur
til verka, víðlesinn, ósérhlífinn og
handlaginn. Traustur sem klettur
og umfram allt hjartahlýr og gef-
andi afi. Öll barnabörnin þín
nema eitt ólust upp á einhverjum
tíma á Hvammstanga og þvílík
forréttindi að geta kíkt inn hjá
þér og ömmu hvenær sem var.
Líklega voru ekki margir dagar
sem ekkert barnabarn kom í
heimsókn. Það er okkur barna-
börnunum dýrmætt að okkar
börn, og m.a.s. barnabörn, hafi
einnig fengið að kynnast ykkur
vel.
Þær eru ófáar stundirnar sem
við vörðum á Ásbrautinni með
þér, allur hópurinn og í sitt hvoru
lagi. Alltaf svo gott að koma til þín
og ömmu, spjalla, spila eða hlusta
á sögur. Jafnvel setjast stundum í
stólinn þinn, þar var gott að vera.
Að fá að leika jólasvein og keyra
út pakka með ykkur á rússajepp-
anum. Jóladagur var alltaf fastur
punktur í tilverunni. Þá hittist öll
fjölskyldan á Ásbrautinni og það
var spilað út í eitt, púkk eða kana,
og smákökur og kakó með því.
Alltaf var tekin mynd af hverju og
einu barnabarni við jólatréð og
höfum við síðar skemmt okkur
mikið við að skoða myndirnar frá
ári til árs, hlæja að gamalli tísku
og skrítnum hárgreiðslum. Og
einhverra hluta vegna varð jóla-
tréð alltaf minna og minna. Eða
að við urðum stærri. Þú mátt vera
viss um það elsku afi, að við mun-
um halda áfram að koma á Ás-
brautina til ömmu og hugsa vel
um hana fyrir þig.
Þið amma ferðuðust mikið um
landið og mörg okkar urðu þess
aðnjótandi að fá að fara með ykk-
ur í hinar ýmsu ferðir. Þaðan eig-
um við dýrmætar minningar.
Einnig úr fjár- og hesthúsunum,
en þú varst mikill hestamaður og
þekktir hverja einustu þúfu í
nærumhverfinu. Sérstakur hest-
ur var fyrir okkur krakkana, hún
Lotta. Einnig áttum við hvert og
eitt okkar eigin kind og fengum
við að kynnast bústörfunum með
þér.
Þú og amma höfðuð reynt
margt, misst son og tvö barna-
börn langt fyrir aldur fram. En
ávallt stóðuð þið keik og sáuð um
að halda fjölskyldunni saman.
Mikil samkennd, hlutirnir ræddir
og hjálpast að við að horfa fram á
veginn.
Elsku afi, elskum þig svo mikið
og söknum þín enn meira. Takk
fyrir að vera fyrirmynd okkar
allra í góðum gildum og lífshátt-
um, þú aðstoðaðir okkur og leið-
beindir eins og við værum börnin
þín. Minning um góðan mann
mun lifa í hjarta okkar um
ókomna tíð. Guð geymi þig.
Fyrir hönd barnabarna þinna,
Íris Fjóla og Sóley Halla.
Elsku afi minn. Ekki bjóst ég
við að skrifa minningargrein um
þig nærri því strax, eins kjánalegt
og það kann að hljóma miðað við
að þú varst að verða 93 ára. Þú
varst bara svo kraftmikill og
hraustur, alveg fram á síðasta
dag.
