Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 100

Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er fyrsta heildarverkið sem Vinnslan setur upp í leikhúsi,“ segir Vala Ómarsdóttir leikstjóri um verk- ið Strengi sem frumsýnt verður í Tjarnarbíóí í kvöld kl. 19. Bendir hún á að ólíkt svonefndum Vinnslu- kvöldum þar sem margir listamenn vinna að nokkrum ólíkum verkum sé hér um eitt heildstætt verk að ræða þótt það sé sýnt í átta ólíkum rým- um, „Við bjóðum áhorfendum að skyggnast bak við grímu leikhússins. Hægt er m.a. að fara inn í tæknirým- ið þar sem efniviðurinn er unninn og tættur í öreindir; búningsherbergið þar sem leikkonan klæðir sig í bún- inginn sem aldrei verður tilbúinn; æfingasalinn sem leyfir tímanum að vinna með þreki og þrotlausum tækniæfingum; eldhúsið, þar sem leikkonan situr með kaffibollann og þylur upp textann; myndlistarrýmið þar sem hugmyndin er tekin og unn- in myndrænt og svítuna þar sem dramatúrginn hendir fram fræðum og hugmyndum auk þess sem tón- listarmenn búa til tónlistarverk sam- an í sitthvorum staðnum í húsinu. Öll tengjast rýmin og innihald þeirra órjúfanlegum böndum,“ segir Vala og tekur fram að áhorfendur geti ferðast frjálst milli rýma og upplifað og tekið þátt í verkinu á eigin for- sendum og hraða, en verkið tekur um fjórar klukkustundir í flutningi, þ.e. frá kl. 19 til 23. „Þetta er leik- húsverk sett upp eins og myndlist- arsýning, þannig að hver og einn áhorfandi upplifir þetta á sinn hátt. En við mælum með því að áhorf- endur gefi sér góðan tíma, vegna þess að því meiri tíma sem ein- staklingurinn gefur sér í þetta þeim mun meira nær hann að upplifa.“ Alls taka 24 listamenn úr öllum listformum þátt í flutningnum, þeirra á meðal eru allir liðsmenn Vinnslunnar, sem eru auk Völu þau María Kjartans sem stýrir myndlist- arþættinum, Biggi Hilmars sem stjórnar tónlistinni, Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir framleiðandi, Arnar Ingvarsson ljósahönnuður og flytj- andi og Starri Hauksson barstjóri. Þess má að lokum geta að aðeins eru fyrirhugaðar þrjár sýningar á verk- inu auk frumsýningarinnar í kvöld, þ.e. 24. og 31. október og loks 1. nóv- ember. Miðasala fer fram á midi.is og á tjarnarbio.is. Hvað er bak við grímuna? Ólík listform Alls taka 24 listamenn úr öllum listformum þátt í frumflutn- ingi listahópsins Vinnslunnar á Strengjum í Tjarnarbíói í kvöld.  Vinnslan frumsýnir Strengi í Tjarnarbíói í kvöld kl. 19  Vefur verður spunninn í átta ólíkum rýmum leikhússins Leturgerð grafíska hönnuðarins Guðmundar Inga Úlfarssonar, L10, verður notuð fyrir kynningarefni kvikmyndahátíðarinnar Sundance í Bandaríkjunum á næsta ári, að því er fram kemur á vef Hönnunar- miðstöðvar. Letrið hannaði Guð- mundur fyrir afmælisrit listahátíð- arinnar LungA árið 2010 og hlaut fyrir það verðlaun FÍT fyrir bestu leturgerðina. Hönnunarfyrirtækið Mother sér um kynningarefni Sundance og lét breyta leturgerð- inni örlítið. Stofnandinn Robert Redford stofnaði Sundance-hátíðina sem haldin er í Utah. Sundance notar letur Guðmundar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Rússneskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís í dag kl. 18 með sýn- ingu á Belye nochi pochtalona Alekseya Trya- pitsyna (e. The Postman’s White Nights), kvik- mynd leikstjór- ans Andreis Konchalovskiys sem hlaut fyrir hana leik- stjóraverðlaun kvikmyndahátíð- arinnar í Feneyjum á þessu ári, Silf- urljónið. Aðgangur verður ókeypis að opnunarsýningunni og eru kvik- myndadagarnir haldnir í samstarfi við rússneska sendiráðið á Íslandi. Fimm kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni og segir um opnunarmynd- ina í tilkynningu að henni megi lýsa sem „síðkommúnískri nostalgíu með vodkabragði“. Hinir myndirnar fjór- ar eru Leviathan eftir leikstjórann Andrei Zvyagintsev sem er framlag Rússa til Óskarsverðlaunanna 2015, Angely Revolucii (e. Angels of Re- volution) eftir Aleksei Fedorchenko, Mesyats v derevne (e. Two Women) eftir Veru Glagoleva og White Rein- deer Moss eftir Vladimir Tumayev. Kvikmyndadagarnir standa til og með 27. október og verða allar myndirnar sýndar með enskum texta, að undanskilinni Leviathan sem verður með íslenskum texta. Ádeila á spillingu „Við erum að gera þetta í sam- starfi við rússneska sendiráðið og manneskju frá menningarmálaráðu- neytinu í Moskvu og myndirnar voru valdar með tilliti til norð- urslóða, þetta eru svona norð- urslóðamyndir,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, starfandi fram- kvæmdastjóri Bíó Paradísar, um kvikmyndadagana en hún er mikil áhugamanneskja um rússneskar kvikmyndir. Ragnheiður segir opnunarmynd- ina og Leviathan vera í öndvegi á kvikmyndadögunum. Leviathan sé afar umdeild þar sem hún lýsi spill- ingu í rússnesku stjórnkerfi. Hún hafi hlotið mikið lof, m.a. fullt hús stiga hjá gagnrýnanda breska dag- blaðsins Guardian sem hafi kallað hana nýtt rússneskt meistarverk. Myndin þyki einstaklega vel gerð og leikin. Í tilkynningu segir að hún sé byggð á sögunni af Job úr Jobs- bók Biblíunnar. „Sá varð nokkurs konar miðdepill valdabaráttu guðs og djöfulsins og þurfti að þola ólýs- anlegar raunir áður en yfir lauk. Slíkt hið sama á við um söguhetju Leviathan, sem þarf að takast á við spilltan borgarstjóra sem ásælist landið hans,“ segir m.a. þar um myndina. Um opnunarmyndina segir Ragn- heiður að leikstjórinn hafi verið lær- lingur Andreis Tarkovskíjs, eins af meisturum rússneskrar kvikmynda- sögu og að henni sé ótrúlega vel leikstýrt. Leikarar séu allir áhuga- menn, þorpsbúar á einangraðri eyju í norðurhluta Rússlands sem er sögusvið myndarinnar. Fjarlægðin við Moskvu og nútímann sé til um- fjöllunar í myndinni, Rússland sé gríðarstórt land og gæðunum mis- skipt, milli stóru borganna og jað- arsins. Lýsa nútímanum vel Ragnheiður er spurð hvort hún fylgist vel með rússneskri kvik- myndagerð og segist hún fylgjat nokkuð vel með henni. „Það kemur náttúrlega mikið af rusli frá Rúss- landi en inn á milli koma perlur sem lýsa nútímanum dálítið vel,“ segir hún. Oft séu þessar kvikmyndaperl- ur þungar og langar en virkilega vel gerðar í alla staði og leikstjórar sem þori að deila á stjórnvöld, líkt og gert sé í Leviathan, séu í raun að leggja sig í hættu þar sem tjáning- arfrelsið sé ekki í hávegum haft í Rússlandi. „Þeir sem skera sig úr núna eru að reyna að koma því á framfæri við umheiminn hvernig líf venjulegs fólks er í Rússlandi,“ segir Ragnheiður um rússneskar kvik- myndir hin síðustu ár. Frekari upplýsingar um myndir hátíðarinnar og sýningartíma má finna á bioparadis.is. Fimm perlur frá Rússlandi  Framlag til Óskarsins meðal mynda á Rússneskum kvikmyndadögum Ádeila Stilla úr kvikmyndinni Leviathan sem tekur á spillingu og kúgun í Rússlandi. Ragnheiður Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.