Nú eru það allar minningarnar
sem hlýja manni, og er ég svo
heppin að eiga margar góðar
minningar um þig og fyrir þær
verð ég ævinlega þakklát. Efst í
huga eru allar stundirnar þar sem
við spiluðum saman, ýmist kana
eða marías ef við vorum bara tvö
ein. Það var ótrúlegt hvað þú
nenntir að sitja með mér og spila
klukkutímunum saman. Þú varst
svo þolinmóður og skapgóður, þú
lést aldrei neina smámuni fara í
taugarnar á þér og er það eitt-
hvað sem ég ætla að taka til fyr-
irmyndar. Í raun er það svo
margt í fari þínu sem maður ætti
að taka sér til fyrirmyndar. Mér
fannst til dæmis alltaf svo frá-
bært hvað þú varst duglegur
heima fyrir, þú lést ömmu sko alls
ekki sjá eina um húsverkin eða
garðinn. Þið voruð svo flott og
samheldið teymi. Þú varst líka
alltaf mjög sjálfstæður og vildir
enga aðstoð við hina daglegu
hluti, enda varstu fullfær um að
sjá um þetta allt saman og meira
en það. Þið amma eigið heiður
skilinn fyrir það hversu dugleg
þið voruð að keyra suður í afmæl-
in mín þegar ég var yngri. Það
skipti ekki máli hversu stuttan
fyrirvara ég gaf ykkur, alltaf
mættuð þið.
Jafnvel einu sinni þegar ég
hringdi að morgni afmælisdags-
ins og bauð ykkur í kaffiveislu síð-
ar um daginn þá voru þið auðvitað
mætt á slaginu með ykkar ynd-
islegu kossa og knús. Þú varst svo
kraftmikill, en þó á rólegan hátt.
Þú áttir mörg áhugamál sem þú
varst svo duglegur að stunda,
eins og sönginn. Mér er sérstak-
lega minnisstætt þegar þú stóðst
upp á sviði í níræðisafmælinu
þínu og söngst fyrir ömmu, geri
aðrir betur.
Elsku afi minn, þú varst svo
yndislegur og góðhjartaður ein-
staklingur. Það er stórt skarð
sem þú skilur eftir þig sem eng-
inn getur fyllt. Maður getur samt
ekki verið annað en þakklátur
fyrir að hafa fengið að hafa þig
svona lengi hjá sér, og það svona
hraustan. Þó að erfitt sé að kveðja
þig svo snögglega, þá finnur mað-
ur huggun í því að þú hafir aldrei
þurft að upplifa lífið sem sjúkling-
ur. Þú fékkst að fara við bestu að-
stæður, heilbrigður, heima hjá
þér og við hliðina á henni elsku
ömmu sem þú elskaðir svo heitt.
Elsku yndislegi afi, sofðu rótt.
Þín afastelpa,
Eygló Sif.
Góður félagi okkar úr Kirkju-
kór Hvammstanga er allur, þetta
er jú leiðin okkar allra. Okkur
langar að minnast hans með
nokkrum orðum.
Garðar Hannesson var drjúg-
an hluta starfsævi sinnar bóndi í
Hlíð á Vatnsnesi og bjó þar með
konu sinni, Fjólu Eggertsdóttur
og fjölskyldu. Hann var Skagfirð-
ingur og leyndi því ekki, en hún
bóndadóttir af Vatnsnesi.
Haustið 1969 brugðu þau búi
og fluttu til Hvammstanga. Fljót-
lega hófu þau byggingu íbúðar-
húss á Ásbraut 2 og fluttu þar inn
árið 1974. Fljótlega eftir komu
Garðars til Hvammstanga gekk
hann til liðs við kirkjukórinn.
Hann var tenór af Guðs náð og
setti sinn svip á kirkjusönginn.
Þjónusta hans við kirkjuna sína
var honum köllun og gleði, enda
vantaði hann aldrei í athafnir eða
æfingar, nema hann væri fjarver-
andi af staðnum, því veikindadag-
ar hans voru fáir. Þessi vettvang-
ur hans stóð í 40 ár.
Það var svo um þau hjón, að
þau voru afar samrýmd og létu
ekki aldur né aðrar aðstæður
hamla því að taka þátt í uppá-
tækjum kórsins. Minnisstætt er
þegar kirkjukórinn ákvað árið
1989 að fara í menningar- og
skemmtiferð til Þýskalands.
Nokkrar vöflur voru á þeim hjón-
um, því hvorugt hafði farið til út-
landa áður. Garðar langaði mjög
með og lét Fjóla því tilleiðast að
koma einnig, honum og öðrum til
ánægju. Þetta varð upphaf að
mörgum ferðum þeirra hjóna á
erlenda grund, og þakkaði Fjóla
kirkjukórnum margoft fyrir að
opna þeim þennan „nýja heim“.
Þegar Garðar varð áttatíu ára
söng hann um 20 uppáhaldslög
sín inn á geisladisk, einkum fyrir
fjölskyldu sína og vini. Og á ní-
ræðisafmælinu söng hann ein-
söng fyrir okkur gesti í kaffisam-
sæti í Félagsheimilinu. Geri aðrir
betur.
Garðar hætti að syngja með
kirkjukórnum árið 2010, þá 88
ára, sinntu þau hjón þó kirkju-
starfinu áfram af alhug. Síðast
söng hann með okkur í desember
2013, í kaffisamsæti í tilefni 70 ára
afmælis kórsins. Oft voru þau
hjón fyrstu kirkjugestirnir við at-
hafnir. Sátu þau allaf um miðja
kirkju að norðan, eins og Fjóla
hafði gert, meðan Garðar var á
söngloftinu. Kannski heyrði hann
þar best í tenórnum. Að sjá þau
komin, var okkur félögum á söng-
loftinu kært og verður hans sakn-
að úr athöfnum kirkjunnar. Þeg-
ar Garðar hætti í kirkjukórnum
söng hann í kór eldri borgara um
nokkurn tíma.
Við félagar í Kirkjukór
Hvammstanga þökkum Garðari
fyrir áratuga samveru, samsöng
og félagsstarf. Megi góður Guð
vera með Fjólu og fjölskyldu
þeirra. Guð blessi minningu
Garðars Hannessonar.
Fyrir hönd Kirkjukórs
Hvammstanga,
Karl Sigurgeirsson.
Garðar Hannesson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR
STRANDBERG
frá Hellum, Landsveit,
áður til heimilis að Melgerði 32,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 10. október.
Útför Guðrúnar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn
24. október og hefst kl. 13.00.
Auður F. Strandberg,
Magnús F. Strandberg, Ingibjörg Bragadóttir,
Birgir F. Strandberg,
Sveinbjörn F. Strandberg, Kristín Jónsdóttir,
Agnar F. Strandberg, Brynja Stefnisdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín,
HERDÍS KRISTÍN BIRGISDÓTTIR,
sem andaðist fimmtudaginn 16. október,
verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 25. október klukkan 14.00.
Sigurður Hallmarsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SESSELJA MARGRÉT KARLSDÓTTIR
frá Stokkseyri,
lést laugardaginn 19. október á
hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 28. október kl. 13.00.
Kristján Björn Ólafsson, Pála Kristín Ólafsdóttir,
Erna Ólína Ólafsdóttir, Eggert V. Kristinsson,
Kolbrún Kristín Ólafsdóttir,Hrafn Þórðarson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför okkar ástkæra föður, tengdaföður,
afa og sonar,
JÓNS GESTSSONAR
rafvirkjameistara,
Akureyri.
Ykkar stuðningur er okkar styrkur.
Ómar Örn Jónsson, Aðalbjörg Guðný Árnadóttir,
Eva Dögg Jónsdóttir, Heiðar Valur Hafliðason,
Alexander Örn Ómarsson, Mikael Darri Heiðarsson,
Sigrún Lind Ómarsdóttir, Sara Millý Heiðarsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og systur,
ASTRIDAR BJARGAR KOFOED-HANSEN,
Efstaleiti 10,
Reykjavík.
Einar Þorbjörnsson,
Agnar Már Einarsson, Andrea Isabelle Einarsson,
Þorbjörn Jóhannes Einarsson, Kathrine Espelid,
Axel Kristján Einarsson, Laufey Sigurðardóttir,
Einar Eiríkur Einarsson, Jamaima D´Souza,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGNÝ ÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Eir mánudaginn
20. október.
Útför verður auglýst síðar.
Gunnar Loftsson, Halldóra Ragnarsdóttir,
Magnús Loftsson, Elsa Bjarnadóttir,
Rúnar Loftsson, Guðný Jónsdóttir,
Reynir Loftsson, Helga Ágústsdóttir,
Björg S. Loftsdóttir,
Arnar Loftsson,
Birgir Loftsson,
barnabörn og langömmubörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar